Laugardagur í lamasessi Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. maí 2017 07:00 Þrátt fyrir að hafa ekki minnstu trú á að Svala Björgvinsdóttir kæmist áfram í lokaúrslit Eurovision var ég samt búinn, eins og örugglega margir aðrir, að leggja drög að Eurovision-kvöldi með grilli, guðaveigum, Voga-ídýfu með smá snakki og öllu sem því fylgir. Svo kom skellurinn sem ég bjóst samt við. Þetta verður auðvitað ekki íslenskara. Þetta er alveg eins og þegar við mætum einhverri stórþjóð í boltaíþrótt. Við vitum alveg að líkurnar eru svona eitt prósent að við vinnum en samt eru allir búnir að plana sigurpartí út um allt. Ár eftir ár bíðum við á heljarþröm eftir því að alltof hressir kynnar rífi A5-blað sem á stendur „Ísland“ upp úr umslagi. Gleði næstu helgar veltur á því að þeir hrópi: „ICELAND!“ og við sjáum Eurovision-hópinn okkar tryllast af gleði í græna herberginu. Allar milljónirnar sem við borgum fyrir þetta ferðalag ríkisstarfsmannanna gleymast og Goða-svínahnakkarnir í piparsósunni seljast upp áður en laugardagurinn rennur upp. Nú, þriðja árið í röð, verður röðin í kjötborðin ekki jafn löng á Eurovision-laugardegi og enga yfirvinnu þarf til að brjóta eggin í majónesið hjá ídýfuframleiðendum. Þriðja árið í röð komumst við ekki í úrslitin og þá er komið að því að benda hvert á annað: Hverjum er þetta að kenna? Þetta er náttúrlega okkur sjálfum að kenna því Söngvakeppni Sjónvarpsins er lýðræðisleg kosning, eða svona allt að því. Það er hægt að grenja sig inn í úrslitin og fá svo varla stig frá þjóðinni en í heildina er þetta okkur að kenna. Þarf að taka af okkur Eurovision-valdið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Þrátt fyrir að hafa ekki minnstu trú á að Svala Björgvinsdóttir kæmist áfram í lokaúrslit Eurovision var ég samt búinn, eins og örugglega margir aðrir, að leggja drög að Eurovision-kvöldi með grilli, guðaveigum, Voga-ídýfu með smá snakki og öllu sem því fylgir. Svo kom skellurinn sem ég bjóst samt við. Þetta verður auðvitað ekki íslenskara. Þetta er alveg eins og þegar við mætum einhverri stórþjóð í boltaíþrótt. Við vitum alveg að líkurnar eru svona eitt prósent að við vinnum en samt eru allir búnir að plana sigurpartí út um allt. Ár eftir ár bíðum við á heljarþröm eftir því að alltof hressir kynnar rífi A5-blað sem á stendur „Ísland“ upp úr umslagi. Gleði næstu helgar veltur á því að þeir hrópi: „ICELAND!“ og við sjáum Eurovision-hópinn okkar tryllast af gleði í græna herberginu. Allar milljónirnar sem við borgum fyrir þetta ferðalag ríkisstarfsmannanna gleymast og Goða-svínahnakkarnir í piparsósunni seljast upp áður en laugardagurinn rennur upp. Nú, þriðja árið í röð, verður röðin í kjötborðin ekki jafn löng á Eurovision-laugardegi og enga yfirvinnu þarf til að brjóta eggin í majónesið hjá ídýfuframleiðendum. Þriðja árið í röð komumst við ekki í úrslitin og þá er komið að því að benda hvert á annað: Hverjum er þetta að kenna? Þetta er náttúrlega okkur sjálfum að kenna því Söngvakeppni Sjónvarpsins er lýðræðisleg kosning, eða svona allt að því. Það er hægt að grenja sig inn í úrslitin og fá svo varla stig frá þjóðinni en í heildina er þetta okkur að kenna. Þarf að taka af okkur Eurovision-valdið?
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun