Hefja innheimtu bílastæðagjalda í Skaftafelli og við Dettifoss Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. júní 2017 19:25 Til að byrja með verður hafin gjaldtaka í Skaftafelli og við Dettifoss og er áætlað að hún hefjist nú í júní. Vísir Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur samþykkt að hefja gjaldtöku á bílastæðum. Til að byrja með verður hafin gjaldtaka í Skaftafelli og við Dettifoss og er áætlað að hún hefjist nú í júní. Þetta var samþykkt á fundi stjórnarinnar í maí og í fundargerð segir að gjaldtakan sé til að mæta kröfum um sértekjur. Þá er gert ráð fyrir að gjaldskráin verði í samræmi við aðra þjóðgarða á Íslandi. Þá ákvað stjórnin einnig að framkvæmd gjaldtökunnar verði boðin út til næstu áramóta í tilraunaskyni og var framkvæmdastjóra falið að hafa umsjón með útboði og uppfærslu á gjaldskrá í samræmi við gjaldskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum. Ármann Höskuldsson, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs segir að gjaldið sé til að styrkja þjónustu sem verði að bjóða upp á á svæðinu. „Þetta er hefðbundið, bara sama og Þingvallaþjóðgarður er að gera og þetta verður væntanlega gert á bílastæðunum í Skaftafelli og við Dettifoss því þar er búið að leggja ákveðið út fyrir ákveðinni þjónustu. Svo er þetta til að styrkja þá þjónustu sem við verðum að bjóða upp á. Við erum að fá hátt í, í 800-900 þúsund manns í Skaftafelli og eitthvað verðum við að gera. Það geta ekki allir farið út í runna að pissa. Það gengur ekki þannig,“ segir Ármann í samtali við Vísi. Hann segir að gjaldi verði það sama og á Þingvöllum. „Fyrir einkabíl eru það 500 krónur, eitt gjald inn á sólarhring. Það er alveg sama þótt þú sért í þrjá tíma eða tíu tíma, það er 500 kall. Svo verður aðeins hærra gjald á stóra bíla, rútur og slíkt, sem er eðlilegt það er fleira fólk í þeim bílum.“Ármann HöskuldssonHann segir að það hafi lengi staðið til að hefja gjaldtökur á svæðinu til að bregðast við aukningu ferðamanna. „Sem aftur á móti kemur ekki fram í fjárveitingum til garðsins og einhvern veginn verðum við að reyna að svara þessari aukningu. Það er ábyrgðarhlutverk okkar því við stjórnum því ekki hverjir koma. En einhvernvegin verðum við að reyna að svara því þannig að aðstæður séu boðlegar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að það komi endalaust gestir hér inn og það sé einhver með smúldælu á klósettunum á klukkutíma fresti, þetta er náttúrulega orðinn svakalegur fjöldi sem er að koma.“ Útboð í þau tæki sem þarf til að hefja gjaldtöku eru nú hjá Ríkiskaupum. Ármann segist gera ráð fyrir að úr því verði skorið um miðjan mánuðinn hver bjóði hagstæðast í verkið og þá verði strax farið í að koma tækjabúnaðinum upp. „Í Skaftafelli og við Dettifoss þar sem við ætlum að byrja þá er bara svakalegur fjöldi sem er að koma og ef við ætlum að svara þessu einhvern veginn öðruvísi þá þarf einhverja 20-30 starfsmenn og það er ekkert hlaupið að því að ná í starfsfólk í dag.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fleiri fréttir „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Sjá meira
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur samþykkt að hefja gjaldtöku á bílastæðum. Til að byrja með verður hafin gjaldtaka í Skaftafelli og við Dettifoss og er áætlað að hún hefjist nú í júní. Þetta var samþykkt á fundi stjórnarinnar í maí og í fundargerð segir að gjaldtakan sé til að mæta kröfum um sértekjur. Þá er gert ráð fyrir að gjaldskráin verði í samræmi við aðra þjóðgarða á Íslandi. Þá ákvað stjórnin einnig að framkvæmd gjaldtökunnar verði boðin út til næstu áramóta í tilraunaskyni og var framkvæmdastjóra falið að hafa umsjón með útboði og uppfærslu á gjaldskrá í samræmi við gjaldskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum. Ármann Höskuldsson, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs segir að gjaldið sé til að styrkja þjónustu sem verði að bjóða upp á á svæðinu. „Þetta er hefðbundið, bara sama og Þingvallaþjóðgarður er að gera og þetta verður væntanlega gert á bílastæðunum í Skaftafelli og við Dettifoss því þar er búið að leggja ákveðið út fyrir ákveðinni þjónustu. Svo er þetta til að styrkja þá þjónustu sem við verðum að bjóða upp á. Við erum að fá hátt í, í 800-900 þúsund manns í Skaftafelli og eitthvað verðum við að gera. Það geta ekki allir farið út í runna að pissa. Það gengur ekki þannig,“ segir Ármann í samtali við Vísi. Hann segir að gjaldi verði það sama og á Þingvöllum. „Fyrir einkabíl eru það 500 krónur, eitt gjald inn á sólarhring. Það er alveg sama þótt þú sért í þrjá tíma eða tíu tíma, það er 500 kall. Svo verður aðeins hærra gjald á stóra bíla, rútur og slíkt, sem er eðlilegt það er fleira fólk í þeim bílum.“Ármann HöskuldssonHann segir að það hafi lengi staðið til að hefja gjaldtökur á svæðinu til að bregðast við aukningu ferðamanna. „Sem aftur á móti kemur ekki fram í fjárveitingum til garðsins og einhvern veginn verðum við að reyna að svara þessari aukningu. Það er ábyrgðarhlutverk okkar því við stjórnum því ekki hverjir koma. En einhvernvegin verðum við að reyna að svara því þannig að aðstæður séu boðlegar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að það komi endalaust gestir hér inn og það sé einhver með smúldælu á klósettunum á klukkutíma fresti, þetta er náttúrulega orðinn svakalegur fjöldi sem er að koma.“ Útboð í þau tæki sem þarf til að hefja gjaldtöku eru nú hjá Ríkiskaupum. Ármann segist gera ráð fyrir að úr því verði skorið um miðjan mánuðinn hver bjóði hagstæðast í verkið og þá verði strax farið í að koma tækjabúnaðinum upp. „Í Skaftafelli og við Dettifoss þar sem við ætlum að byrja þá er bara svakalegur fjöldi sem er að koma og ef við ætlum að svara þessu einhvern veginn öðruvísi þá þarf einhverja 20-30 starfsmenn og það er ekkert hlaupið að því að ná í starfsfólk í dag.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fleiri fréttir „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Sjá meira