Hroki 21. aldarinnar Bergur Ebbi skrifar 12. maí 2017 10:15 Það er verðugt verkefni að forðast það að vera hrokafullur, líklega er það hið eiginlega ævistarf. Hroki er margslunginn, og líklegast hef ég oft gerst sekur um hann sjálfur. Hroki er að halda að maður viti eitthvað, þegar maður veit í raun ósköp fátt, að halda að maður viti meira en aðrir eða geti meira en aðrir. Hroki er löstur. Það er dyggðugt að efast. Það er meira að segja kennt í trúarbrögðum. Að efast er að trúa. Til að skilja náð Guðs þarf að efast um hana, eða þannig hefur fólk sem ég ég lít upp til túlkað boðskapinn. Þetta er líka í vísindunum. Sókrates vissi meira en allir því hann vissi að hann vissi ósköp fátt. En eftir því sem ég hugsa meira um það þá held ég – og nú reyni ég að setja þetta fram eins laust við hroka og mögulegt er – að hroki sé jafnvel enn margslungnari en það. Getur einnig verið hrokafullt að þykjast aldrei skilja neitt? Að yppa sífellt öxlum og fela hroka sinn með viðkvæðum eins og „þetta er skrítið“, „þetta er mjög random“, „óskiljanlegt“. Er ekki ósköp þægilegt og stundum nánast hrokafullt að geta ekki byggt upp neinskonar vissu um heiminn sem maður býr í? Vitum við ekki miklu meira en við þykjumst vita?Er hægt að skilja gasárásir? En hvers vegna ættum við að þykjast skilja minna en við gerum? Líklega samræmist það ekki grunngildum okkar um virðingu og nærgætni að skilja þær sögur sem okkur berast til eyrna. Hversu ónærgætið væri það að skrifa pistil um borgarastríðið í Sýrlandi og segjast skilja það vel að börn verði fyrir gasárásum? Það myndi hljóma eins og maður væri nánast að kvitta fyrir verknaðinn, að samþykkja hann eða góðkenna. Upp að vissu marki boðar menning okkar að það sé uppgjöf og vanvirðing að skilja hræðilega hluti. En kannski er, þrátt fyrir allt, líka hægt að skilja hræðilega hluti. Heimurinn fylgdist agndofa með hryðjuverkaárásunum 11. september 2001. Enginn skildi neitt þá. Og það er kannski ekki skrítið. Sjónarspilið var hryllilegt, myndmálið stærra en nokkur Hollywood mynd hafði skapað. Viðbrögðin voru sjokk og áfall – en í stærra samhenginu og þegar tími hefur liðið frá atburðinum þá er varla svo erfitt að skilja heildarmyndina. Vitum við ekki öll að saklaust fólk er drepið í þúsundavís á ári hverju vegna öfgafullra hugsjóna um trúarleg og hernaðarleg yfirráð? Og varla er erfitt að ímynda sér að World Trade Center byggingarnar hafi orðið fyrir valinu, þar sem sum af stærstu fjármálafyrirtækjum Bandaríkjanna höfðu aðsetur. Aðeins átta árum fyrr, árið 1993, hafði sendibíll með 606 kíló af sprengiefni verið sprengdur í bílageymslu nyrðri turnsins. Yfir þúsund manns særðust í árásinni. Hryðjuverkasamtök að nafni al-Qaeda báru ábyrgð á sprengingunni 1993 rétt eins og tortímingunni 2001. Og svo er það stærra samhengið, stríðsrekstur Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, skipting arabískra þjóða í griparéttir þar sem þeir þægu fá sérmeðferð en hinir fá takmarkaðan markað fyrir olíu sína. Það er alveg hægt að skilja 11. september. Atburðurinn er ekki gáta. Það er enginn kóði sem fólki er að yfirsjást. Það þarf hvorki háskólagráðu né þúsund manna rannsóknarteymi til að sjá stóru línurnar.Stóru línurnar Ég skil 11. september og ofbeldið sem átti sér stað þann dag – og hér koma fyrirvararnir. Það þýðir ekki að ég samþykki ofbeldið. Það þýðir ekki að ég dýrki það. Það þýðir ekki að ég hafi ekki samúð með fórnarlömbunum. Það þýðir ekki neitt af þessu. En allir þessir fyrirvarar eru nauðsynlegir því menning okkar hefur reist brú á milli þess að skilja hluti og að samþykkja þá. Lækið er tákn um bæði; samþykkt og skilning og þess vegna er hættulegt að skilja. Kannski skiljum við miklu meira en við þorum að viðurkenna. Það er synd vegna þess að það hlýtur alltaf að vera til gagns að skilja hluti – sama hversu hræðilegir þeir eru – til að koma í veg fyrir að þeir endurtaki sig. Mér finnst heimurinn ruglingslegur. Samfélagsmiðlar hafa tortímt hefðbundnu upplýsingastreymi. Jafnvel burðugir fjölmiðlar hafa varla undan að sortera falsfréttir frá staðreyndum. Fréttir af kökuskreytingarkeppnum eru bornar fram strax á eftir fréttum af limlestum börnum. Allt er orðið að kássu. Og það versta við þetta alltsaman er að ef ég reyni að skilja heiminn finnst mér hroki hellast yfir mig. En kannski er það ekki þannig. Kannski er einmitt hrokafullt að gefast upp og segja „heimurinn er fokkt“. Ég er ekki viss. En kannski er hroki 21. aldarinnar einmitt þannig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Það er verðugt verkefni að forðast það að vera hrokafullur, líklega er það hið eiginlega ævistarf. Hroki er margslunginn, og líklegast hef ég oft gerst sekur um hann sjálfur. Hroki er að halda að maður viti eitthvað, þegar maður veit í raun ósköp fátt, að halda að maður viti meira en aðrir eða geti meira en aðrir. Hroki er löstur. Það er dyggðugt að efast. Það er meira að segja kennt í trúarbrögðum. Að efast er að trúa. Til að skilja náð Guðs þarf að efast um hana, eða þannig hefur fólk sem ég ég lít upp til túlkað boðskapinn. Þetta er líka í vísindunum. Sókrates vissi meira en allir því hann vissi að hann vissi ósköp fátt. En eftir því sem ég hugsa meira um það þá held ég – og nú reyni ég að setja þetta fram eins laust við hroka og mögulegt er – að hroki sé jafnvel enn margslungnari en það. Getur einnig verið hrokafullt að þykjast aldrei skilja neitt? Að yppa sífellt öxlum og fela hroka sinn með viðkvæðum eins og „þetta er skrítið“, „þetta er mjög random“, „óskiljanlegt“. Er ekki ósköp þægilegt og stundum nánast hrokafullt að geta ekki byggt upp neinskonar vissu um heiminn sem maður býr í? Vitum við ekki miklu meira en við þykjumst vita?Er hægt að skilja gasárásir? En hvers vegna ættum við að þykjast skilja minna en við gerum? Líklega samræmist það ekki grunngildum okkar um virðingu og nærgætni að skilja þær sögur sem okkur berast til eyrna. Hversu ónærgætið væri það að skrifa pistil um borgarastríðið í Sýrlandi og segjast skilja það vel að börn verði fyrir gasárásum? Það myndi hljóma eins og maður væri nánast að kvitta fyrir verknaðinn, að samþykkja hann eða góðkenna. Upp að vissu marki boðar menning okkar að það sé uppgjöf og vanvirðing að skilja hræðilega hluti. En kannski er, þrátt fyrir allt, líka hægt að skilja hræðilega hluti. Heimurinn fylgdist agndofa með hryðjuverkaárásunum 11. september 2001. Enginn skildi neitt þá. Og það er kannski ekki skrítið. Sjónarspilið var hryllilegt, myndmálið stærra en nokkur Hollywood mynd hafði skapað. Viðbrögðin voru sjokk og áfall – en í stærra samhenginu og þegar tími hefur liðið frá atburðinum þá er varla svo erfitt að skilja heildarmyndina. Vitum við ekki öll að saklaust fólk er drepið í þúsundavís á ári hverju vegna öfgafullra hugsjóna um trúarleg og hernaðarleg yfirráð? Og varla er erfitt að ímynda sér að World Trade Center byggingarnar hafi orðið fyrir valinu, þar sem sum af stærstu fjármálafyrirtækjum Bandaríkjanna höfðu aðsetur. Aðeins átta árum fyrr, árið 1993, hafði sendibíll með 606 kíló af sprengiefni verið sprengdur í bílageymslu nyrðri turnsins. Yfir þúsund manns særðust í árásinni. Hryðjuverkasamtök að nafni al-Qaeda báru ábyrgð á sprengingunni 1993 rétt eins og tortímingunni 2001. Og svo er það stærra samhengið, stríðsrekstur Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, skipting arabískra þjóða í griparéttir þar sem þeir þægu fá sérmeðferð en hinir fá takmarkaðan markað fyrir olíu sína. Það er alveg hægt að skilja 11. september. Atburðurinn er ekki gáta. Það er enginn kóði sem fólki er að yfirsjást. Það þarf hvorki háskólagráðu né þúsund manna rannsóknarteymi til að sjá stóru línurnar.Stóru línurnar Ég skil 11. september og ofbeldið sem átti sér stað þann dag – og hér koma fyrirvararnir. Það þýðir ekki að ég samþykki ofbeldið. Það þýðir ekki að ég dýrki það. Það þýðir ekki að ég hafi ekki samúð með fórnarlömbunum. Það þýðir ekki neitt af þessu. En allir þessir fyrirvarar eru nauðsynlegir því menning okkar hefur reist brú á milli þess að skilja hluti og að samþykkja þá. Lækið er tákn um bæði; samþykkt og skilning og þess vegna er hættulegt að skilja. Kannski skiljum við miklu meira en við þorum að viðurkenna. Það er synd vegna þess að það hlýtur alltaf að vera til gagns að skilja hluti – sama hversu hræðilegir þeir eru – til að koma í veg fyrir að þeir endurtaki sig. Mér finnst heimurinn ruglingslegur. Samfélagsmiðlar hafa tortímt hefðbundnu upplýsingastreymi. Jafnvel burðugir fjölmiðlar hafa varla undan að sortera falsfréttir frá staðreyndum. Fréttir af kökuskreytingarkeppnum eru bornar fram strax á eftir fréttum af limlestum börnum. Allt er orðið að kássu. Og það versta við þetta alltsaman er að ef ég reyni að skilja heiminn finnst mér hroki hellast yfir mig. En kannski er það ekki þannig. Kannski er einmitt hrokafullt að gefast upp og segja „heimurinn er fokkt“. Ég er ekki viss. En kannski er hroki 21. aldarinnar einmitt þannig.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun