Kótilettufólkið Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. maí 2017 07:00 Dúna og Tómas Boonchang fluttu til Íslands frá Taílandi árið 1987. Fjórum árum síðar hófu þau rekstur Ban Thai þar sem áherslan var lögð á taílenska matarhefð. Ban Thai hefur í dag fest sig í sessi sem einn allra besti taílenski veitingastaður landsins og þar er setið við hvert borð öll kvöld vikunnar. Rúmlega annar hver nýr skattgreiðandi á Íslandi á síðustu árum er útlendingur samkvæmt tölum frá Ríkisskattstjóra. Á árinu 2015 voru þrír af hverjum fjórum nýjum skattgreiðendum erlendir ríkisborgarar en einn af hverjum fjórum var Íslendingur. Útlendingar sem hingað koma, líkt og þau Dúna og Tómas, skapa verðmæti fyrir íslenska þjóðarbúið. Hér má líka nefna tyrkneska veitingahúsið Meze á Laugavegi. Eigendurnir Murat Özkan og Hakan Gültekin eru æskuvinir sem ólust upp í Istanbúl en settust að hér. Ótal fleiri dæmi mætti nefna. Óháð þeirri staðreynd að útlendingar stækka kökuna og auka verðmætasköpun í samfélaginu er mikilvægt að hafa hugfast að fjölmenning er ávísun á lífsgæði. Án fjölmenningar hefðum við ekki perlur eins og Ban Thai og Meze. Ef útlendingar hefðu ekki sest hér að og auðgað íslenskt samfélag þá væru bara amerískir skyndibitastaðir og staðir með þungum og brösuðum íslenskum heimilismat í miðborginni. Gestir og gangandi gætu örugglega fengið góðar lambakótilettur í raspi ef heppnin væri með þeim. Þeir sem vilja þrengja að fjölmenningunni í stað þess að taka henni opnum örmum eru þess vegna óttalegir kótilettukallar- og konur. Kótilettufólkið fór á límingunum yfir áformum um mosku í Sogamýri og notar frasa eins og „það þarf að laga til í eigin garði“, heimahögunum, áður en hægt er að taka á móti fleiri innflytjendum. Kótilettufólkið myndi kjósa Íslandsdemókratana ef sá flokkur væri eitthvað annað og meira en hópur af furðufuglum með stór barmmerki á krá í Kópavogi. Eini munurinn á íslensku furðufuglunum og Svíþjóðardemókrötunum er sá að þeir síðarnefndu fengu trúverðuga einstaklinga í forystusveit sína. Rasisti í jakkafötum með góða menntun verður samt alltaf rasisti. Einn af hverjum fimm Svíum styður nú Svíþjóðardemókratana. Stuðningurinn fór hæst í 28 prósent í janúar í fyrra. Þetta hefur smitast út í meginstrauminn því sænsk stjórnvöld hafa tekið 180 gráðu stefnubreytingu í innflytjendamálum. Ástæður þess að jarðvegur þjóðernispopúlisma varð frjór í Svíþjóð eru margþættar. Ef til vill hafa sænsk stjórnvöld átt erfitt með að feta vandrataða leið meðalhófsins í innflytjendamálum. Kótilettufólkið er óheppið því þröngsýni þess er ekki því sjálfu að kenna. Það var óskrifað blað við fæðingu eins og aðrir. Fólk sem var nært á þröngsýni og hræðslu frá blautu barnsbeini verður ekki heilt nema með gagngerri hugarfarsbreytingu. Ef til vill eru það draumórar að ætla að slíkt sé hægt enda er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Það má samt bera þá von í brjósti að raddir skynsemi, upplýsinga og manngæsku verði háværari og yfirgnæfi suðið frá kótilettufólkinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Dúna og Tómas Boonchang fluttu til Íslands frá Taílandi árið 1987. Fjórum árum síðar hófu þau rekstur Ban Thai þar sem áherslan var lögð á taílenska matarhefð. Ban Thai hefur í dag fest sig í sessi sem einn allra besti taílenski veitingastaður landsins og þar er setið við hvert borð öll kvöld vikunnar. Rúmlega annar hver nýr skattgreiðandi á Íslandi á síðustu árum er útlendingur samkvæmt tölum frá Ríkisskattstjóra. Á árinu 2015 voru þrír af hverjum fjórum nýjum skattgreiðendum erlendir ríkisborgarar en einn af hverjum fjórum var Íslendingur. Útlendingar sem hingað koma, líkt og þau Dúna og Tómas, skapa verðmæti fyrir íslenska þjóðarbúið. Hér má líka nefna tyrkneska veitingahúsið Meze á Laugavegi. Eigendurnir Murat Özkan og Hakan Gültekin eru æskuvinir sem ólust upp í Istanbúl en settust að hér. Ótal fleiri dæmi mætti nefna. Óháð þeirri staðreynd að útlendingar stækka kökuna og auka verðmætasköpun í samfélaginu er mikilvægt að hafa hugfast að fjölmenning er ávísun á lífsgæði. Án fjölmenningar hefðum við ekki perlur eins og Ban Thai og Meze. Ef útlendingar hefðu ekki sest hér að og auðgað íslenskt samfélag þá væru bara amerískir skyndibitastaðir og staðir með þungum og brösuðum íslenskum heimilismat í miðborginni. Gestir og gangandi gætu örugglega fengið góðar lambakótilettur í raspi ef heppnin væri með þeim. Þeir sem vilja þrengja að fjölmenningunni í stað þess að taka henni opnum örmum eru þess vegna óttalegir kótilettukallar- og konur. Kótilettufólkið fór á límingunum yfir áformum um mosku í Sogamýri og notar frasa eins og „það þarf að laga til í eigin garði“, heimahögunum, áður en hægt er að taka á móti fleiri innflytjendum. Kótilettufólkið myndi kjósa Íslandsdemókratana ef sá flokkur væri eitthvað annað og meira en hópur af furðufuglum með stór barmmerki á krá í Kópavogi. Eini munurinn á íslensku furðufuglunum og Svíþjóðardemókrötunum er sá að þeir síðarnefndu fengu trúverðuga einstaklinga í forystusveit sína. Rasisti í jakkafötum með góða menntun verður samt alltaf rasisti. Einn af hverjum fimm Svíum styður nú Svíþjóðardemókratana. Stuðningurinn fór hæst í 28 prósent í janúar í fyrra. Þetta hefur smitast út í meginstrauminn því sænsk stjórnvöld hafa tekið 180 gráðu stefnubreytingu í innflytjendamálum. Ástæður þess að jarðvegur þjóðernispopúlisma varð frjór í Svíþjóð eru margþættar. Ef til vill hafa sænsk stjórnvöld átt erfitt með að feta vandrataða leið meðalhófsins í innflytjendamálum. Kótilettufólkið er óheppið því þröngsýni þess er ekki því sjálfu að kenna. Það var óskrifað blað við fæðingu eins og aðrir. Fólk sem var nært á þröngsýni og hræðslu frá blautu barnsbeini verður ekki heilt nema með gagngerri hugarfarsbreytingu. Ef til vill eru það draumórar að ætla að slíkt sé hægt enda er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Það má samt bera þá von í brjósti að raddir skynsemi, upplýsinga og manngæsku verði háværari og yfirgnæfi suðið frá kótilettufólkinu.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun