Bílum Fiat troðið uppá söluumboð Finnur Thorlacius skrifar 2. maí 2017 13:45 Fiat Tipo. Nokkur söluumboð á Ítalíu hafa kvartað undan því að þeim hafi verið sendir Fiat bílar sem þau aldrei pöntuðu og rukkuð fyrir pantanir á bílunum. Umboðin vilja ekki gefa upp nöfn sín í hræðslu sinni við viðbrögð frá FCA Fiat Chrysler. Fiat virðist með þessu hafa reynt að koma út hægseljandi Fiat Tipo fólksbílum og Ducato sendibílum. Alls er um að ræða 5.000 bíla, en Fiat Tipo selst aðeins í um 4.000 eintökum á mánuði, svo þessar viðbótarbirgðir eru langt umfram það sem þessi umboð þurfa á að halda og í raun óseljanlegar pantanir. Þessi umboð eiga nú þegar of mikið af Fiat Tipo bílum, um 8-9 mánaða birgðir, og þurftu alls ekki neina viðbót á þeim. FCA Fiat Chrysler fyrirtækið hefur ekki brugðist við fyrirspurnum í þessu máli sem komu frá Automotive News Europe, en þar vænta menn svars frá fyrirtækinu.Til að fegra sölutölur FCA Mjög undarlegt andrúmsloft hefur myndast á milli þeirra 150 söluumboða Fiat á Ítlaíu og FCA Fiat Chrysler eftir þennan gjörning, en hann kom fyrst upp í febrúar á þessu ári. Samtök söluumboðanna hefur mótmælt þessum gjörningi Fiat með bréfi til FCA þar sem greint er frá því að þetta sé brot á samningi milli söluumboðanna og FCA Fiat Chrysler. Grunur leikur á að þessi gjörningur Fiat sé til þess gerður að hækka sölutölur FCA Fiat Chrysler og fegra sölutölur og hagnað fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en víst er að hann var ekki gjöfull FCA og salan dræm. Fiat mun greina frá niðurstöðum rekstar frá fyrst ársfjórðungi þann 26. apríl. Sala bíla Fiat á Ítalíu er afar mikilvæg FCA, en 44% bíla Fiat seljast í heimalandinu og salan þar í landi er um 59% af heildarsölu Fiat bíla í Evrópu. Þeir eru því ekki ýkja vinsælir utan heimalandsins.Fiat Ducato sendibílar voru einnig sendir til bílaumboðanna, án þess að þeir væru pantaðir. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent
Nokkur söluumboð á Ítalíu hafa kvartað undan því að þeim hafi verið sendir Fiat bílar sem þau aldrei pöntuðu og rukkuð fyrir pantanir á bílunum. Umboðin vilja ekki gefa upp nöfn sín í hræðslu sinni við viðbrögð frá FCA Fiat Chrysler. Fiat virðist með þessu hafa reynt að koma út hægseljandi Fiat Tipo fólksbílum og Ducato sendibílum. Alls er um að ræða 5.000 bíla, en Fiat Tipo selst aðeins í um 4.000 eintökum á mánuði, svo þessar viðbótarbirgðir eru langt umfram það sem þessi umboð þurfa á að halda og í raun óseljanlegar pantanir. Þessi umboð eiga nú þegar of mikið af Fiat Tipo bílum, um 8-9 mánaða birgðir, og þurftu alls ekki neina viðbót á þeim. FCA Fiat Chrysler fyrirtækið hefur ekki brugðist við fyrirspurnum í þessu máli sem komu frá Automotive News Europe, en þar vænta menn svars frá fyrirtækinu.Til að fegra sölutölur FCA Mjög undarlegt andrúmsloft hefur myndast á milli þeirra 150 söluumboða Fiat á Ítlaíu og FCA Fiat Chrysler eftir þennan gjörning, en hann kom fyrst upp í febrúar á þessu ári. Samtök söluumboðanna hefur mótmælt þessum gjörningi Fiat með bréfi til FCA þar sem greint er frá því að þetta sé brot á samningi milli söluumboðanna og FCA Fiat Chrysler. Grunur leikur á að þessi gjörningur Fiat sé til þess gerður að hækka sölutölur FCA Fiat Chrysler og fegra sölutölur og hagnað fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en víst er að hann var ekki gjöfull FCA og salan dræm. Fiat mun greina frá niðurstöðum rekstar frá fyrst ársfjórðungi þann 26. apríl. Sala bíla Fiat á Ítalíu er afar mikilvæg FCA, en 44% bíla Fiat seljast í heimalandinu og salan þar í landi er um 59% af heildarsölu Fiat bíla í Evrópu. Þeir eru því ekki ýkja vinsælir utan heimalandsins.Fiat Ducato sendibílar voru einnig sendir til bílaumboðanna, án þess að þeir væru pantaðir.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent