Stórlækka verð eftir að þau fóru að kaupa inn í Costco Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. júní 2017 10:59 Einar Ólafsson, kaupmaður, er ánægður með komu Costco til Íslands. Vísir/Eyþór/Facebook Verslunin Einar Ólafsson á Akranesi hefur bætt heildverslun Costco í hóp þeirra sem verslunin á í viðskipti við og hafa nú þegar all margar vörutegundir stórlækkað í verði. Þetta kemur fram á Facebook síðu verslunarinnar. Þar segir jafnframt að vörutegundum sem lækka muni í verði muni koma til með að fjölga jafnt og þétt á komandi vikum. Í samtali við Vísi segir Guðni Einarsson, sonur eiganda verslunarinnar, að innkoma Costco á markaðinn hafi breytt miklu fyrir verslunina á þeim stutta tíma sem hún hefur verið opnuð. Hann tekur sem dæmi að Monster orkudrykkur frá Vífilfell hafi áður kostað í innkaupum 269 krónur með skatti. Verslunin selji hann nú út úr búð á 129 krónur. „Það er gríðarlegur verðmunur. Þetta eru ekki bara einhverjar krónur. Þetta er í fyrsta sinn sem okkur finnst við raunverulega geta keppt við aðrar verslanir.“ Þá er sjálfur eigandi verslunarinnar, Einar Ólafsson, gríðarlega ánægður og segir við Vísi að verðið sé miklu betra heldur en það sem áður hafi þekkst. „Við fögnum komu Costco. Þetta hefur breytt miklu fyrir okkur enda reynum við alltaf að fá sem besta verð þegar maður rekur verslun sama hvar það er að finna. Eðli málsins samkvæmt.“ Óhætt er að segja að Costco hafi komið líkt og stormsveipur inn í íslenskt samfélag en mikill áhugi hefur verið á opnun verslunarrisans á Íslandi og hafa þúsundir gesta heimsótt Costco í Kauptúni á fyrstu vikum opnunarinnar. Costco Tengdar fréttir Sakaðir um kúgun: „Þetta eru hrein ósannindi og grófur rógur“ Hagar eru sagðir hafa tjáð íslenskum framleiðendum að vörur þeirra yrðu ekki seldir í Bónus og Hagkaup ef þær væru seldar í Costco. Forstjóri Haga og Bónus vísa því á bug. 1. júní 2017 10:21 Krúttlegar Costco-pöddur hjartanlega velkomnar Ofurjákvæðni einkennir viðhorf Íslendinga til Costco. 31. maí 2017 12:49 Velta Costco meiri en Bónuss Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft. 2. júní 2017 08:45 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Verslunin Einar Ólafsson á Akranesi hefur bætt heildverslun Costco í hóp þeirra sem verslunin á í viðskipti við og hafa nú þegar all margar vörutegundir stórlækkað í verði. Þetta kemur fram á Facebook síðu verslunarinnar. Þar segir jafnframt að vörutegundum sem lækka muni í verði muni koma til með að fjölga jafnt og þétt á komandi vikum. Í samtali við Vísi segir Guðni Einarsson, sonur eiganda verslunarinnar, að innkoma Costco á markaðinn hafi breytt miklu fyrir verslunina á þeim stutta tíma sem hún hefur verið opnuð. Hann tekur sem dæmi að Monster orkudrykkur frá Vífilfell hafi áður kostað í innkaupum 269 krónur með skatti. Verslunin selji hann nú út úr búð á 129 krónur. „Það er gríðarlegur verðmunur. Þetta eru ekki bara einhverjar krónur. Þetta er í fyrsta sinn sem okkur finnst við raunverulega geta keppt við aðrar verslanir.“ Þá er sjálfur eigandi verslunarinnar, Einar Ólafsson, gríðarlega ánægður og segir við Vísi að verðið sé miklu betra heldur en það sem áður hafi þekkst. „Við fögnum komu Costco. Þetta hefur breytt miklu fyrir okkur enda reynum við alltaf að fá sem besta verð þegar maður rekur verslun sama hvar það er að finna. Eðli málsins samkvæmt.“ Óhætt er að segja að Costco hafi komið líkt og stormsveipur inn í íslenskt samfélag en mikill áhugi hefur verið á opnun verslunarrisans á Íslandi og hafa þúsundir gesta heimsótt Costco í Kauptúni á fyrstu vikum opnunarinnar.
Costco Tengdar fréttir Sakaðir um kúgun: „Þetta eru hrein ósannindi og grófur rógur“ Hagar eru sagðir hafa tjáð íslenskum framleiðendum að vörur þeirra yrðu ekki seldir í Bónus og Hagkaup ef þær væru seldar í Costco. Forstjóri Haga og Bónus vísa því á bug. 1. júní 2017 10:21 Krúttlegar Costco-pöddur hjartanlega velkomnar Ofurjákvæðni einkennir viðhorf Íslendinga til Costco. 31. maí 2017 12:49 Velta Costco meiri en Bónuss Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft. 2. júní 2017 08:45 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Sakaðir um kúgun: „Þetta eru hrein ósannindi og grófur rógur“ Hagar eru sagðir hafa tjáð íslenskum framleiðendum að vörur þeirra yrðu ekki seldir í Bónus og Hagkaup ef þær væru seldar í Costco. Forstjóri Haga og Bónus vísa því á bug. 1. júní 2017 10:21
Krúttlegar Costco-pöddur hjartanlega velkomnar Ofurjákvæðni einkennir viðhorf Íslendinga til Costco. 31. maí 2017 12:49
Velta Costco meiri en Bónuss Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft. 2. júní 2017 08:45