Tesla Roadster verður undir 2 sek. í 100 Finnur Thorlacius skrifar 14. júní 2017 15:49 Svona gæti nýr Tesla Roadster litið út. Elon Musk forstjóri Tesla hefur viðurkennt að enn séu nokkur ár í Tesla Roadster þó hann sé á teikniborðinu. Þó hefur frést af þessum fyrirhugaða endurlífgaða bíl Tesla og til dæmis það að meiningin sé að hann verði undir 2 sekúndur í 100 km hraða. Tesla Roadster á að koma með „Maximum Plaid mode“ sem mun verða ennþá bilaðri stilling á aflrás bílsins en finnst í „Ludicrus mode“ í Tesla Model S bílnum. Hann kemst í 100 km hraða á 2,5 sekúndum. Elon Musk segir að það verði skemmtilegt markmið að útfæra bílinn þannig að hann verði undir 2 sekúndur í 100 km hraða, en fátt virðist ómögulegt þegar kemur að bílum Tesla og þar á bæ hefur hingað til engu verið logið um upptöku bíla Tesla. Hann bætti því reyndar við að fátt væri unnið með þessu markmiði nema að það tækist á bílnum á þeim dekkjum sem almenningur keypti hann með, ekki sérstökum spyrnudekkjum. Áður hefur verið haft eftir Elon Musk að Tesla Roadster yrði örugglega sneggsti Tesla bíllinn hingað til. Það virðist ætla að standa. Tesla Roadster verður að miklu leiti byggður á Model 3 bílnum og með marga íhluti sameiginlega. Líklegast er að Tesla Roadster komi á markað árið 2019. Í plani Tesla er einnig að markaðssetja pallbíl, lítinn jeppling og fólksflutningabíl, að sjálfsögðu alla eingöngu drifna áfram með rafmagni. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent
Elon Musk forstjóri Tesla hefur viðurkennt að enn séu nokkur ár í Tesla Roadster þó hann sé á teikniborðinu. Þó hefur frést af þessum fyrirhugaða endurlífgaða bíl Tesla og til dæmis það að meiningin sé að hann verði undir 2 sekúndur í 100 km hraða. Tesla Roadster á að koma með „Maximum Plaid mode“ sem mun verða ennþá bilaðri stilling á aflrás bílsins en finnst í „Ludicrus mode“ í Tesla Model S bílnum. Hann kemst í 100 km hraða á 2,5 sekúndum. Elon Musk segir að það verði skemmtilegt markmið að útfæra bílinn þannig að hann verði undir 2 sekúndur í 100 km hraða, en fátt virðist ómögulegt þegar kemur að bílum Tesla og þar á bæ hefur hingað til engu verið logið um upptöku bíla Tesla. Hann bætti því reyndar við að fátt væri unnið með þessu markmiði nema að það tækist á bílnum á þeim dekkjum sem almenningur keypti hann með, ekki sérstökum spyrnudekkjum. Áður hefur verið haft eftir Elon Musk að Tesla Roadster yrði örugglega sneggsti Tesla bíllinn hingað til. Það virðist ætla að standa. Tesla Roadster verður að miklu leiti byggður á Model 3 bílnum og með marga íhluti sameiginlega. Líklegast er að Tesla Roadster komi á markað árið 2019. Í plani Tesla er einnig að markaðssetja pallbíl, lítinn jeppling og fólksflutningabíl, að sjálfsögðu alla eingöngu drifna áfram með rafmagni.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent