Ólíkar niðurstöður í áþekkum málum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 22. júní 2017 07:00 Hæstiréttur Íslands hefur sakfellt fyrir markaðsmisnotkun í nokkrum stórum sakamálum á undanförnum árum. Skilgreining hugtaksins virðist þó vera nokkuð á reiki í dómaframkvæmd. vísir/gva Af dómaframkvæmd á Norðurlöndunum má ráða að hugtakið markaðsmisnotkun sé skilgreint með of víðtækum hætti sem endurspeglast meðal annars í því að dómstólar ríkjanna hafa komist að ólíkum niðurstöðum í áþekkum markaðsmisnotkunarmálum. Til dæmis hafa dómstólar í Danmörku sýknað í málum sem varða kaup á eigin hlutabréfum á sama tíma og Hæstiréttur Íslands hefur sakfellt fyrir svipaða háttsemi. Þetta segir Andri Fannar Bergþórsson, sem lauk nýlega doktorsprófi frá lagadeild Kaupmannahafnarháskóla á sviði fjármagnsmarkaðsréttar, en doktorsritgerð hans fjallaði um markaðsmisnotkun. Andri Fannar tók nýlega við stöðu sérfræðings við lagadeild Háskólans í Reykjavík, þar sem hann mun sinna kennslu og rannsóknum á sviði fjármagnsmarkaðsréttar og félagaréttar. Áður hafði hann starfað hjá Fjármálaeftirlitinu og embætti sérstaks saksóknara þar sem hann kom meðal annars að rannsókn og saksókn mála sem vörðuðu markaðsmisnotkun og innherjasvik. Í doktorsritgerðinni skoðaði hann ítarlega alla dóma á efri dómstigum Norðurlandanna, þar sem reynt hefur verið á ákvæði um markaðsmisnotkun, alls um 65 dóma. Frá 2005 hafa ríki innan EES-svæðisins haft sambærilegt markaðsmisnotkunarákvæði í sinni löggjöf, en það var þó ekki fyrr en í kjölfar fjármálakreppunnar árið 2008 að það fór að reyna almennilega á ákvæðin. Sem dæmi var eina dómafordæmið í íslenskum rétti fram til ársins 2011 héraðsdómur frá 2003. Nokkrir dómar hafa fallið á undanförnum árum, sem fjölluðu meðal annars um kaup gömlu bankanna á eigin bréfum fyrir hrun, og má segja að dómaframkvæmdin sé öll að skýrast.Andri Fannar Bergþórsson, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík„Við byggjum okkar reglur á Evrópulöggjöf. Hugmyndin var sú að greina nákvæmlega hvað skilji á milli markaðsmisnotkunar og annarrar hegðunar á markaði. Hvað gerir hegðun að markaðsmisnotkun og hvað ekki?“ segir hann. Skilgreiningin á markaðsmisnotkun sé ítarleg, en vísi til alls konar hugtaka sem séu opin og matskennd, svo sem „óeðlilegt verð“, „rangar upplýsingar“ og „sýndarmennska“, svo dæmi séu tekin. Ein helsta niðurstaða ritgerðarinnar er að forsenda þess að háttsemi teljist til markaðsmisnotkunar sé að hún veiti markaðinum rangar eða misvísandi upplýsingar. Háttsemin þarf með öðrum orðum að vera blekkjandi. Sé því skilyrði ekki fullnægt telst háttsemin ekki markaðsmisnotkun, jafnvel þó hún sé að einhverju leyti siðferðilega ámælisverð. „Mitt framlag var að skýra hugtakið betur og draga fram þessi tvö skilyrði: að um sé að ræða ranga eða misvísandi upplýsingagjöf til markaðarins og að sú upplýsingagjöf sé líkleg til að hafa áhrif á virði fjármálagernings. Slíkt viðmið ætti að stuðla að því að aðilar á markaði átti sig betur á því hvaða hegðun fellur undir bannið við markaðsmisnotkun,“ segir hann. Andri Fannar segist hafa komist að því í rannsókninni hve mismunandi framkvæmdin hjá dómstólum á Norðurlöndum sé. „Það sýnir hve matskennt þetta er. Á sama tíma og sakfellt var fyrir markaðsmisnotkun hjá gömlu bönkunum hér á landi var til dæmis sýknað í áþekkum málum í Danmörku sem vörðuðu kaup EBH bankans á eigin bréfum. Eftir að ég skilaði inn doktorsritgerðinni í febrúar féll reyndar dómur í Danmörku þar sem sakfellt var fyrir sams konar háttsemi í svokölluðu Parken-máli.“ Ríkin byggi á svipaðri skilgreiningu á markaðsmisnotkun, en engu að síður sé misjafnt hvernig dómstólarnir líta á hugtakið. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Af dómaframkvæmd á Norðurlöndunum má ráða að hugtakið markaðsmisnotkun sé skilgreint með of víðtækum hætti sem endurspeglast meðal annars í því að dómstólar ríkjanna hafa komist að ólíkum niðurstöðum í áþekkum markaðsmisnotkunarmálum. Til dæmis hafa dómstólar í Danmörku sýknað í málum sem varða kaup á eigin hlutabréfum á sama tíma og Hæstiréttur Íslands hefur sakfellt fyrir svipaða háttsemi. Þetta segir Andri Fannar Bergþórsson, sem lauk nýlega doktorsprófi frá lagadeild Kaupmannahafnarháskóla á sviði fjármagnsmarkaðsréttar, en doktorsritgerð hans fjallaði um markaðsmisnotkun. Andri Fannar tók nýlega við stöðu sérfræðings við lagadeild Háskólans í Reykjavík, þar sem hann mun sinna kennslu og rannsóknum á sviði fjármagnsmarkaðsréttar og félagaréttar. Áður hafði hann starfað hjá Fjármálaeftirlitinu og embætti sérstaks saksóknara þar sem hann kom meðal annars að rannsókn og saksókn mála sem vörðuðu markaðsmisnotkun og innherjasvik. Í doktorsritgerðinni skoðaði hann ítarlega alla dóma á efri dómstigum Norðurlandanna, þar sem reynt hefur verið á ákvæði um markaðsmisnotkun, alls um 65 dóma. Frá 2005 hafa ríki innan EES-svæðisins haft sambærilegt markaðsmisnotkunarákvæði í sinni löggjöf, en það var þó ekki fyrr en í kjölfar fjármálakreppunnar árið 2008 að það fór að reyna almennilega á ákvæðin. Sem dæmi var eina dómafordæmið í íslenskum rétti fram til ársins 2011 héraðsdómur frá 2003. Nokkrir dómar hafa fallið á undanförnum árum, sem fjölluðu meðal annars um kaup gömlu bankanna á eigin bréfum fyrir hrun, og má segja að dómaframkvæmdin sé öll að skýrast.Andri Fannar Bergþórsson, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík„Við byggjum okkar reglur á Evrópulöggjöf. Hugmyndin var sú að greina nákvæmlega hvað skilji á milli markaðsmisnotkunar og annarrar hegðunar á markaði. Hvað gerir hegðun að markaðsmisnotkun og hvað ekki?“ segir hann. Skilgreiningin á markaðsmisnotkun sé ítarleg, en vísi til alls konar hugtaka sem séu opin og matskennd, svo sem „óeðlilegt verð“, „rangar upplýsingar“ og „sýndarmennska“, svo dæmi séu tekin. Ein helsta niðurstaða ritgerðarinnar er að forsenda þess að háttsemi teljist til markaðsmisnotkunar sé að hún veiti markaðinum rangar eða misvísandi upplýsingar. Háttsemin þarf með öðrum orðum að vera blekkjandi. Sé því skilyrði ekki fullnægt telst háttsemin ekki markaðsmisnotkun, jafnvel þó hún sé að einhverju leyti siðferðilega ámælisverð. „Mitt framlag var að skýra hugtakið betur og draga fram þessi tvö skilyrði: að um sé að ræða ranga eða misvísandi upplýsingagjöf til markaðarins og að sú upplýsingagjöf sé líkleg til að hafa áhrif á virði fjármálagernings. Slíkt viðmið ætti að stuðla að því að aðilar á markaði átti sig betur á því hvaða hegðun fellur undir bannið við markaðsmisnotkun,“ segir hann. Andri Fannar segist hafa komist að því í rannsókninni hve mismunandi framkvæmdin hjá dómstólum á Norðurlöndum sé. „Það sýnir hve matskennt þetta er. Á sama tíma og sakfellt var fyrir markaðsmisnotkun hjá gömlu bönkunum hér á landi var til dæmis sýknað í áþekkum málum í Danmörku sem vörðuðu kaup EBH bankans á eigin bréfum. Eftir að ég skilaði inn doktorsritgerðinni í febrúar féll reyndar dómur í Danmörku þar sem sakfellt var fyrir sams konar háttsemi í svokölluðu Parken-máli.“ Ríkin byggi á svipaðri skilgreiningu á markaðsmisnotkun, en engu að síður sé misjafnt hvernig dómstólarnir líta á hugtakið.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira