Mikið af peningum til sem fólk veit varla af Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 10. maí 2017 10:30 Stella Rózenkranz, Ásgeir Hjartarson, Bergþóra Þórsdóttir, Steinunn, Soffía, Þórdís Imsland og Einar Egilsson. VÍSIR/STEFÁN ÁRNI Steinunn Camilla og Soffía Jónsdóttir, umboðsmenn Svölu, hafa fjölmörg járn í eldinum, meðal annars tækninýjungina UNNA, sem hjálpar listamönnum að fá borgað fyrir vinnu sína. „Við erum úti um allt, meira að segja hér í Úkraínu. Umboðsskrifstofan okkar Iceland Sync Management er á Íslandi og svo erum við með tónlistar- og tæknifyrirtæki í Los Angeles sem heitir Icelandic Record / UNNA,“ segir Steinunn Camilla, önnur af umboðsmönnum Svölu Björgvinsdóttur. Hin er Soffía Jónsdóttir og eru þær verkefnastjórar atriðis Svölu og halda utan um það með fagmannlegum hætti. Fínustu smáatriði fara ekki fram hjá vökulum augum þeirra. Það hefur sést frá því að Fréttablaðið kom til Kænugarðs. UNNA er verkefni sem þær settu á laggirnar ásamt Dave Stritzinger og Ray Young. Er það gert til að einfalda hinn flókna bakheim tónlistarinnar.„Við erum að hjálpa höfundum og flytjendum að halda utan um réttindi sín svo þau fái nú örugglega borgað fyrir vinnuna sína. Það eru miklir peningar í umferð sem fólk veit varla af og við erum að hjálpa þeim að finna þá því þeir liggja víða,“ segir Soffía. Þær stöllur fengu smjörþefinn af Eurovision í fyrra þegar þær héldu utan um atriði Öldu Dísar sem endaði í öðru sæti í forkeppninni á Íslandi. Steinunn segir að þróunin á keppninni sé mjög góð og lagið Paper passi vel inn í þá þróun. „Það eru ekki bara trumbur og þjóðlagadót núna þótt það sé skemmtilegt og geri Eurovision að því sem það er en mér finnst Paper passa vel inn í.“ Eurovision er að verða töffSoffía kemur af miklu söngkyni og segir að Eurovision sé að verða töff og lögin góð. „Keppnin er að verða kúl og lögin alltaf að verða betri þótt flytjendur séu misgóðir. En mér finnst lögin betri eftir því sem árin líða.“ Steinunn tekur undir það og segir að koma Justins Timberlake í fyrra hafi sýnt að Eurovision sé ekki lengur einhver hallærislega skemmtileg hátíð heldur vettvangur fyrir lagahöfunda og söngvara að koma sér á framfæri. „Þetta er orðið mjög stórt með tilkomu samfélagsmiðlanna og þetta verður bara stærra.“ Stór hópur fylgir Svölu út til að allt gangi smurt fyrir sig. Sem verkefnastjórar þurfa þær því að vera á tánum nánast allan sólahringinn. „Við erum hér til að sjá um verkefnið og hópinn og að allir séu að skila sínu,“ segir Soffía. „Og haga sér. Það gengur misvel,“ segir Steinunn og hlær. „Nei, þetta hefur gengið alveg ljómandi vel enda allir hér atvinnufólk fram í fingurgóma. Þetta er auðvitað svolítið stórt og mikið verkefni en búið að ganga vel.“ Eftir að Eurovision lýkur munu þær stöllur ekki sitja með hendur í skauti því fram undan er áframhaldandi vinna. „Við erum heppnar að gera það sem við erum að gera. Við erum að vinna með góðu fólki, fólki sem vill leggja á sig vinnu, sem skiptir miklu máli.“ Eurovision Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Sjá meira
Steinunn Camilla og Soffía Jónsdóttir, umboðsmenn Svölu, hafa fjölmörg járn í eldinum, meðal annars tækninýjungina UNNA, sem hjálpar listamönnum að fá borgað fyrir vinnu sína. „Við erum úti um allt, meira að segja hér í Úkraínu. Umboðsskrifstofan okkar Iceland Sync Management er á Íslandi og svo erum við með tónlistar- og tæknifyrirtæki í Los Angeles sem heitir Icelandic Record / UNNA,“ segir Steinunn Camilla, önnur af umboðsmönnum Svölu Björgvinsdóttur. Hin er Soffía Jónsdóttir og eru þær verkefnastjórar atriðis Svölu og halda utan um það með fagmannlegum hætti. Fínustu smáatriði fara ekki fram hjá vökulum augum þeirra. Það hefur sést frá því að Fréttablaðið kom til Kænugarðs. UNNA er verkefni sem þær settu á laggirnar ásamt Dave Stritzinger og Ray Young. Er það gert til að einfalda hinn flókna bakheim tónlistarinnar.„Við erum að hjálpa höfundum og flytjendum að halda utan um réttindi sín svo þau fái nú örugglega borgað fyrir vinnuna sína. Það eru miklir peningar í umferð sem fólk veit varla af og við erum að hjálpa þeim að finna þá því þeir liggja víða,“ segir Soffía. Þær stöllur fengu smjörþefinn af Eurovision í fyrra þegar þær héldu utan um atriði Öldu Dísar sem endaði í öðru sæti í forkeppninni á Íslandi. Steinunn segir að þróunin á keppninni sé mjög góð og lagið Paper passi vel inn í þá þróun. „Það eru ekki bara trumbur og þjóðlagadót núna þótt það sé skemmtilegt og geri Eurovision að því sem það er en mér finnst Paper passa vel inn í.“ Eurovision er að verða töffSoffía kemur af miklu söngkyni og segir að Eurovision sé að verða töff og lögin góð. „Keppnin er að verða kúl og lögin alltaf að verða betri þótt flytjendur séu misgóðir. En mér finnst lögin betri eftir því sem árin líða.“ Steinunn tekur undir það og segir að koma Justins Timberlake í fyrra hafi sýnt að Eurovision sé ekki lengur einhver hallærislega skemmtileg hátíð heldur vettvangur fyrir lagahöfunda og söngvara að koma sér á framfæri. „Þetta er orðið mjög stórt með tilkomu samfélagsmiðlanna og þetta verður bara stærra.“ Stór hópur fylgir Svölu út til að allt gangi smurt fyrir sig. Sem verkefnastjórar þurfa þær því að vera á tánum nánast allan sólahringinn. „Við erum hér til að sjá um verkefnið og hópinn og að allir séu að skila sínu,“ segir Soffía. „Og haga sér. Það gengur misvel,“ segir Steinunn og hlær. „Nei, þetta hefur gengið alveg ljómandi vel enda allir hér atvinnufólk fram í fingurgóma. Þetta er auðvitað svolítið stórt og mikið verkefni en búið að ganga vel.“ Eftir að Eurovision lýkur munu þær stöllur ekki sitja með hendur í skauti því fram undan er áframhaldandi vinna. „Við erum heppnar að gera það sem við erum að gera. Við erum að vinna með góðu fólki, fólki sem vill leggja á sig vinnu, sem skiptir miklu máli.“
Eurovision Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Sjá meira