Lögreglan varar við netglæpum Ingvar Þór Björnsson skrifar 2. júlí 2017 11:27 Þrír flokkar netglæpa hafa verið mest áberandi að undanförnu, BEC tölvupóstasvindl, íbúðasvindl og vefveiðar. Getty Almenningur hefur verið duglegur að senda lögreglunni ábendingar varðandi netglæpi. Í sumum tilvikum hafa þessar upplýsingar leitt til þess að hægt hefur verið að bjarga öðrum frá því að missa fjármuni. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan, fjármálaeftirlitið og viðskiptabankar eru í góðu samstarfi og deila hratt upplýsingum sem geta leitt til þess að stöðva slík brot. Margar síur eru til staðar og heilmikið er í gangi til að verja fólk frá netglæpamönnum. „Á sama tíma erum við að sjá þróun í aðferðum tölvuþrjótanna. Þeir ganga lengra og lengra í að ljá svikum sínum trúverðugleika. Til að mynda kom upp síða í svikamáli sem gekk út á að fá manneskju til að halda að pakki væri á leið til viðkomandi. Pakki sem síðan bættust á alls kyns gjöld. Við höfum séð slíkt áður og þá hefur fólk verið að fá falska tölvupósta sem búið að er að eiga við til að gera þá meira sannfærandi. En hér var gengið skrefinu lengra og viðkomandi fékk tilvísunarnúmer sem hann gat slegið inn á falskri heimasíðu. Auðvitað er enginn pakki til en þetta er aukið stig í að ljá lyginni trúverðugleika,” segir í tilkynningunni. Þrír flokkar netglæpa hafa verið mest áberandi að undanförnu, BEC tölvupóstasvindl, íbúðasvindl og vefveiðar.BEC tölvupóstasvindl beinist einna helst gegn fyrirtækjum og stofnunum. Þá er sendur út tölvupóstur sem tengist viðskiptum fyrirtækisins jafnvel í nafni starfsmanns. Í íbúðasvindli er fölsk eign auglýst og fólk látið senda út peninga. Fólk af erlendum uppruna er sérstaklega hætt við að lenda í þessu samkvæmt lögreglunni. Í vefveiðum er reynt að komast yfir kortaupplýsingar einstaklings. Til að mynda var nýlega gerð tilraun til að komast yfir kortaupplýsingar þar sem tölvuþrjótarnir komu fram í nafni Símans. Hægt er að senda ábendingar um svik á netinu á [email protected] Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Almenningur hefur verið duglegur að senda lögreglunni ábendingar varðandi netglæpi. Í sumum tilvikum hafa þessar upplýsingar leitt til þess að hægt hefur verið að bjarga öðrum frá því að missa fjármuni. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan, fjármálaeftirlitið og viðskiptabankar eru í góðu samstarfi og deila hratt upplýsingum sem geta leitt til þess að stöðva slík brot. Margar síur eru til staðar og heilmikið er í gangi til að verja fólk frá netglæpamönnum. „Á sama tíma erum við að sjá þróun í aðferðum tölvuþrjótanna. Þeir ganga lengra og lengra í að ljá svikum sínum trúverðugleika. Til að mynda kom upp síða í svikamáli sem gekk út á að fá manneskju til að halda að pakki væri á leið til viðkomandi. Pakki sem síðan bættust á alls kyns gjöld. Við höfum séð slíkt áður og þá hefur fólk verið að fá falska tölvupósta sem búið að er að eiga við til að gera þá meira sannfærandi. En hér var gengið skrefinu lengra og viðkomandi fékk tilvísunarnúmer sem hann gat slegið inn á falskri heimasíðu. Auðvitað er enginn pakki til en þetta er aukið stig í að ljá lyginni trúverðugleika,” segir í tilkynningunni. Þrír flokkar netglæpa hafa verið mest áberandi að undanförnu, BEC tölvupóstasvindl, íbúðasvindl og vefveiðar.BEC tölvupóstasvindl beinist einna helst gegn fyrirtækjum og stofnunum. Þá er sendur út tölvupóstur sem tengist viðskiptum fyrirtækisins jafnvel í nafni starfsmanns. Í íbúðasvindli er fölsk eign auglýst og fólk látið senda út peninga. Fólk af erlendum uppruna er sérstaklega hætt við að lenda í þessu samkvæmt lögreglunni. Í vefveiðum er reynt að komast yfir kortaupplýsingar einstaklings. Til að mynda var nýlega gerð tilraun til að komast yfir kortaupplýsingar þar sem tölvuþrjótarnir komu fram í nafni Símans. Hægt er að senda ábendingar um svik á netinu á [email protected]
Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira