Hjólafólk vill hjóla í atvinnubílstjóra Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2017 13:45 Gísli Ásgeirsson er meðal þess hjólafólks sem hefur minna en engan húmor fyrir hinum hráslagalegu ummælum og segir þetta viðhorf smitandi, fleiri en ella mun þykja fyndið að hrella hjólreiðafólk á einhvern hátt. Verulegt uppnám er nú í Facebook-hópi hjólafólks – Reiðhjólabændur – vegna ummæla sem féllu í öðrum Facebookhópi hvar atvinnubílstjórar koma saman og ræða sín mál. Hjólafólkið bókstaflega hjólar í bílstjórana og sakar þá um morðhótanir í besta falli afar ósmekklegt grín. Lagt er til að bílstjórarnir verði kærðir fyrir ummælin. Hin umdeildu ummæli féllu í Facebook-hópnum Vörubílar og flutningabílar. Og eru svohljóðandi en bílstjórarnir eru að ræða sín á milli um frétt sem tengist WOW Cyclothon, sem verður yfirstandandi í næstu viku, dagana 20. til 23 júní. Um er að ræða stærstu götuhjólakeppni sem haldin er hér á landi og er búist við vel á annað þúsund reiðhjólamönnum á þjóðvegi eitt. Vörubílsstjórum líst ekki á blikuna og telja að ástandið á vegum úti verði erfitt meðan sú keppni stendur yfir:Mörgu hjólafólki er brugðið vegna hinna hráslagalegu ummæla, telur að um morðhótun sé að ræða og slíkt beri að tilkynna til lögreglu, „ekkert annað en internetsmorðhótanir! Það að geta haft það í sér að skrifa svona á netið er nógu slæmt, ég trúi svona aðilum til að keyra of nálægt hjólandi fólki til að kenna þeim lexsíu. Sem gæti orðið of sorgleg lexsía,“ segir María Ögn Guðmundsdóttir. Einhverjir eru til að benda á að þetta eigi væntanlega að vera fyndið hjá bílstjórunum en aðrir segja það bara engu skipta, þau hafi engan húmor fyrir þessu. Þetta sé ekki fyndið og það sem meira er, þarna undir búi viðhorf og það viðhorf sé lífshættulegt. Gísli Ásgeirsson þýðandi og hjólamaður vekur athygli á þessu. Hann segir: „Þetta er birtingarform ákveðins viðhorfs, á að vera sett fram í hálfkæringi og höfundar munu varla viðurkenna annað. Í reynd láta svona menn sér nægja að fara mjög nálægt hjólreiðafólki við framúrakstur og sveigja inn á veginn fyrir framan við fyrsta tækifæri. Þetta viðhorf er smitandi og fleiri en ella mun þykja fyndið að hrella hjólreiðafólk á einhvern hátt. Við getum andæft eða látið eiga sig. Okkar er valið.“Lögreglan lítur á þetta sem ósmekklegt grín Uppfært 14:20 Einhverjir hjólamenn hafa þegar sent þessi ummæli á Facebooksíðu lögreglunnar á höfuðborg og hafa fengið þau svör þar að þetta teljist tæplega hótanir, þó ósmekkleg megi ummælin heita: „Þetta er sannarlega ósmekklegt en tæpast hótanir. Við höfum þetta bak við eyrað. Kveðja, ÞI“ Wow Cyclothon Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Verulegt uppnám er nú í Facebook-hópi hjólafólks – Reiðhjólabændur – vegna ummæla sem féllu í öðrum Facebookhópi hvar atvinnubílstjórar koma saman og ræða sín mál. Hjólafólkið bókstaflega hjólar í bílstjórana og sakar þá um morðhótanir í besta falli afar ósmekklegt grín. Lagt er til að bílstjórarnir verði kærðir fyrir ummælin. Hin umdeildu ummæli féllu í Facebook-hópnum Vörubílar og flutningabílar. Og eru svohljóðandi en bílstjórarnir eru að ræða sín á milli um frétt sem tengist WOW Cyclothon, sem verður yfirstandandi í næstu viku, dagana 20. til 23 júní. Um er að ræða stærstu götuhjólakeppni sem haldin er hér á landi og er búist við vel á annað þúsund reiðhjólamönnum á þjóðvegi eitt. Vörubílsstjórum líst ekki á blikuna og telja að ástandið á vegum úti verði erfitt meðan sú keppni stendur yfir:Mörgu hjólafólki er brugðið vegna hinna hráslagalegu ummæla, telur að um morðhótun sé að ræða og slíkt beri að tilkynna til lögreglu, „ekkert annað en internetsmorðhótanir! Það að geta haft það í sér að skrifa svona á netið er nógu slæmt, ég trúi svona aðilum til að keyra of nálægt hjólandi fólki til að kenna þeim lexsíu. Sem gæti orðið of sorgleg lexsía,“ segir María Ögn Guðmundsdóttir. Einhverjir eru til að benda á að þetta eigi væntanlega að vera fyndið hjá bílstjórunum en aðrir segja það bara engu skipta, þau hafi engan húmor fyrir þessu. Þetta sé ekki fyndið og það sem meira er, þarna undir búi viðhorf og það viðhorf sé lífshættulegt. Gísli Ásgeirsson þýðandi og hjólamaður vekur athygli á þessu. Hann segir: „Þetta er birtingarform ákveðins viðhorfs, á að vera sett fram í hálfkæringi og höfundar munu varla viðurkenna annað. Í reynd láta svona menn sér nægja að fara mjög nálægt hjólreiðafólki við framúrakstur og sveigja inn á veginn fyrir framan við fyrsta tækifæri. Þetta viðhorf er smitandi og fleiri en ella mun þykja fyndið að hrella hjólreiðafólk á einhvern hátt. Við getum andæft eða látið eiga sig. Okkar er valið.“Lögreglan lítur á þetta sem ósmekklegt grín Uppfært 14:20 Einhverjir hjólamenn hafa þegar sent þessi ummæli á Facebooksíðu lögreglunnar á höfuðborg og hafa fengið þau svör þar að þetta teljist tæplega hótanir, þó ósmekkleg megi ummælin heita: „Þetta er sannarlega ósmekklegt en tæpast hótanir. Við höfum þetta bak við eyrað. Kveðja, ÞI“
Wow Cyclothon Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira