Með grátstafinn í kverkunum í ræðustól á eldhúsdegi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. maí 2017 22:19 Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, í pontu í kvöld. Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, var með grátstafinn í kverkunum við upphaf þingræðu sinnar á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Nichole var á einlægu nótunum og kvaðst þakklát fyrir að flytja ræðu í eldhúsdagsumræðum en henni taldist að hún væri annar innflytjandinn af fyrstu kynslóð til að gera slíkt þar sem Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, hafði tekið til máls fyrr í umræðunum. „Eflaust finnst ekki öllum það merkilegt en mig langar að segja ykkur af hverju mér finnst það merkilegt,“ sagði Nichole og hélt síðan áfram þar sem hún klökknaði í ræðustól þingsins. „Það hefur ekki alltaf verið auðvelt fyrir mig að vera innflytjandi á Alþingi og líklega hefur það ekki farið framhjá neinum. Ég er ekki með allt á hreinu og stundum mismæli ég mig. Ég er fulltrúi fyrir flokk sem situr í ríkisstjórn á tímum þegar það er einfaldlega ekki vinsæll kostur að vera við völd. Ég hef hugsað með sjálfri mér hvort það væri ekki bara einfaldara að vera í stjórnarandstöðu því ég er eins og ég er; ég er öðruvísi,“ sagði Nichole en einhverjir muna eflaust eftir því þegar hún lokaði Facebook-reikningum sínum í mars síðastliðnum vegna svívirðinga sem gengu yfir hana á samfélagsmiðlinum. „Ég vil ekki að fólk banki uppá hjá mér og tali svona við mig. Fyrir framan börnin mín. Með ósanngjörnum og óréttlátum hætti. Og ég vil það ekki heldur á Facebook. Þá vil ég frekar loka fyrir þetta. Ég vil hlífa fjölskyldu minni og mínum nánustu við þessu,“ sagði Nichole þá í samtali við Vísi en hún hefur aftur opnað Facebook-reikninginn. Ræðu Nichole má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Tengdar fréttir Vill Costco-þrýstinginn á Alþingi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn. 29. maí 2017 20:25 Óttar sagði stöðu heilbrigðismála góða „í stóra samhenginu“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, ræddi ríkisstjórnarsamstarfið og stöðu heilbrigðismála í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 29. maí 2017 21:52 Sigurður Ingi gagnrýndi „stefnuleysi“ ríkisstjórnarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir svörum við spurningum sínum um stefnu ríkisstjórnarinnar í Eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnina stefnulausa og ríkisstjórnarflokkana Viðreisn og Bjarta framtíð enn fremur máttlausa í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn. 29. maí 2017 21:16 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, var með grátstafinn í kverkunum við upphaf þingræðu sinnar á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Nichole var á einlægu nótunum og kvaðst þakklát fyrir að flytja ræðu í eldhúsdagsumræðum en henni taldist að hún væri annar innflytjandinn af fyrstu kynslóð til að gera slíkt þar sem Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, hafði tekið til máls fyrr í umræðunum. „Eflaust finnst ekki öllum það merkilegt en mig langar að segja ykkur af hverju mér finnst það merkilegt,“ sagði Nichole og hélt síðan áfram þar sem hún klökknaði í ræðustól þingsins. „Það hefur ekki alltaf verið auðvelt fyrir mig að vera innflytjandi á Alþingi og líklega hefur það ekki farið framhjá neinum. Ég er ekki með allt á hreinu og stundum mismæli ég mig. Ég er fulltrúi fyrir flokk sem situr í ríkisstjórn á tímum þegar það er einfaldlega ekki vinsæll kostur að vera við völd. Ég hef hugsað með sjálfri mér hvort það væri ekki bara einfaldara að vera í stjórnarandstöðu því ég er eins og ég er; ég er öðruvísi,“ sagði Nichole en einhverjir muna eflaust eftir því þegar hún lokaði Facebook-reikningum sínum í mars síðastliðnum vegna svívirðinga sem gengu yfir hana á samfélagsmiðlinum. „Ég vil ekki að fólk banki uppá hjá mér og tali svona við mig. Fyrir framan börnin mín. Með ósanngjörnum og óréttlátum hætti. Og ég vil það ekki heldur á Facebook. Þá vil ég frekar loka fyrir þetta. Ég vil hlífa fjölskyldu minni og mínum nánustu við þessu,“ sagði Nichole þá í samtali við Vísi en hún hefur aftur opnað Facebook-reikninginn. Ræðu Nichole má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Vill Costco-þrýstinginn á Alþingi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn. 29. maí 2017 20:25 Óttar sagði stöðu heilbrigðismála góða „í stóra samhenginu“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, ræddi ríkisstjórnarsamstarfið og stöðu heilbrigðismála í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 29. maí 2017 21:52 Sigurður Ingi gagnrýndi „stefnuleysi“ ríkisstjórnarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir svörum við spurningum sínum um stefnu ríkisstjórnarinnar í Eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnina stefnulausa og ríkisstjórnarflokkana Viðreisn og Bjarta framtíð enn fremur máttlausa í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn. 29. maí 2017 21:16 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Vill Costco-þrýstinginn á Alþingi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn. 29. maí 2017 20:25
Óttar sagði stöðu heilbrigðismála góða „í stóra samhenginu“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, ræddi ríkisstjórnarsamstarfið og stöðu heilbrigðismála í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 29. maí 2017 21:52
Sigurður Ingi gagnrýndi „stefnuleysi“ ríkisstjórnarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir svörum við spurningum sínum um stefnu ríkisstjórnarinnar í Eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnina stefnulausa og ríkisstjórnarflokkana Viðreisn og Bjarta framtíð enn fremur máttlausa í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn. 29. maí 2017 21:16