Flýtir í undirbúningi orsök flugslyss á Vatnsleysuströnd Atli Ísleifsson skrifar 14. ágúst 2017 10:52 Um var að ræða kennsluflugvél Flugakademíu Keilis og var hún af gerðinni Diamond DA-20. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Flýtir í undirbúningi og rangur aflestur eldsneytismælis kennsluflugvélarinnar TF-KFB eru talin hafa gert það að verkum að vélin nauðlenti á golfvellinum á Vatnsleysuströnd þann 29. júní 2014. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA). Flugkennari hlaut minniháttar áverka á höfði þegar flugvélin lenti á hvolfi og plastkúpull yfir stjórnklefanum brotnaði. Um var að ræða vél Flugakademíu Keilis og var hún af gerðinni Diamond DA-20. Henni var flogið frá Keflavíkurflugvelli en ætlunin var að flúga til flugvallarins á Hellu. Rannsókn á vettvangi leiddi í ljós að ekkert eldsneyti var í eldsneytisgeymi flugvélarinnar á slysstað og hafi eldsneytisskorturinn leitt til að vélin missti afl á flugi.Rannsóknarnefnd samgönguslysaRangur aflestur Í skýrslunni segir að flugnemi og flugkennari hafi talið ranglega að tankur vélarinnar hafi verið tæplega hálffullur og með nægilega mikið eldsneyti til að komast á áfangastað. Aflesturinn hafi hins vegar verið rangur og hafi um fjórðungur tanksins verið raunverulega með eldsneyti þegar vélin tók á loft. „RNSA telur hugsanlegt að það að flugkennarinn skoðaði eldsneytisstöðuna á eldsneytismælistikunni úr fjarlægð, úr hægra sæti flugvélarinnar, hafi haft áhrif á rangan aflestur flugkennarans. Ennfremur telur RNSA að það að flugneminn hafði sagt að eldsneytisgeymirinn væri rúmlega hálfur, þá hafi það skapað væntingar sem hafi haft áhrif á aflestur flugkennarans,“ segir í skýrslunni. Flugkennarans sagði við nefndina að hann hefði fyrir reglu að athuga alltaf stöðuna á eldsneyti og olíu sjálfur, þótt það væri engin regla hjá flugskólanum um að gera það. „Flugkennarinn var hins vegar seinn í þetta flug og því skoðaði hann einungis eldsneytisstöðuna eftir að hafa sest í hægra sætið í flugvélinni, þegar flugneminn sýndi eldsneytisstöðuna á eldsneytismælstikunni þar sem hann stóð vinstra megin við flugvélina við eldsneytisáfyllingaropið,“ segir í skýrslunni.Skýrslu nefndarinnar er að finna að neðan. Fréttir af flugi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Flýtir í undirbúningi og rangur aflestur eldsneytismælis kennsluflugvélarinnar TF-KFB eru talin hafa gert það að verkum að vélin nauðlenti á golfvellinum á Vatnsleysuströnd þann 29. júní 2014. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA). Flugkennari hlaut minniháttar áverka á höfði þegar flugvélin lenti á hvolfi og plastkúpull yfir stjórnklefanum brotnaði. Um var að ræða vél Flugakademíu Keilis og var hún af gerðinni Diamond DA-20. Henni var flogið frá Keflavíkurflugvelli en ætlunin var að flúga til flugvallarins á Hellu. Rannsókn á vettvangi leiddi í ljós að ekkert eldsneyti var í eldsneytisgeymi flugvélarinnar á slysstað og hafi eldsneytisskorturinn leitt til að vélin missti afl á flugi.Rannsóknarnefnd samgönguslysaRangur aflestur Í skýrslunni segir að flugnemi og flugkennari hafi talið ranglega að tankur vélarinnar hafi verið tæplega hálffullur og með nægilega mikið eldsneyti til að komast á áfangastað. Aflesturinn hafi hins vegar verið rangur og hafi um fjórðungur tanksins verið raunverulega með eldsneyti þegar vélin tók á loft. „RNSA telur hugsanlegt að það að flugkennarinn skoðaði eldsneytisstöðuna á eldsneytismælistikunni úr fjarlægð, úr hægra sæti flugvélarinnar, hafi haft áhrif á rangan aflestur flugkennarans. Ennfremur telur RNSA að það að flugneminn hafði sagt að eldsneytisgeymirinn væri rúmlega hálfur, þá hafi það skapað væntingar sem hafi haft áhrif á aflestur flugkennarans,“ segir í skýrslunni. Flugkennarans sagði við nefndina að hann hefði fyrir reglu að athuga alltaf stöðuna á eldsneyti og olíu sjálfur, þótt það væri engin regla hjá flugskólanum um að gera það. „Flugkennarinn var hins vegar seinn í þetta flug og því skoðaði hann einungis eldsneytisstöðuna eftir að hafa sest í hægra sætið í flugvélinni, þegar flugneminn sýndi eldsneytisstöðuna á eldsneytismælstikunni þar sem hann stóð vinstra megin við flugvélina við eldsneytisáfyllingaropið,“ segir í skýrslunni.Skýrslu nefndarinnar er að finna að neðan.
Fréttir af flugi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira