Í faðmi dragdrottninga Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júní 2017 07:00 Ég er búin að finna mér nýtt athvarf. Í þessu athvarfi er allt kunnuglegt og gott og dreifir huganum. Ég leita þar skjóls ef mér finnst lífið yfirþyrmandi. Þetta athvarf, þetta afdrep höfuðs sem íþyngir mér stundum, er um þessar mundir í semelíusteinaskreyttum faðmi dragdrottninga. Athvarfið mitt heitir Rupaul’s Drag Race og er bandarískur raunveruleikaþáttur um fólk af alls konar kynjum sem túlkar konuna á óteljandi vegu. Þær eru dragdrottningar og þær eru að keppa í list og America’s Next Top Model verður að engu í samanburði. Hvað eftir annað hafa Rupaul, hinn sögufrægi skapari konseptsins, og stúlkurnar hans veitt mér ómetanlega sáluhjálp eftir erfiða vinnudaga. Þær hafa ítrekað verið vin í eyðimörk óbærilegra leiðinda vegna þess að fyrst og fremst er þátturinn tandurhrein og hvítþvegin skemmtun. Og brettið nú upp fjaðurbróderaðar ermarnar – seríurnar eru orðnar níu. Hjá Rupaul er hægt að víkka sjóndeildarhringinn og læra um bandaríska hinseginmenningu, grunnstoð alls poppkúltúrs. Þar er hægt að tileinka sér förðunartöfrabrögð, átta sig á því að kyn er samfélagslegt kerfi sem er þröngvað upp á okkur og finna svo óvænta væntumþykju spretta í brjóstinu í garð orðljótrar og guðdómlegrar veru sem heitir í höfuðið á annars vegar ístertu og hins vegar kynlífsathöfn. Þáttaraðirnar níu af Rupaul’s Drag Race eru auðvitað aðallega skemmtiefni en þær eru líka hluti af vegferð samfélags í átt að sáttum. Þær kynna okkur fyrir fólki sem við fáum sjaldan að sjá í manneskjulegu samhengi. Þær eru athvarf fyrir mig þegar mér leiðist á sunnudögum – og öllu mikilvægara athvarf fyrir menningarkima sem hefur verið haldið utangarðs en er, guði sé lof, alltaf að verða sýnilegri.Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Ég er búin að finna mér nýtt athvarf. Í þessu athvarfi er allt kunnuglegt og gott og dreifir huganum. Ég leita þar skjóls ef mér finnst lífið yfirþyrmandi. Þetta athvarf, þetta afdrep höfuðs sem íþyngir mér stundum, er um þessar mundir í semelíusteinaskreyttum faðmi dragdrottninga. Athvarfið mitt heitir Rupaul’s Drag Race og er bandarískur raunveruleikaþáttur um fólk af alls konar kynjum sem túlkar konuna á óteljandi vegu. Þær eru dragdrottningar og þær eru að keppa í list og America’s Next Top Model verður að engu í samanburði. Hvað eftir annað hafa Rupaul, hinn sögufrægi skapari konseptsins, og stúlkurnar hans veitt mér ómetanlega sáluhjálp eftir erfiða vinnudaga. Þær hafa ítrekað verið vin í eyðimörk óbærilegra leiðinda vegna þess að fyrst og fremst er þátturinn tandurhrein og hvítþvegin skemmtun. Og brettið nú upp fjaðurbróderaðar ermarnar – seríurnar eru orðnar níu. Hjá Rupaul er hægt að víkka sjóndeildarhringinn og læra um bandaríska hinseginmenningu, grunnstoð alls poppkúltúrs. Þar er hægt að tileinka sér förðunartöfrabrögð, átta sig á því að kyn er samfélagslegt kerfi sem er þröngvað upp á okkur og finna svo óvænta væntumþykju spretta í brjóstinu í garð orðljótrar og guðdómlegrar veru sem heitir í höfuðið á annars vegar ístertu og hins vegar kynlífsathöfn. Þáttaraðirnar níu af Rupaul’s Drag Race eru auðvitað aðallega skemmtiefni en þær eru líka hluti af vegferð samfélags í átt að sáttum. Þær kynna okkur fyrir fólki sem við fáum sjaldan að sjá í manneskjulegu samhengi. Þær eru athvarf fyrir mig þegar mér leiðist á sunnudögum – og öllu mikilvægara athvarf fyrir menningarkima sem hefur verið haldið utangarðs en er, guði sé lof, alltaf að verða sýnilegri.Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun