Rúmlega 130 kvartanir borist frá því að aftur var kveikt á ofni United Silicon Atli Ísleifsson skrifar 31. maí 2017 14:44 Kísilver United Silicon í Helguvík. Vísir/Vilhelm Rúmlega 130 kvartanir hafa alls borist til Umhverfisstofnunar síðan aftur var kveikt á ofni United Silicon í Helguvík eftir hlé. Þetta kemur fram í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Vísis. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar segir starfsmenn Umhverfisstofnunar nú bíða eftir niðurstöðu úr greiningu skammtímasýna. „Ofninn er kominn í fullt álag, við fylgjumst vel með lyktarmengun og hvort ofninn haldist stöðugur. Hagstæð vindátt hefur verið síðustu daga sem e.t.v. á þátt í að aðeins 3-4 kvartanir hafa borist Umhverfisstofnun á síðustu tveimur dögum. Langflestar kvartanir snúa að lyktarmengun,“ segir Björn. Kísilofn United Silicon var endurræstur á mánudag í síðustu viku með samþykki Umhverfisstofnunar eftir tæpa mánaðarstöðvun.Hlaut um 30 milljónir króna í ríkisaðstoð Kísilmálmverksmiðja United Silicon hlaut ríkisaðstoð upp á rúmar 30,6 milljónir króna á árunum 2015 til 2016. Þetta kom fram í svari ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, við fyrirspurn Einars Brynjólfssonar, þingmanns Pírata, sem birtist á vef Alþingis í gær. Segir í svarinu að ríkisaðstoðin hafi numið 16,7 milljónir króna vegna ársins 2015 og 14,0 milljónir vegna ársins 2016. Engin ríkisaðstoð var veitt á árinu 2014. Þá segir í svari ráðherra að United Silicon hafi sent ráðuneytinu tvær skýrslur um framvindu fjárfestingarverkefnisins, í samræmi við ákvæði fjárfestingarsamningsins, annars vegar með bréfi sem barst ráðuneytinu 30. janúar 2017 og hins vegar með bréfi sem barst 19. maí 2017. Skýrslurnar eru aðgengilegar og verða birtar á heimasíðu ráðuneytisins, að því er segir í svarinu. United Silicon Tengdar fréttir Brotið skaut orsakaði lykt Ljósbogaofn verksmiðju United Silicon stöðvaðist á þriðjudagskvöld vegna þess að eitt af rafskautum ofnsins brotnaði. 26. maí 2017 07:00 Sjötíu kvartanir á tveimur dögum vegna ólyktar „Meira en við bjuggumst við,“ segir sérfræðingur í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar. 26. maí 2017 10:36 Mótmæla því að kísilverksmiðja United Silicon verði ræst að nýju Íbúasamtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík krefjast þess að kísilverksmiðja United Silicon verði ekki ræst aftur eins og til stendur jafnvel þó um tímabundna gangsetningu til gagna öflunar sé að ræða. 20. maí 2017 15:14 „Þetta er tilraunastarfsemi á fólki“ Ljósbogaofn United Silicon var endurræstur í dag en íbúasamtök eru ósátt við ákvörðunina. 22. maí 2017 00:03 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Rúmlega 130 kvartanir hafa alls borist til Umhverfisstofnunar síðan aftur var kveikt á ofni United Silicon í Helguvík eftir hlé. Þetta kemur fram í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Vísis. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar segir starfsmenn Umhverfisstofnunar nú bíða eftir niðurstöðu úr greiningu skammtímasýna. „Ofninn er kominn í fullt álag, við fylgjumst vel með lyktarmengun og hvort ofninn haldist stöðugur. Hagstæð vindátt hefur verið síðustu daga sem e.t.v. á þátt í að aðeins 3-4 kvartanir hafa borist Umhverfisstofnun á síðustu tveimur dögum. Langflestar kvartanir snúa að lyktarmengun,“ segir Björn. Kísilofn United Silicon var endurræstur á mánudag í síðustu viku með samþykki Umhverfisstofnunar eftir tæpa mánaðarstöðvun.Hlaut um 30 milljónir króna í ríkisaðstoð Kísilmálmverksmiðja United Silicon hlaut ríkisaðstoð upp á rúmar 30,6 milljónir króna á árunum 2015 til 2016. Þetta kom fram í svari ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, við fyrirspurn Einars Brynjólfssonar, þingmanns Pírata, sem birtist á vef Alþingis í gær. Segir í svarinu að ríkisaðstoðin hafi numið 16,7 milljónir króna vegna ársins 2015 og 14,0 milljónir vegna ársins 2016. Engin ríkisaðstoð var veitt á árinu 2014. Þá segir í svari ráðherra að United Silicon hafi sent ráðuneytinu tvær skýrslur um framvindu fjárfestingarverkefnisins, í samræmi við ákvæði fjárfestingarsamningsins, annars vegar með bréfi sem barst ráðuneytinu 30. janúar 2017 og hins vegar með bréfi sem barst 19. maí 2017. Skýrslurnar eru aðgengilegar og verða birtar á heimasíðu ráðuneytisins, að því er segir í svarinu.
United Silicon Tengdar fréttir Brotið skaut orsakaði lykt Ljósbogaofn verksmiðju United Silicon stöðvaðist á þriðjudagskvöld vegna þess að eitt af rafskautum ofnsins brotnaði. 26. maí 2017 07:00 Sjötíu kvartanir á tveimur dögum vegna ólyktar „Meira en við bjuggumst við,“ segir sérfræðingur í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar. 26. maí 2017 10:36 Mótmæla því að kísilverksmiðja United Silicon verði ræst að nýju Íbúasamtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík krefjast þess að kísilverksmiðja United Silicon verði ekki ræst aftur eins og til stendur jafnvel þó um tímabundna gangsetningu til gagna öflunar sé að ræða. 20. maí 2017 15:14 „Þetta er tilraunastarfsemi á fólki“ Ljósbogaofn United Silicon var endurræstur í dag en íbúasamtök eru ósátt við ákvörðunina. 22. maí 2017 00:03 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Brotið skaut orsakaði lykt Ljósbogaofn verksmiðju United Silicon stöðvaðist á þriðjudagskvöld vegna þess að eitt af rafskautum ofnsins brotnaði. 26. maí 2017 07:00
Sjötíu kvartanir á tveimur dögum vegna ólyktar „Meira en við bjuggumst við,“ segir sérfræðingur í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar. 26. maí 2017 10:36
Mótmæla því að kísilverksmiðja United Silicon verði ræst að nýju Íbúasamtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík krefjast þess að kísilverksmiðja United Silicon verði ekki ræst aftur eins og til stendur jafnvel þó um tímabundna gangsetningu til gagna öflunar sé að ræða. 20. maí 2017 15:14
„Þetta er tilraunastarfsemi á fólki“ Ljósbogaofn United Silicon var endurræstur í dag en íbúasamtök eru ósátt við ákvörðunina. 22. maí 2017 00:03