Alls bíða 658 eftir aðgerð meðan aðrir fara út á kostnað ríkisins Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. maí 2017 18:45 Alls bíða nú 658 eftir því að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum. Raunverulegur flöskuháls felst í skorti á legurýmum og aðskilnaði milli skurð- og bráðadeilda á Landspítalanum að mati fyrrverandi forstjóra spítalans. Hópur sjúklinga fór í upphafi vikunnar á vegum Klíníkurinnar í Ármúla í mjaðmakúluskipti á einkasjúkrahúsi í Halmstad í Svíþjóð. Allir þessir sjúklingar höfðu beðið í meira en 90 daga eftir aðgerð og uppfyllltu skilyrði svokallaðrar biðlistatilskipunar. Sjúkratryggingar Íslands samþykktu að greiða meðferðarkostnað, ferða- og uppihaldskostnað og mögulegan fylgdarmannskostnað eins og kemur fram í bréfi Sjúkratrygginga Íslands til Klíníkurinnar og eins sjúklings sem sótti um endurgreiðslu og fréttastofan hefur undir höndum. Þótt sjúkrahús Klíníkurinnar búi yfir aðstöðu til að framkvæma aðgerðirnar voru sjúklingarnir sendir til Svíþjóðar því ekki er samningur milli Sjúkratrygginga og Klíníkurinnar um þessa tegund aðgerða. Þeir 658 sjúklingar sem bíða eftir slíkri aðgerð hjá Landspítalanum eru ekki jafn heppnir. Biðtími eftir aðgerð af þessu tagi á bæklunarskurðdeild Landspítalans í Fossvogi er nú rúmir 6 mánuðir. Biðlistar eftir liðskiptiaðgerðum lengdust í árslok 2014 og 2015 vegna verkfalla hjá Landspítalanum. Sjúklingar sem þurfa að komast í þessar aðgerðir er sjúklingahópur sem er ekki í lífshættu og því var þessum aðgerðum frestað vegna forgangsröðunar á verkfallstímanum samkvæmt upplýsingum frá spítalanum. Fjölgun aldraðra og vaxandi þörf fyrir þessar aðgerðir hefur áhrif á biðlista en að meðaltali bætast 70 nýir einstaklingar við biðlistann í hverjum mánuði. Þannig er þetta enn ein birtingarmynd á margþættum vanda sem fylgir hækkandi lífaldri þjóðarinnar. Björn Zoëga bæklunarskurðlæknir og fyrrverandi forstjóri Landspítalans er í þeirri stöðu að þekkja málið bæði sem læknir og stjórnandi því hann framkvæmir þessar aðgerðir bæði hér á landi og í Svíþjóð. Björn segir flöskuháls liðskiptiaðgerða á Landspítalanum felast í skorti á legurýmum til að halda skipulögðu flæði skurðsjúklinga sem eru ekki að truflast af bráðatilvikum sem þurfa á rýmum að halda eða öldruðum sjúklingum sem bíða eftir að komast að á hjúkrunarheimili. Þetta er ekki sama vandamál í Svíþjóð, svo dæmi sé tekið. „Flestar sérhæfðar skurðstofur í Svíþjóð hafa aðskilnað á milli bráðadeilda og skipulaðra skurðdeilda. Þegar um skipulagðar aðgerðir er að ræða liggur fyrir með góðum fyrirvara hversu margar aðgerðir verði framkvæmdar og tilvik frá bráðadeild trufla ekki áætlanir,“ segir Björn. Hann segir óskynsamlegt að hleypa prívatsjúkrahúsum eins og Klíníkinni af stað og borga fyrir aðgerðirnar með skattfé án þess að það liggi fyrir hvaða gæði fáist fyrir peningana.Björn Zoega, bæklunarskurðlæknir og fyrrum forstjóri Landpítalans.Vísir/Anton„Í Svíþjóð tekur einkasjúkrahúsið ábyrgð á ætluðum læknamistökum og inn í verðið er reiknuð áhætta vegna þeirra.Það sem skiptir mestu máli er að þú vitir hvaða gæði þú fáir fyrir það sem þú kaupir. Þú tekur einnig heildarábyrgð á sjúklingnum þannig að ef eitthvað kemur upp á, þá berðu ábyrgð á því og sérðu um að meðhöndla það eða borgar fyrir meðhöndlunina annars staðar,“ segir Björn. Ef sjúklingur á Íslandi fer í aðgerð hjá Klíníkinni í Armúla og fær aukaverkanir sem Klíníkin ræður ekki við lendir vandi hans hjá Landspítalanum. Ferðalag sjúklinganna til Svíþjóðar á kostnað skattgreiðenda til þess að fara í mjaðmakúluskipti og sú staðreynd að ekki er búið að hanna lagalega umgjörð ábyrgðar og áhættu einkasjúkrahúsa, sem fá greitt frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir að sinna heilbrigðisþjónustu, eru tvö dæmi sem sýna í hnotskurn hversu vanþróað og óreiðukennt íslenskt heilbrigðiskerfi er þegar rekstur einkaaðila er annars vegar. Tengdar fréttir Segir einkastofur ógna öryggi sjúklinga 9. maí 2017 07:00 Landspítalinn er settur í ómögulega samkeppnisstöðu Commercialism in medicine never leads to true satisfaction and to maintain our self respect is more precious than gold. William Mayo (1861-1939) Tilvitnunin að ofan hékk uppi í einni af mörgum byggingum hinnar þekktu Mayo Clinic í Rochester Minnesota þegar undirritaður vann þar við rannsóknir í læknisfræði fyrir nokkrum árum. 10. maí 2017 07:00 Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. 9. maí 2017 18:04 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Sjá meira
Alls bíða nú 658 eftir því að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum. Raunverulegur flöskuháls felst í skorti á legurýmum og aðskilnaði milli skurð- og bráðadeilda á Landspítalanum að mati fyrrverandi forstjóra spítalans. Hópur sjúklinga fór í upphafi vikunnar á vegum Klíníkurinnar í Ármúla í mjaðmakúluskipti á einkasjúkrahúsi í Halmstad í Svíþjóð. Allir þessir sjúklingar höfðu beðið í meira en 90 daga eftir aðgerð og uppfyllltu skilyrði svokallaðrar biðlistatilskipunar. Sjúkratryggingar Íslands samþykktu að greiða meðferðarkostnað, ferða- og uppihaldskostnað og mögulegan fylgdarmannskostnað eins og kemur fram í bréfi Sjúkratrygginga Íslands til Klíníkurinnar og eins sjúklings sem sótti um endurgreiðslu og fréttastofan hefur undir höndum. Þótt sjúkrahús Klíníkurinnar búi yfir aðstöðu til að framkvæma aðgerðirnar voru sjúklingarnir sendir til Svíþjóðar því ekki er samningur milli Sjúkratrygginga og Klíníkurinnar um þessa tegund aðgerða. Þeir 658 sjúklingar sem bíða eftir slíkri aðgerð hjá Landspítalanum eru ekki jafn heppnir. Biðtími eftir aðgerð af þessu tagi á bæklunarskurðdeild Landspítalans í Fossvogi er nú rúmir 6 mánuðir. Biðlistar eftir liðskiptiaðgerðum lengdust í árslok 2014 og 2015 vegna verkfalla hjá Landspítalanum. Sjúklingar sem þurfa að komast í þessar aðgerðir er sjúklingahópur sem er ekki í lífshættu og því var þessum aðgerðum frestað vegna forgangsröðunar á verkfallstímanum samkvæmt upplýsingum frá spítalanum. Fjölgun aldraðra og vaxandi þörf fyrir þessar aðgerðir hefur áhrif á biðlista en að meðaltali bætast 70 nýir einstaklingar við biðlistann í hverjum mánuði. Þannig er þetta enn ein birtingarmynd á margþættum vanda sem fylgir hækkandi lífaldri þjóðarinnar. Björn Zoëga bæklunarskurðlæknir og fyrrverandi forstjóri Landspítalans er í þeirri stöðu að þekkja málið bæði sem læknir og stjórnandi því hann framkvæmir þessar aðgerðir bæði hér á landi og í Svíþjóð. Björn segir flöskuháls liðskiptiaðgerða á Landspítalanum felast í skorti á legurýmum til að halda skipulögðu flæði skurðsjúklinga sem eru ekki að truflast af bráðatilvikum sem þurfa á rýmum að halda eða öldruðum sjúklingum sem bíða eftir að komast að á hjúkrunarheimili. Þetta er ekki sama vandamál í Svíþjóð, svo dæmi sé tekið. „Flestar sérhæfðar skurðstofur í Svíþjóð hafa aðskilnað á milli bráðadeilda og skipulaðra skurðdeilda. Þegar um skipulagðar aðgerðir er að ræða liggur fyrir með góðum fyrirvara hversu margar aðgerðir verði framkvæmdar og tilvik frá bráðadeild trufla ekki áætlanir,“ segir Björn. Hann segir óskynsamlegt að hleypa prívatsjúkrahúsum eins og Klíníkinni af stað og borga fyrir aðgerðirnar með skattfé án þess að það liggi fyrir hvaða gæði fáist fyrir peningana.Björn Zoega, bæklunarskurðlæknir og fyrrum forstjóri Landpítalans.Vísir/Anton„Í Svíþjóð tekur einkasjúkrahúsið ábyrgð á ætluðum læknamistökum og inn í verðið er reiknuð áhætta vegna þeirra.Það sem skiptir mestu máli er að þú vitir hvaða gæði þú fáir fyrir það sem þú kaupir. Þú tekur einnig heildarábyrgð á sjúklingnum þannig að ef eitthvað kemur upp á, þá berðu ábyrgð á því og sérðu um að meðhöndla það eða borgar fyrir meðhöndlunina annars staðar,“ segir Björn. Ef sjúklingur á Íslandi fer í aðgerð hjá Klíníkinni í Armúla og fær aukaverkanir sem Klíníkin ræður ekki við lendir vandi hans hjá Landspítalanum. Ferðalag sjúklinganna til Svíþjóðar á kostnað skattgreiðenda til þess að fara í mjaðmakúluskipti og sú staðreynd að ekki er búið að hanna lagalega umgjörð ábyrgðar og áhættu einkasjúkrahúsa, sem fá greitt frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir að sinna heilbrigðisþjónustu, eru tvö dæmi sem sýna í hnotskurn hversu vanþróað og óreiðukennt íslenskt heilbrigðiskerfi er þegar rekstur einkaaðila er annars vegar.
Tengdar fréttir Segir einkastofur ógna öryggi sjúklinga 9. maí 2017 07:00 Landspítalinn er settur í ómögulega samkeppnisstöðu Commercialism in medicine never leads to true satisfaction and to maintain our self respect is more precious than gold. William Mayo (1861-1939) Tilvitnunin að ofan hékk uppi í einni af mörgum byggingum hinnar þekktu Mayo Clinic í Rochester Minnesota þegar undirritaður vann þar við rannsóknir í læknisfræði fyrir nokkrum árum. 10. maí 2017 07:00 Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. 9. maí 2017 18:04 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Sjá meira
Landspítalinn er settur í ómögulega samkeppnisstöðu Commercialism in medicine never leads to true satisfaction and to maintain our self respect is more precious than gold. William Mayo (1861-1939) Tilvitnunin að ofan hékk uppi í einni af mörgum byggingum hinnar þekktu Mayo Clinic í Rochester Minnesota þegar undirritaður vann þar við rannsóknir í læknisfræði fyrir nokkrum árum. 10. maí 2017 07:00
Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. 9. maí 2017 18:04