Hugvit er auðlind Hrund Gunnsteinsdottir skrifar 2. júní 2017 16:26 Jarðvegurinn fyrir nýsköpun drifna áfram af tækniþróun og vísindarannsóknum á Íslandi er vægast sagt frjór. Þar ægir saman þekkingu og hugmyndaauðgi einstaklinga úr ólíkum geirum og sérgreinum. Heimurinn er að taka gríðarlegum breytingum með tilkomu hnattvæðingar og tækniþróunar. Við erum að renna inn í skeið Fjórðu iðnbyltingarinnar þar sem við tölum ekki lengur um hraðar breytingar, heldur hröðun breytinga. Vegna þessara breytinga er ekkert svið samfélagsins undanskilið endurskoðun til að svara kalli tímans og skapa sem mannúðlegastan og sjálfbærastan farveg fyrir daginn í dag og komandi kynslóðir. Þar spila nýsköpun og tækniþróun lykilhlutverk. Í slíkum heimi er hugvitið ein helsta auðlindin.Vorfundur og uppskeruhátíð Þann 6. júní blæs Tækniþróunarsjóður til vorfundar á Kex Hostel, þar sem við fögnum nýjum styrkþegum og hlustum á áhugaverð erindi í heimi nýsköpunar og tækniþróunar. Vorúthlutun Tækniþróunarsjóðs nemur allt að 800 m.kr. að þessu sinni, en 51 fyrirtæki, stofnunum og háskólum er boðið að ganga til samninga um verkefnisstyrki. Þar að auki hafa 20 einstaklingar í styrktarflokknum Fræ hlotið undirbúningssstyrki fyrir samtals 30 m.kr. Almennum verkefnisstyrkjum er úthlutað til lögaðila. Verkefnisstjóri er ábyrgðarmaður gagnvart sjóðnum og eru konur þriðjungur þeirra. Yfir 90% lögaðila eru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er gerð krafa um að styrkþegar að undirbúningsstyrkjum (Fræ) séu lögaðilar. Konur stýra þar 30% verkefna og er skiptingin eftir landshlutum hin sama.Fyrir allt atvinnulífið Tækniþróunarsjóður veitir styrki til einstaklinga, stofnana, lítilla og meðalstórra fyrirtækja á öllum sviðum íslensks atvinnulífs. Verkefnin eiga það sameiginlegt að stuðla að þróunarstarfi og rannsóknum á sviðið tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Umsóknir í Tækniþróunarsjóð koma frá öllum sviðum samfélagsins og þurfa að uppfylla ströng umsóknarskilyrði sjóðsins. Styrkþegar koma því úr ólíkum geirum eins og matvælaiðnaði, bygginga- og mannvirkjagerð, ferðaþjónustu, upplýsingatækni, afþreyingu, menntun, menningu, efnistækni, heilbrigðis- og velferðaþjónustu, orkugeira, sjávarlíftækni, jarðvarma, listum, hönnun og svona mætti áfram telja.Vísindi og listir renna saman Calmus er væntanlegt á almennan markað á næstunni, en það fékk veglegan styrk úr sjóðnum fyrir 4 árum síðan. Calmus forritið er gott dæmi um þverfaglegt samspil listgreina, raunvísinda, upplýsingatækni og afþreyingar. Calmus er þróað í samstarfi við fjölmarga aðila, eins og Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Listaháskólann, Háskólann í Álaborg og CCP. Tónskáldið Kjartan Ólafsson er höfundur Calmus, en Calmus-verkefnið er afsprengi doktorsverkefnis hans. Calmus er notendavænt fyrir breiðan hóp fólks sem hefur áhuga á að búa til tónlist, nýtist í kennslu og er til að mynda notað á dýnamískan hátt í tölvuleikjum.Háskólarannsóknir verða að alþjóðlegum fyrirtækjum Oculis ehf. var eitt tveggja fyrirtækja sem fékk öndvegisstyrk Tækniþróunarsjóðs í byrjun þessa árs. Oculis er nýsköpunarfyrirtæki sem vinnur að þróun nýrra augnlyfja í formi augndropa, byggt á einkaleyfavarinni tækni félagsins. Augndroparnir koma í stað augnástungu til að meðhöndla sjúkdóma í afturhluta augans og efla þannig töluvert aðgengi að slíkum augnlyfjum. Áætlað er að aðeins um tvær milljónir þeirra 25 milljóna manna sem þjást af sykursýkistengdum sjónhimnubjúg fái lyf við hæfi, m.a. vegna skorts á aðgengi að sérhæfðum augnlæknum með sprautuaðstöðu. Oculis á rætur að rekja til lyfjafræðideildar Háskóla Íslands og Landspítalans, og er hugvit prófessoranna Þorsteins Loftssonar og Einars Stefánssonar. Oculis var stofnað árið 2003 og er dæmi um grunnrannsóknarverkefni úr háskóla sem verður að nýsköpunarfyrirtæki.Sókn á alþjóðlegan markað og - þekkingarsamfélag Tækniþróunarsjóður styður íslenska frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtæki þeirra til að sækja á alþjóðlega markaði og í alþjóðlegt samstarf, samkvæmt stefnu Vísinda- og tækniráðs. Má þar nefna á sviði fiskveiða og vinnslu sjávarafurða, fiskeldis, sjávarlíftækni, jarðvarmaorku og efnistækni. Íslensk fyrirtæki eru að ná mjög góðum árangri í samanburði við önnur lönd í rammaáætlun Evrópusambandsins sem kallast Horizon 2020. Sérstaklega er það í nýsköpun á sviði orku, eða jarðvarma. Þá má einnig geta þess að í styrktaráætlun Evrópusambandsins, fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, hefur 21 fyrirtæki hlotið styrk í svokallaðan fasa 1 og tvö fyrirtæki í fasa 2. Fasi 1 er undirbúningsstyrkur en Fasi 2 er upp á 1,5-2,5 milljónir Evra. Flest þessara fyrirtækja hafa fengið styrk úr Tækniþróunarsjóði.Margföldunaráhrif nýsköpunarstyrkja Nox Medical hannar, þróar og framleiðir svefngreiningartæki og hlaut útflutningsverðlaun forseta Íslands í maí 2016 og styrk úr Fasa 2 í Horizon 2020. Þar starfa 50 manns og veltan á annan milljarð króna, en útflutningur er 99% af tekjum félagsins. Í viðtali í Kjarnanum benti Pétur Már Halldórsson, framkvæmdarstjóri Nox Medical, á að ,,á upphafsmetrunum skipti endurgreiðsla og styrkirnir frá Tækniþróunarsjóði öllu fyrir Nox Medical”. Pétur Már hefur ennfremur bent á að rekstur félagsins hefur skilað til baka margfaldri upphæð í ríkissjóð en sem nemur þeirri fjárhæð sem félagið hefur fengið í formi beinna eða óbeinna styrkja af opinberu fé til nýsköpunar og þróunar.Breytingar á styrkjakerfi TÞS Styrkir til hagnýtra rannsóknarverkefna og Fræ eru nýir styrkjaflokkar. Á haustmisseri var einnig boðið upp á nýja fyrirtækjastyrki í samræmi við nýja stefnumótun sem innleidd var á síðasta ári, það eru flokkarnir Sproti, Vöxtur og Sprettur, auk markaðsstyrkja. Sproti kemur í stað frumherjastyrkja og Vöxtur í stað verkefnisstyrkja. Sprettur er öndvegisstyrkur innan Vaxtar. Í byrjun árs hlutu líftæknifyrirtækið Oculis og hjólaframleiðandinn Lauf forks öndvegisstyrki Tækniþróunarsjóðs. Hluti stefnumótunarinnar fólst m.a. í að stuðla að aukinni nýliðun og þekkingaryfirfærslu úr háskólum og stofnunum yfir í atvinnulíf. Undirbúningur að nýrri áhrifamatsskýrslu er hafinn fyrir styrkárin 2009-2013 og stefnt er að því að gefa hana út á seinni hluta 2017.Umfang TÞS Árið 2016 hafði sjóðurinn 2.347 m.kr. til umráða, sem var hækkun um 975 m.kr. frá árinu á undan. Umsóknum fjölgaði um 75% á milli 2015 og 2016. Aukninguna má skýra með fjölgun styrktarflokka á árinu og að umsóknir í Sprota voru um tvöfalt fleiri en undanfarin misseri í eldri styrkjaflokkinn Frumherjastyrk. Í heildina var úthlutað 1.338 m.kr. til nýrra verkefna og 933 m.kr. til framhaldsverkefna eða samtals 2.271 m.kr.Höfundur er stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Jarðvegurinn fyrir nýsköpun drifna áfram af tækniþróun og vísindarannsóknum á Íslandi er vægast sagt frjór. Þar ægir saman þekkingu og hugmyndaauðgi einstaklinga úr ólíkum geirum og sérgreinum. Heimurinn er að taka gríðarlegum breytingum með tilkomu hnattvæðingar og tækniþróunar. Við erum að renna inn í skeið Fjórðu iðnbyltingarinnar þar sem við tölum ekki lengur um hraðar breytingar, heldur hröðun breytinga. Vegna þessara breytinga er ekkert svið samfélagsins undanskilið endurskoðun til að svara kalli tímans og skapa sem mannúðlegastan og sjálfbærastan farveg fyrir daginn í dag og komandi kynslóðir. Þar spila nýsköpun og tækniþróun lykilhlutverk. Í slíkum heimi er hugvitið ein helsta auðlindin.Vorfundur og uppskeruhátíð Þann 6. júní blæs Tækniþróunarsjóður til vorfundar á Kex Hostel, þar sem við fögnum nýjum styrkþegum og hlustum á áhugaverð erindi í heimi nýsköpunar og tækniþróunar. Vorúthlutun Tækniþróunarsjóðs nemur allt að 800 m.kr. að þessu sinni, en 51 fyrirtæki, stofnunum og háskólum er boðið að ganga til samninga um verkefnisstyrki. Þar að auki hafa 20 einstaklingar í styrktarflokknum Fræ hlotið undirbúningssstyrki fyrir samtals 30 m.kr. Almennum verkefnisstyrkjum er úthlutað til lögaðila. Verkefnisstjóri er ábyrgðarmaður gagnvart sjóðnum og eru konur þriðjungur þeirra. Yfir 90% lögaðila eru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er gerð krafa um að styrkþegar að undirbúningsstyrkjum (Fræ) séu lögaðilar. Konur stýra þar 30% verkefna og er skiptingin eftir landshlutum hin sama.Fyrir allt atvinnulífið Tækniþróunarsjóður veitir styrki til einstaklinga, stofnana, lítilla og meðalstórra fyrirtækja á öllum sviðum íslensks atvinnulífs. Verkefnin eiga það sameiginlegt að stuðla að þróunarstarfi og rannsóknum á sviðið tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Umsóknir í Tækniþróunarsjóð koma frá öllum sviðum samfélagsins og þurfa að uppfylla ströng umsóknarskilyrði sjóðsins. Styrkþegar koma því úr ólíkum geirum eins og matvælaiðnaði, bygginga- og mannvirkjagerð, ferðaþjónustu, upplýsingatækni, afþreyingu, menntun, menningu, efnistækni, heilbrigðis- og velferðaþjónustu, orkugeira, sjávarlíftækni, jarðvarma, listum, hönnun og svona mætti áfram telja.Vísindi og listir renna saman Calmus er væntanlegt á almennan markað á næstunni, en það fékk veglegan styrk úr sjóðnum fyrir 4 árum síðan. Calmus forritið er gott dæmi um þverfaglegt samspil listgreina, raunvísinda, upplýsingatækni og afþreyingar. Calmus er þróað í samstarfi við fjölmarga aðila, eins og Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Listaháskólann, Háskólann í Álaborg og CCP. Tónskáldið Kjartan Ólafsson er höfundur Calmus, en Calmus-verkefnið er afsprengi doktorsverkefnis hans. Calmus er notendavænt fyrir breiðan hóp fólks sem hefur áhuga á að búa til tónlist, nýtist í kennslu og er til að mynda notað á dýnamískan hátt í tölvuleikjum.Háskólarannsóknir verða að alþjóðlegum fyrirtækjum Oculis ehf. var eitt tveggja fyrirtækja sem fékk öndvegisstyrk Tækniþróunarsjóðs í byrjun þessa árs. Oculis er nýsköpunarfyrirtæki sem vinnur að þróun nýrra augnlyfja í formi augndropa, byggt á einkaleyfavarinni tækni félagsins. Augndroparnir koma í stað augnástungu til að meðhöndla sjúkdóma í afturhluta augans og efla þannig töluvert aðgengi að slíkum augnlyfjum. Áætlað er að aðeins um tvær milljónir þeirra 25 milljóna manna sem þjást af sykursýkistengdum sjónhimnubjúg fái lyf við hæfi, m.a. vegna skorts á aðgengi að sérhæfðum augnlæknum með sprautuaðstöðu. Oculis á rætur að rekja til lyfjafræðideildar Háskóla Íslands og Landspítalans, og er hugvit prófessoranna Þorsteins Loftssonar og Einars Stefánssonar. Oculis var stofnað árið 2003 og er dæmi um grunnrannsóknarverkefni úr háskóla sem verður að nýsköpunarfyrirtæki.Sókn á alþjóðlegan markað og - þekkingarsamfélag Tækniþróunarsjóður styður íslenska frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtæki þeirra til að sækja á alþjóðlega markaði og í alþjóðlegt samstarf, samkvæmt stefnu Vísinda- og tækniráðs. Má þar nefna á sviði fiskveiða og vinnslu sjávarafurða, fiskeldis, sjávarlíftækni, jarðvarmaorku og efnistækni. Íslensk fyrirtæki eru að ná mjög góðum árangri í samanburði við önnur lönd í rammaáætlun Evrópusambandsins sem kallast Horizon 2020. Sérstaklega er það í nýsköpun á sviði orku, eða jarðvarma. Þá má einnig geta þess að í styrktaráætlun Evrópusambandsins, fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, hefur 21 fyrirtæki hlotið styrk í svokallaðan fasa 1 og tvö fyrirtæki í fasa 2. Fasi 1 er undirbúningsstyrkur en Fasi 2 er upp á 1,5-2,5 milljónir Evra. Flest þessara fyrirtækja hafa fengið styrk úr Tækniþróunarsjóði.Margföldunaráhrif nýsköpunarstyrkja Nox Medical hannar, þróar og framleiðir svefngreiningartæki og hlaut útflutningsverðlaun forseta Íslands í maí 2016 og styrk úr Fasa 2 í Horizon 2020. Þar starfa 50 manns og veltan á annan milljarð króna, en útflutningur er 99% af tekjum félagsins. Í viðtali í Kjarnanum benti Pétur Már Halldórsson, framkvæmdarstjóri Nox Medical, á að ,,á upphafsmetrunum skipti endurgreiðsla og styrkirnir frá Tækniþróunarsjóði öllu fyrir Nox Medical”. Pétur Már hefur ennfremur bent á að rekstur félagsins hefur skilað til baka margfaldri upphæð í ríkissjóð en sem nemur þeirri fjárhæð sem félagið hefur fengið í formi beinna eða óbeinna styrkja af opinberu fé til nýsköpunar og þróunar.Breytingar á styrkjakerfi TÞS Styrkir til hagnýtra rannsóknarverkefna og Fræ eru nýir styrkjaflokkar. Á haustmisseri var einnig boðið upp á nýja fyrirtækjastyrki í samræmi við nýja stefnumótun sem innleidd var á síðasta ári, það eru flokkarnir Sproti, Vöxtur og Sprettur, auk markaðsstyrkja. Sproti kemur í stað frumherjastyrkja og Vöxtur í stað verkefnisstyrkja. Sprettur er öndvegisstyrkur innan Vaxtar. Í byrjun árs hlutu líftæknifyrirtækið Oculis og hjólaframleiðandinn Lauf forks öndvegisstyrki Tækniþróunarsjóðs. Hluti stefnumótunarinnar fólst m.a. í að stuðla að aukinni nýliðun og þekkingaryfirfærslu úr háskólum og stofnunum yfir í atvinnulíf. Undirbúningur að nýrri áhrifamatsskýrslu er hafinn fyrir styrkárin 2009-2013 og stefnt er að því að gefa hana út á seinni hluta 2017.Umfang TÞS Árið 2016 hafði sjóðurinn 2.347 m.kr. til umráða, sem var hækkun um 975 m.kr. frá árinu á undan. Umsóknum fjölgaði um 75% á milli 2015 og 2016. Aukninguna má skýra með fjölgun styrktarflokka á árinu og að umsóknir í Sprota voru um tvöfalt fleiri en undanfarin misseri í eldri styrkjaflokkinn Frumherjastyrk. Í heildina var úthlutað 1.338 m.kr. til nýrra verkefna og 933 m.kr. til framhaldsverkefna eða samtals 2.271 m.kr.Höfundur er stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun