Costco býður ekki alltaf besta verðið Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. maí 2017 07:00 Verslunarrými Costco er 14 þúsund fermetrar. Þar eru meðal annars seld raftæki, föt og matvara. vísir/eyþór „Við erum í verðsamkeppni á hverjum degi og það breytist ekkert þó að Costco komi,“ segir Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri Elko. Það vakti athygli þegar spurðist út í byrjun viku að Costco myndi bjóða bensínlítrann á 30 krónum lægra verði en almennt býðst. Forstjórar N1 og Skeljungs hafa sagt að þeir ætli ekki að keppa við Costco í verði. Gestur segir Elko hins vegar ætla að verða samkeppnishæfa verslun á raftækjamarkaði. Fréttablaðið skoðaði handahófskennt vöruverð í Costco og bar saman við aðrar verslanir. Þar kom til dæmis í ljós að Bose Soundlink Bluetooth hátalari kostaði í gær 21.499 krónur í Costco, en í Elko 19.995 krónur. Verðið á Philips 55" smart sjónvarpi er 99.999 krónur í Costco en verð á sambærilegri vöru var 94.995 í Elko. Gestur segist hafa fylgst vel með aðdragandanum að opnun Costco en segir þróun verðs á þessum tveimur vörum í Elko megi skýra með fleiri þáttum. „Það hefur verið verðhjöðnun í raftækjum í að ég held tvö ár,“ segir hann. Þá sé eðli raftækjasölu að þegar nýjar línur komi inn á markaðinn lækki verð á þeim sem eldri eru. Fyrir stuttu hafi 42" sjónvarpstækin kostað 5-700 þúsund kall. Nú kosti þau innan við 100 þúsund krónur. „Nýjustu módelin eru á 300 þúsund kall og upp í 6-700 þúsund krónur,“ segir hann. En Gestur segir að Elko geti hagnast á opnun Costco, sem sé til marks um að Ísland sé ekki einangruð eyja. Hann geti farið með þau skilaboð til erlendra birgja. „Í einhverjum tilfellum hefur okkur tekist að ná í betri verð. Það skýrir að hluta það sem hefur verið að gerast í okkar verðlagningu.“ Sé horft til matvöru, var Costco í flestum tilfellum með lægra verð en Bónus í þeim vöruflokkum sem skoðaðir voru af handahófi. Hins vegar þarf í mörgum tilfellum að kaupa vöruna í miklu magni í Costco en verðið í Bónus miðast í flestum tilfellum við að hún sé keypt í stykkjatali. Þá vakti athygli að í verslun Costco fæst fatnaður í vinsælum merkjum á lægra verði en víða þekkist. Til dæmis fást þar Levi’s 501 gallabuxur á karla á 6.399 krónur, en þær kosta 11.990 krónur í Levi’s búðinni í Kringlunni. Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. 24. maí 2017 07:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
„Við erum í verðsamkeppni á hverjum degi og það breytist ekkert þó að Costco komi,“ segir Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri Elko. Það vakti athygli þegar spurðist út í byrjun viku að Costco myndi bjóða bensínlítrann á 30 krónum lægra verði en almennt býðst. Forstjórar N1 og Skeljungs hafa sagt að þeir ætli ekki að keppa við Costco í verði. Gestur segir Elko hins vegar ætla að verða samkeppnishæfa verslun á raftækjamarkaði. Fréttablaðið skoðaði handahófskennt vöruverð í Costco og bar saman við aðrar verslanir. Þar kom til dæmis í ljós að Bose Soundlink Bluetooth hátalari kostaði í gær 21.499 krónur í Costco, en í Elko 19.995 krónur. Verðið á Philips 55" smart sjónvarpi er 99.999 krónur í Costco en verð á sambærilegri vöru var 94.995 í Elko. Gestur segist hafa fylgst vel með aðdragandanum að opnun Costco en segir þróun verðs á þessum tveimur vörum í Elko megi skýra með fleiri þáttum. „Það hefur verið verðhjöðnun í raftækjum í að ég held tvö ár,“ segir hann. Þá sé eðli raftækjasölu að þegar nýjar línur komi inn á markaðinn lækki verð á þeim sem eldri eru. Fyrir stuttu hafi 42" sjónvarpstækin kostað 5-700 þúsund kall. Nú kosti þau innan við 100 þúsund krónur. „Nýjustu módelin eru á 300 þúsund kall og upp í 6-700 þúsund krónur,“ segir hann. En Gestur segir að Elko geti hagnast á opnun Costco, sem sé til marks um að Ísland sé ekki einangruð eyja. Hann geti farið með þau skilaboð til erlendra birgja. „Í einhverjum tilfellum hefur okkur tekist að ná í betri verð. Það skýrir að hluta það sem hefur verið að gerast í okkar verðlagningu.“ Sé horft til matvöru, var Costco í flestum tilfellum með lægra verð en Bónus í þeim vöruflokkum sem skoðaðir voru af handahófi. Hins vegar þarf í mörgum tilfellum að kaupa vöruna í miklu magni í Costco en verðið í Bónus miðast í flestum tilfellum við að hún sé keypt í stykkjatali. Þá vakti athygli að í verslun Costco fæst fatnaður í vinsælum merkjum á lægra verði en víða þekkist. Til dæmis fást þar Levi’s 501 gallabuxur á karla á 6.399 krónur, en þær kosta 11.990 krónur í Levi’s búðinni í Kringlunni.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. 24. maí 2017 07:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. 24. maí 2017 07:00