Stærsta rannsókn í Surtsey gæti varpað ljósi á leyndardóma rómversku steinsteypunnar Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 27. júlí 2017 13:00 Hver veit nema leyndardómur róversku steypunnar verðu leystur hér á landi. Vísir/Erling Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, er einn þeirra sem stýrir einu stærsta rannsóknarverkefni sem farið hefur fram á eyjunni Surtsey sem myndaðist í Surtseyjargosinu á árunum 1963-1967. Eyjan er friðuð og hefur verið nýtt til rannsókna síðan hún myndaðist. Engin rannsókn hefur þó verið jafn viðamikil. „Tilgangur verkefnisins er margþættur en við getum sagt að það sé í stórum dráttum að sjá hvernig eldfjallaeyjar verða til og þróast með tímanum og hvernig líf og örverur taka sé bólfestu í berginu. Það eru merkileg lífkerfi hérna á töluverðu dýpi í Surtsey,“ segir Magnús Tumi í samtali við Vísi.Magnús Tumi segir spennandi tíma framundan. Rannsóknin sé sú stærsta sem gerð hafi verið og margir fylgist með.HÍFyrri rannsóknir skipta máli Boraðar verða tvær holur á 200 og 300 metra dýpi. Einni þeirra verður ekki lokað því hún verður fóðruð og nýtt til tilrauna í líffræði. Ætlunin er að rannsaka byggingu eyjunnar og bera það saman við það sem sást þegar eyjan byggðist upp í byrjun. Magnús segir að fyrri rannsóknir á eyjunni skipti miklu máli og aðstoði við þessa rannsókn. Hægt sé að nýta efni til samanburðar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem borkjarni hefur verið tekinn til rannsóknar. Það var gert árið 1979. Þá var boruð 180 metra djúp hola. „Við ætlum að bora við hliðina á henni. Þá erum við að gera eitthvað sem aldrei hefur verið gert áður, það er að fara aftur á sama stað og sjá hvaða breytingar hafa orðið, hvernig bergið hefur breyst, hvernig það hefur haldið áfram að ummyndast. Það mun hjálpa heilmikið til að skilja þróun og myndun eldfjallaeyja,“ segir Magnús Tumi.Vonast til að skilja steinsteypu fornaldar Á eyjunni er mikill jarðhiti. Hann hefur, að sögn Magnúsar Tuma, mikil áhrif á þróun eyjunnar. Þá verður einnig skoðað hversu langan tíma það tekur að kólna. Að minnsta kosti 220 gráður hiti er 40 til 50 metra niður fyrir sjávarmál. Markús Tumi segir að efnabreytingar eigi sér stað í berginu og þær verði skoðaðar sérstaklega. „Þar eru ýmsar merkilegar steintegundir sem fólk hefur áhuga á að skoða betur og sjá hvort það geti hjálpað okkur til að skilja hvernig hægt er að búa til betri steinsteypu. Marie Jackson, sem leiðir verkefnið ásamt mér, er sérfræðingur í þessu. Hún hefur verið að vinna mikið með rómverska steypu; að skoða rómverskar myndanir steypu sem var búin til fyrir 2000 árum en það er besta steypa sem nokkurn tímann hefur verið gerð því hún helst enn þá; það eru enn þá til brýr sem eru myndaðar á þessum tíma,“ segir Magnús Tumi og vísar til þess að nútíma steypa sé ekki nærri því jafn endingargóð og svo forn rómverska.Mikil ábyrgð Magnús segir heilmikla ábyrgð að fara í svona verkefni á þessum stað en þau fylgi ákveðnum vinnuferlum og reynt sé að ganga þannig frá að það verði engin mengun af veru þeirra. Allur úrgangur og rusl verður flutt í burtu. Þá hefur fólk verið fengið frá Bandaríkjunum, sem sérhæfir sig í að vísindalegum borunum. Magnús segir að rannsóknir munu nýtast um allan heim. Það sé í fyrsta sinn sem borað sé í svona unga eyju. Um 50 manns koma að verkefninu. Dvalið verður á eyjunni í mánuð. Mikill búnaður fylgir verkefninu og er hann samtals um 60 tonn. Aðgerðin kostar um 140 milljónir og hafa margir styrkir fengist, meðal annars frá Rannsóknasjóð vísinda og tækniráðs og Rannís. Eldgos og jarðhræringar Surtsey Tengdar fréttir Fundu nýja flugutegund í rannsóknarleiðangri í Surtsey Á svæðinu fannst einnig ný víðitegund, grávíðir, og segir Borgþór að þar með séu allar íslensku víðitegundirnar orðnar landnemar á eyjunni. 25. júlí 2017 14:55 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, er einn þeirra sem stýrir einu stærsta rannsóknarverkefni sem farið hefur fram á eyjunni Surtsey sem myndaðist í Surtseyjargosinu á árunum 1963-1967. Eyjan er friðuð og hefur verið nýtt til rannsókna síðan hún myndaðist. Engin rannsókn hefur þó verið jafn viðamikil. „Tilgangur verkefnisins er margþættur en við getum sagt að það sé í stórum dráttum að sjá hvernig eldfjallaeyjar verða til og þróast með tímanum og hvernig líf og örverur taka sé bólfestu í berginu. Það eru merkileg lífkerfi hérna á töluverðu dýpi í Surtsey,“ segir Magnús Tumi í samtali við Vísi.Magnús Tumi segir spennandi tíma framundan. Rannsóknin sé sú stærsta sem gerð hafi verið og margir fylgist með.HÍFyrri rannsóknir skipta máli Boraðar verða tvær holur á 200 og 300 metra dýpi. Einni þeirra verður ekki lokað því hún verður fóðruð og nýtt til tilrauna í líffræði. Ætlunin er að rannsaka byggingu eyjunnar og bera það saman við það sem sást þegar eyjan byggðist upp í byrjun. Magnús segir að fyrri rannsóknir á eyjunni skipti miklu máli og aðstoði við þessa rannsókn. Hægt sé að nýta efni til samanburðar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem borkjarni hefur verið tekinn til rannsóknar. Það var gert árið 1979. Þá var boruð 180 metra djúp hola. „Við ætlum að bora við hliðina á henni. Þá erum við að gera eitthvað sem aldrei hefur verið gert áður, það er að fara aftur á sama stað og sjá hvaða breytingar hafa orðið, hvernig bergið hefur breyst, hvernig það hefur haldið áfram að ummyndast. Það mun hjálpa heilmikið til að skilja þróun og myndun eldfjallaeyja,“ segir Magnús Tumi.Vonast til að skilja steinsteypu fornaldar Á eyjunni er mikill jarðhiti. Hann hefur, að sögn Magnúsar Tuma, mikil áhrif á þróun eyjunnar. Þá verður einnig skoðað hversu langan tíma það tekur að kólna. Að minnsta kosti 220 gráður hiti er 40 til 50 metra niður fyrir sjávarmál. Markús Tumi segir að efnabreytingar eigi sér stað í berginu og þær verði skoðaðar sérstaklega. „Þar eru ýmsar merkilegar steintegundir sem fólk hefur áhuga á að skoða betur og sjá hvort það geti hjálpað okkur til að skilja hvernig hægt er að búa til betri steinsteypu. Marie Jackson, sem leiðir verkefnið ásamt mér, er sérfræðingur í þessu. Hún hefur verið að vinna mikið með rómverska steypu; að skoða rómverskar myndanir steypu sem var búin til fyrir 2000 árum en það er besta steypa sem nokkurn tímann hefur verið gerð því hún helst enn þá; það eru enn þá til brýr sem eru myndaðar á þessum tíma,“ segir Magnús Tumi og vísar til þess að nútíma steypa sé ekki nærri því jafn endingargóð og svo forn rómverska.Mikil ábyrgð Magnús segir heilmikla ábyrgð að fara í svona verkefni á þessum stað en þau fylgi ákveðnum vinnuferlum og reynt sé að ganga þannig frá að það verði engin mengun af veru þeirra. Allur úrgangur og rusl verður flutt í burtu. Þá hefur fólk verið fengið frá Bandaríkjunum, sem sérhæfir sig í að vísindalegum borunum. Magnús segir að rannsóknir munu nýtast um allan heim. Það sé í fyrsta sinn sem borað sé í svona unga eyju. Um 50 manns koma að verkefninu. Dvalið verður á eyjunni í mánuð. Mikill búnaður fylgir verkefninu og er hann samtals um 60 tonn. Aðgerðin kostar um 140 milljónir og hafa margir styrkir fengist, meðal annars frá Rannsóknasjóð vísinda og tækniráðs og Rannís.
Eldgos og jarðhræringar Surtsey Tengdar fréttir Fundu nýja flugutegund í rannsóknarleiðangri í Surtsey Á svæðinu fannst einnig ný víðitegund, grávíðir, og segir Borgþór að þar með séu allar íslensku víðitegundirnar orðnar landnemar á eyjunni. 25. júlí 2017 14:55 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Fundu nýja flugutegund í rannsóknarleiðangri í Surtsey Á svæðinu fannst einnig ný víðitegund, grávíðir, og segir Borgþór að þar með séu allar íslensku víðitegundirnar orðnar landnemar á eyjunni. 25. júlí 2017 14:55