Laga þarf skemmdir í Esjunni með handafli Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Jeppa var ekið upp í miðjar hlíðar Esjunnar þar sem hann festist. Hafa þarf hraðar hendur við að laga skemmdirnar sem af hlutust. vísir/stefán Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að aka vélknúnum ökutækjum utan vega, samkvæmt lögum um náttúruvernd. En þar segir jafnframt að ef alvarleg spjöll verða á náttúru landsins vegna slíkra brota skuli viðkomandi sæta sektum, að lágmarki 350 þúsund krónum, eða fangelsi allt að fjórum árum.Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktar Reykjavíkurvísir/pjeturLögreglan rannsakar nú mál manns sem ók Land Cruiser jeppa upp í Esjuhlíðar um síðustu helgi og festi hann þar. Bíllinn var dreginn niður í fyrrakvöld. „Þetta mál er hjá lögreglunni og meðhöndlað eins og hvert annað lögbrot,“ segir Davíð Örvar Hansson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Hann segir að vegfarandi hafi vakið athygli lögreglu á málinu. Davíð segir að hingað til hafi viðurlög við brotum jafnan falið í sér fjársektir sem hafi hlaupið á milli hundrað til tvö hundruð þúsunda króna. „Þú sérð til dæmis utanvegaakstur í Kverkfjalli í fyrra. Það var eitthvað á annað hundrað þúsund,“ segir hann. Helgi Gíslason, hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, segir skemmdirnar vegna utanvegaakstursins verulegar. „Það verður kostnaðarsamt að laga þetta af því að þetta þarf allt að laga með höndunum. Það er ekki hægt að fara með nein tæki þarna upp til að laga þetta. Enda er svo sem ekki æskilegt að fara með tæki út í mýri. Þetta er eitthvað sem við þurfum að ráðast í mjög fljótt því þarna er hætt við að það fari að grafast úr hjólförunum og það auki skemmdirnar verulega,“ segir hann. Spurður hvort Skógræktin hafi mannskap til að takast á við verkefnið segir hann að það þurfi þá einfaldlega að finna þann mannskap. Verkefnið geti ekki beðið. Helgi segist þó ekki þora að segja til um það í krónum talið eða umfangi vinnu hversu stórt verkefnið er. „Við metum það og þegar það er búið þá sjáum við hvert tjónið er,“ segir hann. Helgi segir að Skógræktarfélagið hafi nú þegar falið lögmanni sínum að kæra málið og gera bótakröfu vegna þeirra skemmda sem orðið hafa. Hann segist ekki kannast við að áður hafi verið ekið upp í hlíðar Esjunnar. „Þetta er óvenjulegt enda held ég að allir hafi verið frekar hissa yfir þessu máli. Þetta er svona með því undarlegra,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Esjan Reykjavík Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að aka vélknúnum ökutækjum utan vega, samkvæmt lögum um náttúruvernd. En þar segir jafnframt að ef alvarleg spjöll verða á náttúru landsins vegna slíkra brota skuli viðkomandi sæta sektum, að lágmarki 350 þúsund krónum, eða fangelsi allt að fjórum árum.Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktar Reykjavíkurvísir/pjeturLögreglan rannsakar nú mál manns sem ók Land Cruiser jeppa upp í Esjuhlíðar um síðustu helgi og festi hann þar. Bíllinn var dreginn niður í fyrrakvöld. „Þetta mál er hjá lögreglunni og meðhöndlað eins og hvert annað lögbrot,“ segir Davíð Örvar Hansson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Hann segir að vegfarandi hafi vakið athygli lögreglu á málinu. Davíð segir að hingað til hafi viðurlög við brotum jafnan falið í sér fjársektir sem hafi hlaupið á milli hundrað til tvö hundruð þúsunda króna. „Þú sérð til dæmis utanvegaakstur í Kverkfjalli í fyrra. Það var eitthvað á annað hundrað þúsund,“ segir hann. Helgi Gíslason, hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, segir skemmdirnar vegna utanvegaakstursins verulegar. „Það verður kostnaðarsamt að laga þetta af því að þetta þarf allt að laga með höndunum. Það er ekki hægt að fara með nein tæki þarna upp til að laga þetta. Enda er svo sem ekki æskilegt að fara með tæki út í mýri. Þetta er eitthvað sem við þurfum að ráðast í mjög fljótt því þarna er hætt við að það fari að grafast úr hjólförunum og það auki skemmdirnar verulega,“ segir hann. Spurður hvort Skógræktin hafi mannskap til að takast á við verkefnið segir hann að það þurfi þá einfaldlega að finna þann mannskap. Verkefnið geti ekki beðið. Helgi segist þó ekki þora að segja til um það í krónum talið eða umfangi vinnu hversu stórt verkefnið er. „Við metum það og þegar það er búið þá sjáum við hvert tjónið er,“ segir hann. Helgi segir að Skógræktarfélagið hafi nú þegar falið lögmanni sínum að kæra málið og gera bótakröfu vegna þeirra skemmda sem orðið hafa. Hann segist ekki kannast við að áður hafi verið ekið upp í hlíðar Esjunnar. „Þetta er óvenjulegt enda held ég að allir hafi verið frekar hissa yfir þessu máli. Þetta er svona með því undarlegra,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Esjan Reykjavík Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira