Ford Mustang er mest seldi sportbíllinn í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 24. maí 2017 10:14 Ford Mustang að brenna gúmmíi. Sá sportbíll sem mest selst í Evrópu er ekki evrópskur, heldur bandarískur. Það er hinn goðsagnarkenndi Ford Mustang sem seldist í 15.000 eintökum í álfunni á síðasta ári. Ford Mustang er seldur í 140 löndum um heim allan og seldi Ford 150.000 eintök af bílnum um allan heim í fyrra. Mustang seldist best í Bretlandi af öllum löndum Evrópu í fyrra, eða í 4.500 eintökum. Hann er söluhæsti sportbíllinn í Frakklandi, Svíþjóð, Póllandi, Tékklandi, Ungverjalandi, Rúmeníu, Finnlandi og í Grikklandi. Hann er líka mest seldi sportbíllinn í Kína, en þar jókst sala hans um 74% á milli áranna 2015 og 2016. Á fyrstu þremur mánuðunum í þessu ári hefur Mustang selst í 3.600 eintökum í Evrópu og samkvæmt því er salan ekki að vaxa í ár, en ef sala hans er margfölduð út árið má búast við 14.400 bíla sölu í Evrópu í ár. Alls seldust 45.000 Mustang bílar utan Bandaríkjanna og Kanada í fyrra og því seldust 105.000 Mustang bílar í N-Ameríku í fyrra. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent
Sá sportbíll sem mest selst í Evrópu er ekki evrópskur, heldur bandarískur. Það er hinn goðsagnarkenndi Ford Mustang sem seldist í 15.000 eintökum í álfunni á síðasta ári. Ford Mustang er seldur í 140 löndum um heim allan og seldi Ford 150.000 eintök af bílnum um allan heim í fyrra. Mustang seldist best í Bretlandi af öllum löndum Evrópu í fyrra, eða í 4.500 eintökum. Hann er söluhæsti sportbíllinn í Frakklandi, Svíþjóð, Póllandi, Tékklandi, Ungverjalandi, Rúmeníu, Finnlandi og í Grikklandi. Hann er líka mest seldi sportbíllinn í Kína, en þar jókst sala hans um 74% á milli áranna 2015 og 2016. Á fyrstu þremur mánuðunum í þessu ári hefur Mustang selst í 3.600 eintökum í Evrópu og samkvæmt því er salan ekki að vaxa í ár, en ef sala hans er margfölduð út árið má búast við 14.400 bíla sölu í Evrópu í ár. Alls seldust 45.000 Mustang bílar utan Bandaríkjanna og Kanada í fyrra og því seldust 105.000 Mustang bílar í N-Ameríku í fyrra.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent