Medalíu á ökukennara Benedikt Bóas skrifar 27. júní 2017 07:00 Ökukennarar hljóta að vera versta starfsstétt landsins. Það eru svo ævintýralega margir bílstjórar í umferðinni sem eru vondir ökumenn. Þeir verstu eru þeir sem hafa farið tvisvar í gegnum ökuskóla, nefnilega þeir sem hafa réttindi á rútur og flutningabíla. Ég keyrði norður í land fyrir helgi og þar eru margar rútur og margir trukkar á ferli. Þeir sem vinna við það að keyra stóra bíla, þeir eru verstu ökumennirnir. Dæmin eru endalaus. Ég byrjaði að gefa þessu gaum þegar við félagarnir náðum ekki Strætóvagni sem var á leiðinni niður Öxnadalsheiðina. Samt vorum við vel yfir 100 km/klst. Skyndilega fór ég að taka eftir hegðun ökumanna af meiri athygli. Og ég fór að velta fyrir mér ökukennslu á Íslandi. Er öllum bara hleypt í gegn? Er ekkert eftirlit með því hvað ökukennari er að kenna? Umferðarmenning í Reykjavík er trúlega ein sú ömurlegasta í heimi. Allir tala í símann og enginn gefur stefnuljós. Enginn tekur tillit og allir eru að drífa sig. Hvar í heiminum er fólk á vinstri akrein sem er á löglegum hraða? Svona mætti lengi telja. Erlendis, þar sem ég hef sest undir stýri, þar virðast hlutirnir ganga alveg ágætlega. Það er fátt ömurlegra en að sjá ökukennara vera að tala í símann sinn svo drullusama um nemandann. Ég var reyndar feginn því þegar minn fyrsti ökukennari fór í símann því hann var dæmdur barnaperri og mér leið alveg hrikalega með honum aleinn í bíl. Kannski hefur það áhrif. En mér finnst ökukennarar mega fá verðlaun fyrir að útskrifa svona marga lélega bílstjóra. Til hamingju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun
Ökukennarar hljóta að vera versta starfsstétt landsins. Það eru svo ævintýralega margir bílstjórar í umferðinni sem eru vondir ökumenn. Þeir verstu eru þeir sem hafa farið tvisvar í gegnum ökuskóla, nefnilega þeir sem hafa réttindi á rútur og flutningabíla. Ég keyrði norður í land fyrir helgi og þar eru margar rútur og margir trukkar á ferli. Þeir sem vinna við það að keyra stóra bíla, þeir eru verstu ökumennirnir. Dæmin eru endalaus. Ég byrjaði að gefa þessu gaum þegar við félagarnir náðum ekki Strætóvagni sem var á leiðinni niður Öxnadalsheiðina. Samt vorum við vel yfir 100 km/klst. Skyndilega fór ég að taka eftir hegðun ökumanna af meiri athygli. Og ég fór að velta fyrir mér ökukennslu á Íslandi. Er öllum bara hleypt í gegn? Er ekkert eftirlit með því hvað ökukennari er að kenna? Umferðarmenning í Reykjavík er trúlega ein sú ömurlegasta í heimi. Allir tala í símann og enginn gefur stefnuljós. Enginn tekur tillit og allir eru að drífa sig. Hvar í heiminum er fólk á vinstri akrein sem er á löglegum hraða? Svona mætti lengi telja. Erlendis, þar sem ég hef sest undir stýri, þar virðast hlutirnir ganga alveg ágætlega. Það er fátt ömurlegra en að sjá ökukennara vera að tala í símann sinn svo drullusama um nemandann. Ég var reyndar feginn því þegar minn fyrsti ökukennari fór í símann því hann var dæmdur barnaperri og mér leið alveg hrikalega með honum aleinn í bíl. Kannski hefur það áhrif. En mér finnst ökukennarar mega fá verðlaun fyrir að útskrifa svona marga lélega bílstjóra. Til hamingju.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun