Svona verslar þú á útsölum Ritstjórn skrifar 1. júlí 2017 08:30 Glamour/Getty Nú eru útsölur verslana í fullu fjöri og oft hægt er að gera ansi góð kaup á flíkum sumarsins. En það er mikilvægt að vanda valið því leiðinlegt er að falla í þá gryfju að gera mjög léleg kaup þó að verðmiðinn sé góður fyrir budduna. Glamour ákvað að taka saman nokkur góð ráð til að hafa í huga þegar verslað er á útsölum til að gera sem bestu kaupin. 1. Ekki kaupa flíkina einungis vegna þess að hún er á útsölu. 2. Ef flíkin sem þú ert að hugsa um passar ekki við neitt annað í fataskápnum þínum, ekki kaupa hana. Þú munt mjög líklega aldrei nota hana. 3. Ef stærðin þín er ekki til, slepptu þessu. Ekki kaupa of litla stærð því þú heldur að þú munst passa í hana seinna. Það er ávísun á að flíkin mun daga uppi í fataskápnum með verðmiðanum á og enda í endurvinnslunni. 4. Vertu undirbúin, ef þú ert búin að hafa auga á einhverri flík lengi þá er tækifærið núna. Farðu yfir fataskápinn og skoðaðu hvað vantar inn? Gott er að nýta sumarfríið í að taka góða tiltekt í fataskápnum og undirbúa hann fyrir veturinn. Þá er maður með betri yfirsýn yfir hvað vantar inn. 5. Geturðu notað flíkina við fleiri en eitt tilefni og geturðu notað hana á marga vegu? 6. Leitaðu að einföldum og klassískum hlutum. Kannski ekki kaupa þér kjól með sebramynstri bara því hann er á góðu verði, ef það er ekki beint þinn stíll. 7. Skoðaðu hvað verður í tísku næstu árstíðir. Ef þú finnur til dæmis klassíska kápu fyrir haustið þá ertu að gera góð kaup. Einfaldir bolir, skyrtur og gallabuxur í klæðilegu sniði eru klassískar flíkur sem fara ekki úr tísku. Skoðaðu flíkur með yfirleitt með hærri verðmiða, eins og yfirhafnir eða leðurflíkur, því þá ertu að fá meira fyrir peninginn.Mokksínur verða áfram í tísku í vetur, fyrir bæði kynin.Nokkrar flíkur sem verða áfram í tísku í vetur samkvæmt tískupöllunum:- Einfaldir stuttermabolir- Gallabuxur- Mokkasínur- Strigaskór- Rykfrakki- Þunnir silkiklútar- Skyrtur- Kimono- Blómakjólar, sem hægt er að nota í vetur yfir buxur og undir þykkar peysur.Kimono er eitthvað sem er alltaf smart og hægt að klæða bæði upp og niður.Stuttermabolur er lykilflík í fataskápinn.Gallabuxur í góðu sniði er klassískar.Rykfrakki verður góður í haust. Mest lesið Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour 6 flottar fléttuhárgreiðslur Glamour "Að vera ennþá góður 14 árum seinna, það er sko hæfileiki“ Glamour Christopher Bailey hættur sem forstjóri Burberry Glamour Býr frítt í 350 milljón króna íbúð í New York Glamour Sarah Jessica Parker snýr aftur á skjáinn Glamour Lærðu að farða þig eins og Karlie Kloss Glamour Nýjasta auglýsing Ikea er líka óléttupróf Glamour Brosmildir gestir í opnunarpartý Bioeffect í Aurum Glamour Ralph Lauren skrifar ævisögu sína Glamour
Nú eru útsölur verslana í fullu fjöri og oft hægt er að gera ansi góð kaup á flíkum sumarsins. En það er mikilvægt að vanda valið því leiðinlegt er að falla í þá gryfju að gera mjög léleg kaup þó að verðmiðinn sé góður fyrir budduna. Glamour ákvað að taka saman nokkur góð ráð til að hafa í huga þegar verslað er á útsölum til að gera sem bestu kaupin. 1. Ekki kaupa flíkina einungis vegna þess að hún er á útsölu. 2. Ef flíkin sem þú ert að hugsa um passar ekki við neitt annað í fataskápnum þínum, ekki kaupa hana. Þú munt mjög líklega aldrei nota hana. 3. Ef stærðin þín er ekki til, slepptu þessu. Ekki kaupa of litla stærð því þú heldur að þú munst passa í hana seinna. Það er ávísun á að flíkin mun daga uppi í fataskápnum með verðmiðanum á og enda í endurvinnslunni. 4. Vertu undirbúin, ef þú ert búin að hafa auga á einhverri flík lengi þá er tækifærið núna. Farðu yfir fataskápinn og skoðaðu hvað vantar inn? Gott er að nýta sumarfríið í að taka góða tiltekt í fataskápnum og undirbúa hann fyrir veturinn. Þá er maður með betri yfirsýn yfir hvað vantar inn. 5. Geturðu notað flíkina við fleiri en eitt tilefni og geturðu notað hana á marga vegu? 6. Leitaðu að einföldum og klassískum hlutum. Kannski ekki kaupa þér kjól með sebramynstri bara því hann er á góðu verði, ef það er ekki beint þinn stíll. 7. Skoðaðu hvað verður í tísku næstu árstíðir. Ef þú finnur til dæmis klassíska kápu fyrir haustið þá ertu að gera góð kaup. Einfaldir bolir, skyrtur og gallabuxur í klæðilegu sniði eru klassískar flíkur sem fara ekki úr tísku. Skoðaðu flíkur með yfirleitt með hærri verðmiða, eins og yfirhafnir eða leðurflíkur, því þá ertu að fá meira fyrir peninginn.Mokksínur verða áfram í tísku í vetur, fyrir bæði kynin.Nokkrar flíkur sem verða áfram í tísku í vetur samkvæmt tískupöllunum:- Einfaldir stuttermabolir- Gallabuxur- Mokkasínur- Strigaskór- Rykfrakki- Þunnir silkiklútar- Skyrtur- Kimono- Blómakjólar, sem hægt er að nota í vetur yfir buxur og undir þykkar peysur.Kimono er eitthvað sem er alltaf smart og hægt að klæða bæði upp og niður.Stuttermabolur er lykilflík í fataskápinn.Gallabuxur í góðu sniði er klassískar.Rykfrakki verður góður í haust.
Mest lesið Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour 6 flottar fléttuhárgreiðslur Glamour "Að vera ennþá góður 14 árum seinna, það er sko hæfileiki“ Glamour Christopher Bailey hættur sem forstjóri Burberry Glamour Býr frítt í 350 milljón króna íbúð í New York Glamour Sarah Jessica Parker snýr aftur á skjáinn Glamour Lærðu að farða þig eins og Karlie Kloss Glamour Nýjasta auglýsing Ikea er líka óléttupróf Glamour Brosmildir gestir í opnunarpartý Bioeffect í Aurum Glamour Ralph Lauren skrifar ævisögu sína Glamour