Af hverju fellur ávöxtun skuldabréfa þegar seðlabanki hækkar vexti? 21. júní 2017 09:00 Í síðustu viku hækkaði Seðlabanki Bandaríkjanna stýrivexti sína um 0,25 prósent til viðbótar. Það var önnur vaxtahækkun Seðlabankans á þessu ári. Fyrri vaxtahækkunin var 15. mars. Þeir sem fylgjast með fjármálamörkuðunum hafa hins vegar tekið eftir nokkru áhugaverðu sem hefur átt sér stað eftir stýrivaxtahækkunina í mars – í stað þess að hækka, hefur ávöxtun skuldabréfa dalað í kjölfar vaxtahækkana Seðlabankans. Reyndar hefur ávöxtun 10 ára bandarískra ríkisskuldabréfa lækkað næstum jafnmikið og Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti sína um síðan í mars – um það bil 0,50 prósentustig. Af hverju ætli það sé? Ættum við ekki að gera ráð fyrir að skuldabréfaávöxtun hækki þegar Seðlabankinn hækkar vexti? Reyndar ekki – eða öllu heldur: Áhrif vaxtahækkana Seðlabankans fara eftir því hvort þær hafa áhrif á verðbólguvæntingar eða ekki. Þegar allt kemur til alls endurspeglar ávöxtun skuldabréfa – sérstaklega skuldabréfa til langs tíma – væntingar markaðanna um verðbólgu og hagvöxt. Þannig að ef peningamálastefnan er hert ættum við að búast við að það sjáist á verðbólguvæntingum markaðanna, sem aftur ætti að sjást á skuldabréfaávöxtuninni. Og það er reyndar þetta sem hefur keyrt niður ávöxtun bandarískra skuldabréfa síðan í mars. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur komið fjármálamarkaðnum á óvart með því að herða peningamarkaðsskilyrðin meira en búist var við og þess vegna höfum við séð verðbólguvæntingar markaðarins lækka frekar mikið síðan í mars. Reyndar getur lækkunin á verðbólguvæntingum markaðarins, sem við getum séð á svokölluðum verðtryggðum skuldabréfum, útskýrt að fullu lækkunina á ávöxtun 10 ára skuldabréfa í Bandaríkjunum síðan í mars. Það er því ekki um neina „skuldabréfaráðgátu“ að ræða eins og sumir vilja vera láta heldur er þetta einmitt það sem við var að búast. En við ættum líka að taka eftir því að verðbólguvæntingar í Bandaríkjunum eru nú þó nokkuð fyrir neðan opinbert 2 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabanka Bandaríkjanna. Með öðrum orðum virðist Seðlabankinn hafa hækkað stýrivextina of fljótt þar sem það hefur valdið því að verðbólguvæntingar hafa færst frá verðbólgumarkmiðinu í staðinn fyrir að því. Þar að auki sendir svokallaður ávöxtunarferill – mismunurinn á 2 ára og 10 ára skuldabréfaávöxtun – viðvörunarmerki. Þannig hefur ávöxtunarferillinn verið að „fletjast“ síðan í mars, þ.e.a.s. 2 ára ávöxtun hefur aukist samanborið við 10 ára ávöxtun. Tíu ára skuldabréfaávöxtun er enn meiri en 2 ára ávöxtun en ef Seðlabankinn hækkar stýrivexti einu sinni enn árið 2018 er mjög líklegt að ávöxtunarferillinn snúist við þannig að 10 ára ávöxtunin fari niður fyrir 2 ára ávöxtun og það hefur í gegnum tíðina verið mjög áreiðanleg vísbending um samdrátt í Bandaríkjunum. Niðurstaðan er því þessi: Það má vera að Janet Yellen seðlabankastjóri vilji hækka stýrivexti enn frekar 2018 en skuldabréfamarkaðurinn er greinilega að segja henni að fresta vaxtahækkunum ef hún vill forðast samdrátt í Bandaríkjunum.Lars Christensen, alþjóðahagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Í síðustu viku hækkaði Seðlabanki Bandaríkjanna stýrivexti sína um 0,25 prósent til viðbótar. Það var önnur vaxtahækkun Seðlabankans á þessu ári. Fyrri vaxtahækkunin var 15. mars. Þeir sem fylgjast með fjármálamörkuðunum hafa hins vegar tekið eftir nokkru áhugaverðu sem hefur átt sér stað eftir stýrivaxtahækkunina í mars – í stað þess að hækka, hefur ávöxtun skuldabréfa dalað í kjölfar vaxtahækkana Seðlabankans. Reyndar hefur ávöxtun 10 ára bandarískra ríkisskuldabréfa lækkað næstum jafnmikið og Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti sína um síðan í mars – um það bil 0,50 prósentustig. Af hverju ætli það sé? Ættum við ekki að gera ráð fyrir að skuldabréfaávöxtun hækki þegar Seðlabankinn hækkar vexti? Reyndar ekki – eða öllu heldur: Áhrif vaxtahækkana Seðlabankans fara eftir því hvort þær hafa áhrif á verðbólguvæntingar eða ekki. Þegar allt kemur til alls endurspeglar ávöxtun skuldabréfa – sérstaklega skuldabréfa til langs tíma – væntingar markaðanna um verðbólgu og hagvöxt. Þannig að ef peningamálastefnan er hert ættum við að búast við að það sjáist á verðbólguvæntingum markaðanna, sem aftur ætti að sjást á skuldabréfaávöxtuninni. Og það er reyndar þetta sem hefur keyrt niður ávöxtun bandarískra skuldabréfa síðan í mars. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur komið fjármálamarkaðnum á óvart með því að herða peningamarkaðsskilyrðin meira en búist var við og þess vegna höfum við séð verðbólguvæntingar markaðarins lækka frekar mikið síðan í mars. Reyndar getur lækkunin á verðbólguvæntingum markaðarins, sem við getum séð á svokölluðum verðtryggðum skuldabréfum, útskýrt að fullu lækkunina á ávöxtun 10 ára skuldabréfa í Bandaríkjunum síðan í mars. Það er því ekki um neina „skuldabréfaráðgátu“ að ræða eins og sumir vilja vera láta heldur er þetta einmitt það sem við var að búast. En við ættum líka að taka eftir því að verðbólguvæntingar í Bandaríkjunum eru nú þó nokkuð fyrir neðan opinbert 2 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabanka Bandaríkjanna. Með öðrum orðum virðist Seðlabankinn hafa hækkað stýrivextina of fljótt þar sem það hefur valdið því að verðbólguvæntingar hafa færst frá verðbólgumarkmiðinu í staðinn fyrir að því. Þar að auki sendir svokallaður ávöxtunarferill – mismunurinn á 2 ára og 10 ára skuldabréfaávöxtun – viðvörunarmerki. Þannig hefur ávöxtunarferillinn verið að „fletjast“ síðan í mars, þ.e.a.s. 2 ára ávöxtun hefur aukist samanborið við 10 ára ávöxtun. Tíu ára skuldabréfaávöxtun er enn meiri en 2 ára ávöxtun en ef Seðlabankinn hækkar stýrivexti einu sinni enn árið 2018 er mjög líklegt að ávöxtunarferillinn snúist við þannig að 10 ára ávöxtunin fari niður fyrir 2 ára ávöxtun og það hefur í gegnum tíðina verið mjög áreiðanleg vísbending um samdrátt í Bandaríkjunum. Niðurstaðan er því þessi: Það má vera að Janet Yellen seðlabankastjóri vilji hækka stýrivexti enn frekar 2018 en skuldabréfamarkaðurinn er greinilega að segja henni að fresta vaxtahækkunum ef hún vill forðast samdrátt í Bandaríkjunum.Lars Christensen, alþjóðahagfræðingur.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun