Smitast af andagift Gunnars og flýg með Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. júlí 2017 09:15 Jónas Tómasson mætti á eina æfingu hjá Gunnari og Helgu Bryndísi og ætlar líka að koma á tónleikana. Mynd/Sigríður Ragnarsdóttir Tónleikasumarið 2017 í Sigurjónssafni á Laugarnestanga hefst í kvöld. Þá leika Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari saman, meðal annars tólf tilbrigði eftir Beethoven um stef úr óratóríunni Judas Maccabäus eftir G.F. Händel og sjö tilbrigði um stef úr óperunni Töfraflautan eftir W.A. Mozart. „Beethoven er tilbrigðasnillingur mikill, þar er endalaus hugmyndaauðgi,“ segir Helga Bryndís glaðlega og kemur með góða sögu um samfundi meistaranna Beethovens og Mozarts, þegar sá fyrrnefndi var bara 17 ára en Mozart orðinn mikið númer. „Beethoven fékk að spila fyrir Mozart sem var ekkert uppveðraður en segir samt: „Heyrðu, ég er hérna með stef sem þú mátt leika þér með.“ Bethooven tók hann á orðinu, enda var það ákveðinn partíleikur þess tíma að taka stef og spinna yfir þau. Mozart varð svona líka hrifinn og sagði: „Heimurinn á eftir að heyra mikið um þennan mann.“ Þetta sýnir að Beethoven varð snemma snillingur í að taka vinsæl stef og snúa upp á þau þannig að hvert og eitt varð sem nýtt og ferskt.“ Næst segir Helga Bryndís sögu af verki Jónasar Tómassonar sem þau Gunnar ætli að frumflytja. „Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari lést fyrir um fjórum árum og Jónas samdi þetta verk til minningar um hann og gaf ekkjunni. Það heitir Til Merete. Þetta hefur aldrei, svo við vitum, verið flutt áður opinberlega og Jónas verður viðstaddur ásamt konu sinni.“ Þá er enn eitt verk óupptalið, það er Sónata ópus 40 í d-moll fyrir selló og píanó eftir Sjostakovítsj. Helga Bryndís segir upplifun fyrir sig að spila það með Gunnari því hann þekki það út og inn og hafi spilað það margoft. „Ég smitast af andagift Gunnars og flýg með, það er eins og að drekka vín sem hefur þroskast á besta hátt,“ segir hún og upplýsir að hún hafi aldrei spilað með Gunnari áður. „Nú virðist hafa verið rétti tíminn, við náðum svo vel saman,“ segir hún. „Ég hef dáðst að honum sem hljóðfæraleikara og listamanni alveg frá því ég var nemandi og það er heiður að spila með honum svona skemmtilegt prógramm.“ Sumartónleikar verða í Sigurjónssafni hvert þriðjudagskvöld fram til 15. ágúst. Kaffistofa safnsins er opin að loknum tónleikum og þar geta tónleikagestir heilsað upp á listamennina og horft yfir sundin blá. Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Tónleikasumarið 2017 í Sigurjónssafni á Laugarnestanga hefst í kvöld. Þá leika Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari saman, meðal annars tólf tilbrigði eftir Beethoven um stef úr óratóríunni Judas Maccabäus eftir G.F. Händel og sjö tilbrigði um stef úr óperunni Töfraflautan eftir W.A. Mozart. „Beethoven er tilbrigðasnillingur mikill, þar er endalaus hugmyndaauðgi,“ segir Helga Bryndís glaðlega og kemur með góða sögu um samfundi meistaranna Beethovens og Mozarts, þegar sá fyrrnefndi var bara 17 ára en Mozart orðinn mikið númer. „Beethoven fékk að spila fyrir Mozart sem var ekkert uppveðraður en segir samt: „Heyrðu, ég er hérna með stef sem þú mátt leika þér með.“ Bethooven tók hann á orðinu, enda var það ákveðinn partíleikur þess tíma að taka stef og spinna yfir þau. Mozart varð svona líka hrifinn og sagði: „Heimurinn á eftir að heyra mikið um þennan mann.“ Þetta sýnir að Beethoven varð snemma snillingur í að taka vinsæl stef og snúa upp á þau þannig að hvert og eitt varð sem nýtt og ferskt.“ Næst segir Helga Bryndís sögu af verki Jónasar Tómassonar sem þau Gunnar ætli að frumflytja. „Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari lést fyrir um fjórum árum og Jónas samdi þetta verk til minningar um hann og gaf ekkjunni. Það heitir Til Merete. Þetta hefur aldrei, svo við vitum, verið flutt áður opinberlega og Jónas verður viðstaddur ásamt konu sinni.“ Þá er enn eitt verk óupptalið, það er Sónata ópus 40 í d-moll fyrir selló og píanó eftir Sjostakovítsj. Helga Bryndís segir upplifun fyrir sig að spila það með Gunnari því hann þekki það út og inn og hafi spilað það margoft. „Ég smitast af andagift Gunnars og flýg með, það er eins og að drekka vín sem hefur þroskast á besta hátt,“ segir hún og upplýsir að hún hafi aldrei spilað með Gunnari áður. „Nú virðist hafa verið rétti tíminn, við náðum svo vel saman,“ segir hún. „Ég hef dáðst að honum sem hljóðfæraleikara og listamanni alveg frá því ég var nemandi og það er heiður að spila með honum svona skemmtilegt prógramm.“ Sumartónleikar verða í Sigurjónssafni hvert þriðjudagskvöld fram til 15. ágúst. Kaffistofa safnsins er opin að loknum tónleikum og þar geta tónleikagestir heilsað upp á listamennina og horft yfir sundin blá.
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira