Emmsjé Gauti tók húh-ið og hékk með Bjarna Ben Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júlí 2017 06:00 Íslensku stuðningsmennirnir voru ánægðir með Glowie á torginu í miðbæ Tilburg í gær. Vísir/Vilhelm „Maður hefur brotið allar siðferðislegar reglur sem maður hefur sett sér. Ég er búinn að hanga með Bjarna Ben og taka húh-ið. Ég veit ekki hvað er eftir,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti, einn listamannanna sem tróðu upp í Tilburg í Hollandi í gær fyrir viðureign okkar kvenna gegn Frökkum á EM. Amabadama lék einnig fyrir Íslendinga sem voru á þriðja þúsund er mest var. Sara Pétursdóttir, Glowie, naut sín í sólinni í gær.Rosalega gaman að styðja stelpuliðið „Ég hef aldrei farið á svona stóran fótboltaleik og er ekki mikil fótboltamanneskja. En það er rosalega gaman að vera hluti af þessu, sérstaklega þar sem við erum að styðja stelpuliðið,“ segir Glowie. Tónlistarmennirnir voru á vegum menntamálaráðuneytisins. Ráðherrann, Kristján Þór Júlíusson, segir þau upprennandi listafólk sem ráðuneytið vilji styðja við í tengslum við jafn stóran viðburð og EM sé. „Við erum hér til að peppa okkur upp, liðið og stuðningsfólkið. Það er frábært að það sé hugsað vel um stelpurnar,“ segir Salka Sól Eyfeld. Hún nefnir að lag sveitarinnar, Hossa hossa, hafi notið óvæntra vinsælda í Hollandi og hlær. Glowie segi mikinn heiður að hafa verið fengin út. Aðspurð hvort þau eigi von á að verða „uppgötvuð“ á erlendri grundu með því að troða upp á stuðningsmannatorgi á EM hugsa þau málið.Algjör forréttindi „Ég hef ekki verið að stefna á erlendan markað en endaði til dæmis í Kosice í Slóvakíu út af einni manneskju,“ segir Gauti. Í raun sé það heiður í hvert skipti þegar einhver ákveði að taka frá tíma til að hlusta á hann. „Að ein manneskja mæti til að hlusta á þig er geggjað. Að hugsa sér fólk sem mætir til einhvers í vinnuna til að horfa á hann vinna. Þetta eru forréttindi.“ Glowie skrifaði nýlega undir útgáfusamning í Bretlandi og Bandaríkjunum. „Glowie er allt annað dæmi, það er korter í að það standi tveir lífverðir á milli okkar,“ segir Gauti sem viðurkennir að umgjörðin hafi komið sér á óvart. „Ég hélt að það væru 500 Íslendingar hérna, ekki þrjú þúsund manns. Það er yndislegt.“Sá fyrir sér bjórbumbu og læti Ekkert þeirra þriggja fylgist mikið með fótbolta en þau kunna öll að meta stemninguna. „Ég hefði varla gert mér ferð hingað. Það er svo gaman að fá að upplifa svona í gegnum tónlistina,“ segir Salka. Hún gæti vel hugsað sér að fara með fjölskylduna á mót erlendis í framtíðinni. „Þetta eru kannski fordómar í mér en ég sé fyrir mér þennan týpíska fótboltaaðdáanda sem fertugan gaur með bumbu og bjór og öskrandi. Gaman að sjá fólk á öllum aldri og alls konar stemningu.“ Salka Sól á mágkonu sem á son og dóttur sem æfa bæði fótbolta. „Hún fór í fyrra með strákinn sinn sem er að æfa fótbolta. Svo á hún líka stelpu sem er að æfa fótbolta og það var „no brainer“ að fara með stelpuna hingað nú þegar þær eru að spila.“ EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
„Maður hefur brotið allar siðferðislegar reglur sem maður hefur sett sér. Ég er búinn að hanga með Bjarna Ben og taka húh-ið. Ég veit ekki hvað er eftir,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti, einn listamannanna sem tróðu upp í Tilburg í Hollandi í gær fyrir viðureign okkar kvenna gegn Frökkum á EM. Amabadama lék einnig fyrir Íslendinga sem voru á þriðja þúsund er mest var. Sara Pétursdóttir, Glowie, naut sín í sólinni í gær.Rosalega gaman að styðja stelpuliðið „Ég hef aldrei farið á svona stóran fótboltaleik og er ekki mikil fótboltamanneskja. En það er rosalega gaman að vera hluti af þessu, sérstaklega þar sem við erum að styðja stelpuliðið,“ segir Glowie. Tónlistarmennirnir voru á vegum menntamálaráðuneytisins. Ráðherrann, Kristján Þór Júlíusson, segir þau upprennandi listafólk sem ráðuneytið vilji styðja við í tengslum við jafn stóran viðburð og EM sé. „Við erum hér til að peppa okkur upp, liðið og stuðningsfólkið. Það er frábært að það sé hugsað vel um stelpurnar,“ segir Salka Sól Eyfeld. Hún nefnir að lag sveitarinnar, Hossa hossa, hafi notið óvæntra vinsælda í Hollandi og hlær. Glowie segi mikinn heiður að hafa verið fengin út. Aðspurð hvort þau eigi von á að verða „uppgötvuð“ á erlendri grundu með því að troða upp á stuðningsmannatorgi á EM hugsa þau málið.Algjör forréttindi „Ég hef ekki verið að stefna á erlendan markað en endaði til dæmis í Kosice í Slóvakíu út af einni manneskju,“ segir Gauti. Í raun sé það heiður í hvert skipti þegar einhver ákveði að taka frá tíma til að hlusta á hann. „Að ein manneskja mæti til að hlusta á þig er geggjað. Að hugsa sér fólk sem mætir til einhvers í vinnuna til að horfa á hann vinna. Þetta eru forréttindi.“ Glowie skrifaði nýlega undir útgáfusamning í Bretlandi og Bandaríkjunum. „Glowie er allt annað dæmi, það er korter í að það standi tveir lífverðir á milli okkar,“ segir Gauti sem viðurkennir að umgjörðin hafi komið sér á óvart. „Ég hélt að það væru 500 Íslendingar hérna, ekki þrjú þúsund manns. Það er yndislegt.“Sá fyrir sér bjórbumbu og læti Ekkert þeirra þriggja fylgist mikið með fótbolta en þau kunna öll að meta stemninguna. „Ég hefði varla gert mér ferð hingað. Það er svo gaman að fá að upplifa svona í gegnum tónlistina,“ segir Salka. Hún gæti vel hugsað sér að fara með fjölskylduna á mót erlendis í framtíðinni. „Þetta eru kannski fordómar í mér en ég sé fyrir mér þennan týpíska fótboltaaðdáanda sem fertugan gaur með bumbu og bjór og öskrandi. Gaman að sjá fólk á öllum aldri og alls konar stemningu.“ Salka Sól á mágkonu sem á son og dóttur sem æfa bæði fótbolta. „Hún fór í fyrra með strákinn sinn sem er að æfa fótbolta. Svo á hún líka stelpu sem er að æfa fótbolta og það var „no brainer“ að fara með stelpuna hingað nú þegar þær eru að spila.“
EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira