Já 360° bílinn myndar um allt land í sumar Finnur Thorlacius skrifar 8. júní 2017 10:08 Notaður verður Toyota Yaris Hybrid bíll við mydatökurnar í sumar og hér sést Frímann Kjerúlf Björnsson bílstjóri Já-bílsins aka honum frá Toyota í Kauptúni. Í sumar mun nýr sérútbúinn bíll á vegum Já í samstarfi við Toyota taka 360° myndir við helstu kennileiti og götur bæja hér á landi fyrir kortavefinn á Já.is. Um er að ræða umhverfisvænan bíl, Toyota Yaris Hybrid 2017 árgerð, sem verður notaður við myndatökurnar. Já- bíllinn mun keyra um allt landið í sumar og munu ferðir hans verða kolefnisjafnaðar. Já-bíllinn verður á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu og á suðurnesjum í júní síðan verður hann á Suðurlandi, Austurlandi, Norðurlandi, Vestfirðum og á Vesturlandi í júlí og ágústmánuði. Hægt verður að fylgjast með ferðum bílsins á Facebooksíðu Já og á Já.is þar er hægt að nálgast ferðaáætlun bílsins. Sérstakur hugbúnaður er notaður við verkefnið og á bílnum er áföst 360° myndavél. Öll myndagögnin eru með GPS hnitum og verða þau tengd kortavefnum á Já.is. Kortavefurinn var settur á laggirnar árið 2013 og hefur frá upphafi verið þróaður í samvinnu við notendur og viðskiptavini. Fyrir utan götumyndir á kortavefnum þá er einnig hægt að skoða 360°myndir innandyra hjá fyrirtækjum. „Okkur finnst ánægjulegt að Já skuli hafa valið Yaris Hybrid til að fara í þessa ferð um landið í sumar. Yaris nýtur mikilla vinsælda hjá landsmönnum og hentar jafnt einstaklingum sem fyrirtækjum í fjölbreytt verkefni,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi. Notendur Já, íslenskir sem erlendir, nýta kortavefinn til skoða götumyndir áður en lagt er af stað í ferð um landið. Með aukinni notkun snjallsíma þá hefur notkun kortavefsins aukist verulega en um 240 þúsund manns nota kortvef Já.is. 360° myndirnar eru opnaðar um 80- 90 þúsund sinnum í hverjum mánuði. „Þetta er algjört draumastarf, ég fæ tækifæri til að ferðast um allt landið í sumar, skoða helstu náttúruperlurnar og heimsækja afskekkta staði. Verkefnið fléttast einnig skemmtilega saman við mitt helsta áhugamáli sem er ljósmyndun. Það verður hægt að fylgjast með ferðalaginu mínu á Facebook síðu Já en við munum vera dugleg að setja efni þar inn,“ segir Frímann Kjerúlf Björnsson bílstjóri Já-bílsins. „Notkunin á kortavefnum er búin að aukast mikið og það var kominn tími á að uppfæra myndirnar á kortavefnum okkar enda myndgæðin orðin mun betri núna. Á síðustu hringferð voru teknar um 1 milljón mynda og það er líklegt að þær verði fleiri í þessari ferð. Fyrirhugað er að nýju myndirnar birtist á vefnum í haust,” segir Margrét Gunnlaugsdóttir, vöru- og viðskiptaþróunarstjóri hjá Já. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent
Í sumar mun nýr sérútbúinn bíll á vegum Já í samstarfi við Toyota taka 360° myndir við helstu kennileiti og götur bæja hér á landi fyrir kortavefinn á Já.is. Um er að ræða umhverfisvænan bíl, Toyota Yaris Hybrid 2017 árgerð, sem verður notaður við myndatökurnar. Já- bíllinn mun keyra um allt landið í sumar og munu ferðir hans verða kolefnisjafnaðar. Já-bíllinn verður á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu og á suðurnesjum í júní síðan verður hann á Suðurlandi, Austurlandi, Norðurlandi, Vestfirðum og á Vesturlandi í júlí og ágústmánuði. Hægt verður að fylgjast með ferðum bílsins á Facebooksíðu Já og á Já.is þar er hægt að nálgast ferðaáætlun bílsins. Sérstakur hugbúnaður er notaður við verkefnið og á bílnum er áföst 360° myndavél. Öll myndagögnin eru með GPS hnitum og verða þau tengd kortavefnum á Já.is. Kortavefurinn var settur á laggirnar árið 2013 og hefur frá upphafi verið þróaður í samvinnu við notendur og viðskiptavini. Fyrir utan götumyndir á kortavefnum þá er einnig hægt að skoða 360°myndir innandyra hjá fyrirtækjum. „Okkur finnst ánægjulegt að Já skuli hafa valið Yaris Hybrid til að fara í þessa ferð um landið í sumar. Yaris nýtur mikilla vinsælda hjá landsmönnum og hentar jafnt einstaklingum sem fyrirtækjum í fjölbreytt verkefni,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi. Notendur Já, íslenskir sem erlendir, nýta kortavefinn til skoða götumyndir áður en lagt er af stað í ferð um landið. Með aukinni notkun snjallsíma þá hefur notkun kortavefsins aukist verulega en um 240 þúsund manns nota kortvef Já.is. 360° myndirnar eru opnaðar um 80- 90 þúsund sinnum í hverjum mánuði. „Þetta er algjört draumastarf, ég fæ tækifæri til að ferðast um allt landið í sumar, skoða helstu náttúruperlurnar og heimsækja afskekkta staði. Verkefnið fléttast einnig skemmtilega saman við mitt helsta áhugamáli sem er ljósmyndun. Það verður hægt að fylgjast með ferðalaginu mínu á Facebook síðu Já en við munum vera dugleg að setja efni þar inn,“ segir Frímann Kjerúlf Björnsson bílstjóri Já-bílsins. „Notkunin á kortavefnum er búin að aukast mikið og það var kominn tími á að uppfæra myndirnar á kortavefnum okkar enda myndgæðin orðin mun betri núna. Á síðustu hringferð voru teknar um 1 milljón mynda og það er líklegt að þær verði fleiri í þessari ferð. Fyrirhugað er að nýju myndirnar birtist á vefnum í haust,” segir Margrét Gunnlaugsdóttir, vöru- og viðskiptaþróunarstjóri hjá Já.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent