Klúður á Alþingi lamar endurupptökunefnd Snærós Sindradóttir skrifar 27. júní 2017 06:00 Björn L. Bergsson formaður endurupptökunefndar. vísir/gva Endurupptökunefnd er óstarfhæf þar til Alþingi kemur saman á ný um miðjan september næstkomandi. Skipan nefndarmanns í endurupptökunefnd rann út 16. maí síðastliðinn en Alþingi gleymdi að skipa nýjan nefndarmann í stað hans fyrir þingrof. „Það gerist ekkert fyrr en Alþingi finnur út úr þessu. Ég veit ekki alveg hvar svartipétur liggur en það er alveg ljóst að þetta gleymdist,“ segir Björn L. Bergsson, formaður endurupptökunefndar. Eftir miðnætti á lokadegi Alþingis samþykkti Alþingi hins vegar tilnefningu Hauks Arnar Birgissonar í nefndina og er hann skráður nefndarmaður á heimasíðu Alþingis. Það er hins vegar misskilningur. Endurupptökunefnd bað Alþingi um að samþykkja tímabundna skipan Hauks Arnar í nefndina, fyrst í janúar og síðar í mars, til að bregðast við vanhæfi Ásgerðar Ragnarsdóttur í þremur málum sem fyrir endurupptökunefnd komu. Alþingi tók þá beiðni nefndarinnar hins vegar ekki fyrir fyrr en á lokadegi þings. Í tillögunni kemur þó skýrt fram að Haukur sé skipaður tímabundið í stað Ásgerðar en sú samþykkt gengur þvert á þá staðreynd að tími Ásgerðar í nefndinni var liðinn og því ekki hægt að skipa í stað hennar. Aldrei stóð til að Haukur yrði fullgildur nefndarmaður. Björn segir ekki ljóst hver hefði átt að passa upp á nýja skipan í nefndina en Alþingi tilnefnir einn nefndarmann af þremur í nefndina og dómsmálaráðuneytið skipar hina. Ekki fengust skýr svör frá Alþingi og ráðuneytinu við vinnslu fréttarinnar um hvar ábyrgðin liggur. „Við erum búin að koma því á framfæri við ráðuneytið að við þessar aðstæður er nefndin ekki fullmönnuð og því beint til ráðuneytisins að hlutast til um að Alþingi kjósi nefndarmann við fyrsta tækifæri,“ segir Björn. Samkvæmt vef Alþingis kemur þing saman aftur 12. september. Endurupptökunefnd hefur hins vegar verið óstarfhæf frá 16. maí og allt stefnir því í að hún afgreiði engin mál í fjóra mánuði. Björn segir að nú þegar bíði um tíu mál afgreiðslu hjá nefndinni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Endurupptökunefnd er óstarfhæf þar til Alþingi kemur saman á ný um miðjan september næstkomandi. Skipan nefndarmanns í endurupptökunefnd rann út 16. maí síðastliðinn en Alþingi gleymdi að skipa nýjan nefndarmann í stað hans fyrir þingrof. „Það gerist ekkert fyrr en Alþingi finnur út úr þessu. Ég veit ekki alveg hvar svartipétur liggur en það er alveg ljóst að þetta gleymdist,“ segir Björn L. Bergsson, formaður endurupptökunefndar. Eftir miðnætti á lokadegi Alþingis samþykkti Alþingi hins vegar tilnefningu Hauks Arnar Birgissonar í nefndina og er hann skráður nefndarmaður á heimasíðu Alþingis. Það er hins vegar misskilningur. Endurupptökunefnd bað Alþingi um að samþykkja tímabundna skipan Hauks Arnar í nefndina, fyrst í janúar og síðar í mars, til að bregðast við vanhæfi Ásgerðar Ragnarsdóttur í þremur málum sem fyrir endurupptökunefnd komu. Alþingi tók þá beiðni nefndarinnar hins vegar ekki fyrir fyrr en á lokadegi þings. Í tillögunni kemur þó skýrt fram að Haukur sé skipaður tímabundið í stað Ásgerðar en sú samþykkt gengur þvert á þá staðreynd að tími Ásgerðar í nefndinni var liðinn og því ekki hægt að skipa í stað hennar. Aldrei stóð til að Haukur yrði fullgildur nefndarmaður. Björn segir ekki ljóst hver hefði átt að passa upp á nýja skipan í nefndina en Alþingi tilnefnir einn nefndarmann af þremur í nefndina og dómsmálaráðuneytið skipar hina. Ekki fengust skýr svör frá Alþingi og ráðuneytinu við vinnslu fréttarinnar um hvar ábyrgðin liggur. „Við erum búin að koma því á framfæri við ráðuneytið að við þessar aðstæður er nefndin ekki fullmönnuð og því beint til ráðuneytisins að hlutast til um að Alþingi kjósi nefndarmann við fyrsta tækifæri,“ segir Björn. Samkvæmt vef Alþingis kemur þing saman aftur 12. september. Endurupptökunefnd hefur hins vegar verið óstarfhæf frá 16. maí og allt stefnir því í að hún afgreiði engin mál í fjóra mánuði. Björn segir að nú þegar bíði um tíu mál afgreiðslu hjá nefndinni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira