Þeir gegn okkur Guðmundur Andri Thorsson skrifar 14. ágúst 2017 06:00 Ofbeldissveitir karla sem kenna sig við „Hitt hægrið“ („Alt. Right“) stóðu á dögunum fyrir óeirðum í Charlotteville í Virginiu-fylki í Bandaríkjunum. Þeir veifuðu nasistafánum og kyndlum, öskruðu ókvæðisorð og létu ófriðlega. Þegar annar hópur mótmælti þessum aðförum var framið hryðjuverk af svipuðum toga og Evrópubúar hafa fengið að kynnast að undanförnu: Bíl var ekið inn í hópinn og kostaði mannslíf.Ræða Trumps Þá var loksins kominn tími til þess að forsetinn tjáði sig um óeirðir þessara manna sem líta á hann sem fulltrúa sinn í Hvíta húsinu. Hann sagði: „Við fordæmum eins kröftuglega og unnt er þessa smánarlegu birtingarmynd haturs, fordóma og ofbeldis frá mörgum hliðum. Frá mörgum hliðum. Þetta hefur verið lengi í gangi í okkar landi. Ekki Donald Trump. Ekki Barack Obama. Þetta hefur verið lengi lengi í gangi.“ Þegar maður horfir á ræðuna fer ekki hjá því að manni detti í hug að hann lesi fyrst setningu sem undirbúin hefur verið handa honum, með virðulegum og forsetalegum orðum eins og „egregious“ („smánarlegur“) sem hann horfir á nokkra stund áður en hann les það; svo lítur hann upp og setningafræðin fer að taka á sig kunnuglegri mynd – og rökvísin eftir því – þegar hann talar um „margar hliðar“ og endurtekur það áður en koma svo hinar einkennilegu setningar um Donald Trump og Barack Obama. Ummæli forsetans hafa vakið hneykslun og óhug fyrir þá sök að hann skuli ekki fordæma sérstaklega þann lýð sem veður uppi í hans nafni og stendur fyrir óeirðum og skrílslátum í Charlotteville heldur leggja áherslu á að aðrir séu ekki skárri og að svona hafi þetta lengi verið – og þetta sé ekki sér að kenna. Hvernig gat það gerst að við sitjum uppi með annað eins eintak af forseta Bandaríkjanna? Fólk sem kýs svona mann sem leiðtoga sinn hlýtur að hafa mjög veika og furðulega sjálfsmynd og virðist láta sér í léttu rúmi liggja þá hættu sem stafar af manninum, bæði innanlands og þá ekki síður á alþjóðavettvangi.Sá vanhæfasti?… Orðaskak Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu er komið á það stig að maður er farinn að óttast það alvarlega að kunni að koma til notkunar kjarnorkuvopna; þarna eigast við tveir óútreiknanlegir viðvaningar í alþjóðastjórnmálum, báðir með langræktaðan minnimáttarkomplex, báðir ófærir um að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna. Báðir komnir í leiðtogasæti sem þeir eiga ekkert erindi í; báðir eins og gangandi sönnun fyrir lögmálinu sem Darwin fattaði ekki að er öllu æðra: Sá vanhæfasti lifir af. Það er illa komið fyrir heiminum þegar maður bindur vonir sínar við að kommúnistakapítalistarnir í Kína og KGB-mennirnir í Rússlandi komi vitinu fyrir þá Trump og Kim sem geta haft örlög mannkyns í hendi sér. Donald Trump sagði í sínu dæmalausa ávarpi í kjölfar hryðjuverksins í Charlotteville að ofbeldið, hatrið og fordómarnir komi frá mörgum hliðum. Það er ekki satt. Það kom aðeins úr einni átt í því tilviki sem þar um ræddi: þar réðust ofbeldisbullur á friðsama mótmælendur. Í rauninni er þetta ekki flókið: þetta eru þeir gegn okkur. Nasistarnir í Charlotteville eru ungir karlmenn í vandræðum með sig, með óljósa og veika sjálfsmynd, atvinnulausir, iðjulausir, gagnslausir, dáðlausir, og þrá merkingu í líf sitt, fylltir af hatri á óviðkomandi fólki og ranghugmyndum um að gengisleysi þeirra í veröldinni sé öðru og jafnvel enn fátækara fólki að kenna, en ekki þróuninni í þjóðfélag þar sem hámarksgróði stórfyrirtækja er settur ofar en hagsmunir fólks og öllum er sama um þann sem dregst aftur úr. Sjálfboðaliðarnir í ISIS og al-Kaída og hvað þau nú heita þessi glæpasamtök sem aðhyllast wahabisma þann sem boðaður er af heift af helstu bandamönnum Trumps í Austurlöndum, Sádi-Aröbum – þetta eru ungir karlmenn í vandræðum með sig; með óljósa og veika sjálfsmynd, atvinnulausir, iðjulausir, gagnslausir, dáðlausir, og þrá merkingu í líf sitt, fylltir af hatri á óviðkomandi fólki. Þetta eru þeir, wahabísku nasistarnir, hernaðarhyggjumennirnir sem trúa á byssur, eyðingu og eitt svar við hverri spurningu. Þeir eru í stríði við okkur sem erum mjó og feit og löng og stutt og kristin og heiðin og islamstrúar og búddistar, karlar, konur og börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Ofbeldissveitir karla sem kenna sig við „Hitt hægrið“ („Alt. Right“) stóðu á dögunum fyrir óeirðum í Charlotteville í Virginiu-fylki í Bandaríkjunum. Þeir veifuðu nasistafánum og kyndlum, öskruðu ókvæðisorð og létu ófriðlega. Þegar annar hópur mótmælti þessum aðförum var framið hryðjuverk af svipuðum toga og Evrópubúar hafa fengið að kynnast að undanförnu: Bíl var ekið inn í hópinn og kostaði mannslíf.Ræða Trumps Þá var loksins kominn tími til þess að forsetinn tjáði sig um óeirðir þessara manna sem líta á hann sem fulltrúa sinn í Hvíta húsinu. Hann sagði: „Við fordæmum eins kröftuglega og unnt er þessa smánarlegu birtingarmynd haturs, fordóma og ofbeldis frá mörgum hliðum. Frá mörgum hliðum. Þetta hefur verið lengi í gangi í okkar landi. Ekki Donald Trump. Ekki Barack Obama. Þetta hefur verið lengi lengi í gangi.“ Þegar maður horfir á ræðuna fer ekki hjá því að manni detti í hug að hann lesi fyrst setningu sem undirbúin hefur verið handa honum, með virðulegum og forsetalegum orðum eins og „egregious“ („smánarlegur“) sem hann horfir á nokkra stund áður en hann les það; svo lítur hann upp og setningafræðin fer að taka á sig kunnuglegri mynd – og rökvísin eftir því – þegar hann talar um „margar hliðar“ og endurtekur það áður en koma svo hinar einkennilegu setningar um Donald Trump og Barack Obama. Ummæli forsetans hafa vakið hneykslun og óhug fyrir þá sök að hann skuli ekki fordæma sérstaklega þann lýð sem veður uppi í hans nafni og stendur fyrir óeirðum og skrílslátum í Charlotteville heldur leggja áherslu á að aðrir séu ekki skárri og að svona hafi þetta lengi verið – og þetta sé ekki sér að kenna. Hvernig gat það gerst að við sitjum uppi með annað eins eintak af forseta Bandaríkjanna? Fólk sem kýs svona mann sem leiðtoga sinn hlýtur að hafa mjög veika og furðulega sjálfsmynd og virðist láta sér í léttu rúmi liggja þá hættu sem stafar af manninum, bæði innanlands og þá ekki síður á alþjóðavettvangi.Sá vanhæfasti?… Orðaskak Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu er komið á það stig að maður er farinn að óttast það alvarlega að kunni að koma til notkunar kjarnorkuvopna; þarna eigast við tveir óútreiknanlegir viðvaningar í alþjóðastjórnmálum, báðir með langræktaðan minnimáttarkomplex, báðir ófærir um að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna. Báðir komnir í leiðtogasæti sem þeir eiga ekkert erindi í; báðir eins og gangandi sönnun fyrir lögmálinu sem Darwin fattaði ekki að er öllu æðra: Sá vanhæfasti lifir af. Það er illa komið fyrir heiminum þegar maður bindur vonir sínar við að kommúnistakapítalistarnir í Kína og KGB-mennirnir í Rússlandi komi vitinu fyrir þá Trump og Kim sem geta haft örlög mannkyns í hendi sér. Donald Trump sagði í sínu dæmalausa ávarpi í kjölfar hryðjuverksins í Charlotteville að ofbeldið, hatrið og fordómarnir komi frá mörgum hliðum. Það er ekki satt. Það kom aðeins úr einni átt í því tilviki sem þar um ræddi: þar réðust ofbeldisbullur á friðsama mótmælendur. Í rauninni er þetta ekki flókið: þetta eru þeir gegn okkur. Nasistarnir í Charlotteville eru ungir karlmenn í vandræðum með sig, með óljósa og veika sjálfsmynd, atvinnulausir, iðjulausir, gagnslausir, dáðlausir, og þrá merkingu í líf sitt, fylltir af hatri á óviðkomandi fólki og ranghugmyndum um að gengisleysi þeirra í veröldinni sé öðru og jafnvel enn fátækara fólki að kenna, en ekki þróuninni í þjóðfélag þar sem hámarksgróði stórfyrirtækja er settur ofar en hagsmunir fólks og öllum er sama um þann sem dregst aftur úr. Sjálfboðaliðarnir í ISIS og al-Kaída og hvað þau nú heita þessi glæpasamtök sem aðhyllast wahabisma þann sem boðaður er af heift af helstu bandamönnum Trumps í Austurlöndum, Sádi-Aröbum – þetta eru ungir karlmenn í vandræðum með sig; með óljósa og veika sjálfsmynd, atvinnulausir, iðjulausir, gagnslausir, dáðlausir, og þrá merkingu í líf sitt, fylltir af hatri á óviðkomandi fólki. Þetta eru þeir, wahabísku nasistarnir, hernaðarhyggjumennirnir sem trúa á byssur, eyðingu og eitt svar við hverri spurningu. Þeir eru í stríði við okkur sem erum mjó og feit og löng og stutt og kristin og heiðin og islamstrúar og búddistar, karlar, konur og börn.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun