Móttaka flóttafólks á Íslandi; Eftirvænting eða örvænting? Árni Gunnarsson skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Undanfarin ár hafa íslensk stjórnvöld boðið um 50 flóttamönnum til Íslands. Allt bendir til þess að í ár fái rúmlega 100 manns alþjóðlega vernd á Íslandi eftir hælisleit en í fyrra voru þeir 111. Meirihluti hælisleitenda sem hér fá stöðu sem flóttamenn hefur þannig komið á eigin vegum. Mikill munur er á móttöku þessara hópa. Kvótaflóttafólk fær margvíslegan stuðning fyrsta árið auk húsnæðis. Hið sama gildir ekki um flóttamenn sem koma sjálfir. Nýlega sömdu stjórnvöld við Rauða krossinn um stuðning við báða hópana, en enn er pottur brotinn. Eftir að hælisleitandi hefur fengið stöðu flóttamanns er honum vísað úr húsnæði sem Útlendingastofnun útvegaði. Tíminn til að standa á eigin fótum, finna vinnu og nýtt húsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína er talinn í vikum. Eftir gleðina við að fá loksins leyfi til að búa hér eftir oft erfiða tíma tekur nöturlegt ástand við. Hér er húsaleiga efnalitlu fólki ofviða og ekkert húsaskjól að fá. Fjölskylda sem á sér engan samastað getur ekki leitað að atvinnu eða aðlagast nýju umhverfi. Afleiðingarnar eru beiskja og vonbrigði. Ástandið á húsnæðismarkaðnum kemur flatt upp á fólk og þrátt fyrir aðstoð við húsnæðisleit sem m.a. Rauði krossinn býður er árangurinn lítill og tiltrú nýrra íbúa á okkur hverfur. Örvænting er ekki góð tilfinning og vont þegar fyrsta upplifun nýrra íbúa er barátta við heimilisleysi. Orðspor okkar sem velmegunarþjóð og þjóð meðal þjóða er einnig í húfi. Líkt og aðrar þjóðir tökum við á móti fólki sem þarf að flýja heimaland sitt samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. Þak yfir höfuðið er fyrsta skyldan sem þarf að uppfylla. Stefnuyfirlýsingar mega ekki vera orðin tóm, þá skapast væntingar sem bresta. Rauði krossinn hefur átt viðræður við stjórnvöld og vilji er til að finna ásættanlegar lausnir. Eftir um tvö ár verður vonandi komið betra jafnvægi framboðs og eftirspurnar, en fram að þeim tíma þarf að grípa til bráðabirgðaráðstafana. Skoða þarf allar leiðir því fólkið sem hingað leitar kemur með von í brjósti, tilbúið að hefja nýtt líf og gerast nýtir þjóðfélagsþegnar.Höfundur er formaður Rauða krossins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa íslensk stjórnvöld boðið um 50 flóttamönnum til Íslands. Allt bendir til þess að í ár fái rúmlega 100 manns alþjóðlega vernd á Íslandi eftir hælisleit en í fyrra voru þeir 111. Meirihluti hælisleitenda sem hér fá stöðu sem flóttamenn hefur þannig komið á eigin vegum. Mikill munur er á móttöku þessara hópa. Kvótaflóttafólk fær margvíslegan stuðning fyrsta árið auk húsnæðis. Hið sama gildir ekki um flóttamenn sem koma sjálfir. Nýlega sömdu stjórnvöld við Rauða krossinn um stuðning við báða hópana, en enn er pottur brotinn. Eftir að hælisleitandi hefur fengið stöðu flóttamanns er honum vísað úr húsnæði sem Útlendingastofnun útvegaði. Tíminn til að standa á eigin fótum, finna vinnu og nýtt húsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína er talinn í vikum. Eftir gleðina við að fá loksins leyfi til að búa hér eftir oft erfiða tíma tekur nöturlegt ástand við. Hér er húsaleiga efnalitlu fólki ofviða og ekkert húsaskjól að fá. Fjölskylda sem á sér engan samastað getur ekki leitað að atvinnu eða aðlagast nýju umhverfi. Afleiðingarnar eru beiskja og vonbrigði. Ástandið á húsnæðismarkaðnum kemur flatt upp á fólk og þrátt fyrir aðstoð við húsnæðisleit sem m.a. Rauði krossinn býður er árangurinn lítill og tiltrú nýrra íbúa á okkur hverfur. Örvænting er ekki góð tilfinning og vont þegar fyrsta upplifun nýrra íbúa er barátta við heimilisleysi. Orðspor okkar sem velmegunarþjóð og þjóð meðal þjóða er einnig í húfi. Líkt og aðrar þjóðir tökum við á móti fólki sem þarf að flýja heimaland sitt samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. Þak yfir höfuðið er fyrsta skyldan sem þarf að uppfylla. Stefnuyfirlýsingar mega ekki vera orðin tóm, þá skapast væntingar sem bresta. Rauði krossinn hefur átt viðræður við stjórnvöld og vilji er til að finna ásættanlegar lausnir. Eftir um tvö ár verður vonandi komið betra jafnvægi framboðs og eftirspurnar, en fram að þeim tíma þarf að grípa til bráðabirgðaráðstafana. Skoða þarf allar leiðir því fólkið sem hingað leitar kemur með von í brjósti, tilbúið að hefja nýtt líf og gerast nýtir þjóðfélagsþegnar.Höfundur er formaður Rauða krossins í Reykjavík.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun