Klífa sitt eigið Everest og styrkja fátækar stúlkur í Nepal til náms Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. maí 2017 16:45 Guðrún Harpa Bjarnadóttir fór ásamt Fjallafélaginu upp í grunnbúðir Everest síðastliðinn nóvember og stofnaði í kjölfarið Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls. Mynd/Guðrún Harpa. Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls standa fyrir fjáröflunarviðburði á Uppstigningardag undir yfirskriftinni Mitt eigið Everest. Markmiðið er að hvetja fólk til að skora á sjálft sig og afla í leiðinni fjár fyrir samtökin, sem styrkja fátækar stúlkur í Nepal til náms. „Fyrsta markmiðið er að afla fjár fyrir samtökin en annað er að hvetja fólk til hreyfingar og útivistar. Við erum að hvetja fólk til að skora á sjálft sig og fjölskylduna og fara út fyrir þægindarammann. Við köllum það að klífa sitt eigið Everest. Það eiga allir sitt eigið Everest sem væri gaman að klífa og mismunandi hvert Everestið er. Fyrir suma getur verið næg áskorun að fara eina ferð upp Úlfarsfell og fyrir aðra þarf það ekki að vera mikil áskorun,“ segir Guðrún Harpa Bjarnadóttir, sem stofnaði Íslandsdeild samtakanna, í samtali við Vísi. Ætlunin er að dagurinn verði fjölskylduskemmtun og var ætlunin að þau tengdust fjallgöngu vegna þess hvaða þýðingu Nepal hefur meðal fjallgöngufólks. Eins og fyrr segir styrkja samtökin fátækar stúlkur í Nepal til náms. Það kostar að meðaltali um 20þúsund íslenskar krónur fyrir hverja stúlku að stunda nám í grunnskóla í eitt ár. Í þeirri upphæð eru innifalin skólagjöld, ritföng, skólabúningur og annað sem þarf í námið. Samtökin styrkja tæplega 300 börn víðs vegar í Nepal.Fjórtán tímar í fjallgöngu Fjáröflunin fer annars vegar fram með skráningargjaldi og hins vegar með áheitasöfnun. Skráningargjaldið er 5.900 krónur á hverja fjölskyldu óháð barnafjölda og aðrir safna áheitum í sínu nafni. „Það er misjafnt hvernig fólk hefur útfært það hjá sér. Einn sem á tvær dætur segir að hans markmið sé að safna því sem þarf til að mennta tvær stelpur því hann á tvær stelpur. Ein á fjórar bróðurdætur, hana langar að safna peningum sem myndu duga til að mennta fjórar stelpur, þannig það eru ýmsir vinklar sem fólk hefur á þessari söfnun.“ Viðburðurinn er á Uppstigningardag, sem verður að teljast afar viðeigandi. Einhverjir göngugarpar ætla að vera á göngu allan daginn í fjórtán klukkutíma. „Þeir sem verða í því verða á ferðinni frá 9 um morguninn til 11 um kvöldið og við erum að vonast til að ná kannski tíu ferðum á þeim tíma. En það er gert ráð fyrir að flestir fari eina til tvær ferðir. Við höfum hvatt fólk til að koma og vera á bilinu 12 til 4 þannig það verði sem flestir á ferðinni á þeim tíma. Þá myndast mikil orka í fjallinu og skemmtileg stemning.“Nánari upplýsingar um viðburðinn er hægt að nálgast hér. Nepal Tengdar fréttir Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: "Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls standa fyrir fjáröflunarviðburði á Uppstigningardag undir yfirskriftinni Mitt eigið Everest. Markmiðið er að hvetja fólk til að skora á sjálft sig og afla í leiðinni fjár fyrir samtökin, sem styrkja fátækar stúlkur í Nepal til náms. „Fyrsta markmiðið er að afla fjár fyrir samtökin en annað er að hvetja fólk til hreyfingar og útivistar. Við erum að hvetja fólk til að skora á sjálft sig og fjölskylduna og fara út fyrir þægindarammann. Við köllum það að klífa sitt eigið Everest. Það eiga allir sitt eigið Everest sem væri gaman að klífa og mismunandi hvert Everestið er. Fyrir suma getur verið næg áskorun að fara eina ferð upp Úlfarsfell og fyrir aðra þarf það ekki að vera mikil áskorun,“ segir Guðrún Harpa Bjarnadóttir, sem stofnaði Íslandsdeild samtakanna, í samtali við Vísi. Ætlunin er að dagurinn verði fjölskylduskemmtun og var ætlunin að þau tengdust fjallgöngu vegna þess hvaða þýðingu Nepal hefur meðal fjallgöngufólks. Eins og fyrr segir styrkja samtökin fátækar stúlkur í Nepal til náms. Það kostar að meðaltali um 20þúsund íslenskar krónur fyrir hverja stúlku að stunda nám í grunnskóla í eitt ár. Í þeirri upphæð eru innifalin skólagjöld, ritföng, skólabúningur og annað sem þarf í námið. Samtökin styrkja tæplega 300 börn víðs vegar í Nepal.Fjórtán tímar í fjallgöngu Fjáröflunin fer annars vegar fram með skráningargjaldi og hins vegar með áheitasöfnun. Skráningargjaldið er 5.900 krónur á hverja fjölskyldu óháð barnafjölda og aðrir safna áheitum í sínu nafni. „Það er misjafnt hvernig fólk hefur útfært það hjá sér. Einn sem á tvær dætur segir að hans markmið sé að safna því sem þarf til að mennta tvær stelpur því hann á tvær stelpur. Ein á fjórar bróðurdætur, hana langar að safna peningum sem myndu duga til að mennta fjórar stelpur, þannig það eru ýmsir vinklar sem fólk hefur á þessari söfnun.“ Viðburðurinn er á Uppstigningardag, sem verður að teljast afar viðeigandi. Einhverjir göngugarpar ætla að vera á göngu allan daginn í fjórtán klukkutíma. „Þeir sem verða í því verða á ferðinni frá 9 um morguninn til 11 um kvöldið og við erum að vonast til að ná kannski tíu ferðum á þeim tíma. En það er gert ráð fyrir að flestir fari eina til tvær ferðir. Við höfum hvatt fólk til að koma og vera á bilinu 12 til 4 þannig það verði sem flestir á ferðinni á þeim tíma. Þá myndast mikil orka í fjallinu og skemmtileg stemning.“Nánari upplýsingar um viðburðinn er hægt að nálgast hér.
Nepal Tengdar fréttir Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: "Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: "Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15