Björk og Jónas Sen senda frá sér veglega nótnabók Guðný Hrönn skrifar 3. maí 2017 14:15 Jónas Sen hefur undanfarin átta ár unnið að veglegu bókverki í samvinnu við Björk Guðmundsdóttur. Vísir/GVA Björk Guðmundsdóttir er að senda frá sér bók sem hefur að geyma nótur með 34 útsetningum laga hennar. Það var píanistinn Jónas Sen sem vann útsetningarnar með henni en vinnan á bak við bókina tók átta ár og útkoman er afar veglegt „Tilurðin er sú að fyrir tíu árum síðan var ég að túra með Björk. Við ferðuðumst um allan heim í eitt og hálft ár og hún hafði þann háttinn á að hafa alltaf eitt lag, rétt undir lok dagskrárinnar, sem var rólegra en hin. Og hún söng þau lög með mér án hinna í hljómsveitinni,“ útskýrir Jónas Sen spurður út í hvernig samstarf hans við Björk Guðmundsdóttur í kringum nótnabókina kom til. „Fyrir þetta tónleikaferðalag sendi hún mér nokkur lög sem hún bað mig um að kynna mér og undirbúa. Ég gerði alveg nýja útgáfu af einu þeirra sem Björk var mjög hrifin af og við fluttum hana margoft á ferðalagi okkar.“„Eftir að túrinn var búinn þá hafði hún samband við mig og spurði hvort ég vildi ekki gera með henni útsetningar á lögunum hennar fyrir píanó, orgel, sembal og selestu.“ Jónas stökk á tækifærið og við tók mikil vinna. „Þetta er búið að taka langan tíma, eða átta ár nánar tiltekið. Lögin hennar hafa aldrei komið út í nótum og hugmyndin var þá að gefa út veglega útgáfu með lögunum hennar. Allir sem hafa einhverja kunnáttu á hljómborðshljóðfæri geta spilað þau, og líka sungið en röddin er einnig skrifuð í nótur með texta,“ segir Jónas um bókina sem kemur út 5. júní. Ekki alltaf sammálaBókverkið geymir 34 útfærslur með nótum af lögum Bjargar.Aðspurður hvernig samstarfið hafi gengið segir Jónas þetta hafa gengið afar vel þó að þau Björk hafi ekki endilega alltaf verið sammála. „Oft vildi ég fara mína leið, en ekkert alltaf. Ef ég heyri eitthvert lag eftir Björk þá dettur mér oft í hug hvernig væri hægt að útfæra það í einhvern annan stíl. Í þessu ferli settist ég bara niður og bjó til útsetningu eða einhvers konar tilbrigði og svo spilaði ég það fyrir Björk. Annaðhvort fílaði hún það eða hataði það, það gerðist alveg stundum,“ segir hann og hlær. „Þá settist ég bara aftur yfir þetta og oft þurfti hún að hjálpa mér. Ég myndi segja að flestar útsetningarnar í bókinni væru gerðar af okkur Björk saman. Hún er harður gagnrýnandi og ekki má gleyma að hún hefur gert ótal útsetningar á tónlist sinni á öðrum vettvangi, þ.e. fyrir strengi, kóra og blásara.“ Jónas er himinlifandi með útkomuna enda er um vandað bókverk að ræða. „Já, við erum búin að fara svo vandlega yfir þetta með hjálp margra sérfræðinga.“ Um umbrotshliðina sá franska listamannateymið M/M Paris sem hefur unnið töluvert með Björk í gegnum tíðina. „Umbrotið er rosalega fallegt en M/M Paris hannaði alveg sérstakt tónlistarletur sem er mjög í anda Bjarkar.“ Þess má geta að sumar útsetningarnar voru frumfluttar af Jónasi og Ásgerði Júníusdóttur mezzósópran á Listahátíð 2010, en aðrar voru frumfluttar í þáttaröðinni Átta raddir, sem Jónas hafði umsjón með fyrir nokkrum árum. Upptökur af flutningi nokkurra laganna er að finna á vefsíðu hans, jonas-sen.com. Tónlist Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir er að senda frá sér bók sem hefur að geyma nótur með 34 útsetningum laga hennar. Það var píanistinn Jónas Sen sem vann útsetningarnar með henni en vinnan á bak við bókina tók átta ár og útkoman er afar veglegt „Tilurðin er sú að fyrir tíu árum síðan var ég að túra með Björk. Við ferðuðumst um allan heim í eitt og hálft ár og hún hafði þann háttinn á að hafa alltaf eitt lag, rétt undir lok dagskrárinnar, sem var rólegra en hin. Og hún söng þau lög með mér án hinna í hljómsveitinni,“ útskýrir Jónas Sen spurður út í hvernig samstarf hans við Björk Guðmundsdóttur í kringum nótnabókina kom til. „Fyrir þetta tónleikaferðalag sendi hún mér nokkur lög sem hún bað mig um að kynna mér og undirbúa. Ég gerði alveg nýja útgáfu af einu þeirra sem Björk var mjög hrifin af og við fluttum hana margoft á ferðalagi okkar.“„Eftir að túrinn var búinn þá hafði hún samband við mig og spurði hvort ég vildi ekki gera með henni útsetningar á lögunum hennar fyrir píanó, orgel, sembal og selestu.“ Jónas stökk á tækifærið og við tók mikil vinna. „Þetta er búið að taka langan tíma, eða átta ár nánar tiltekið. Lögin hennar hafa aldrei komið út í nótum og hugmyndin var þá að gefa út veglega útgáfu með lögunum hennar. Allir sem hafa einhverja kunnáttu á hljómborðshljóðfæri geta spilað þau, og líka sungið en röddin er einnig skrifuð í nótur með texta,“ segir Jónas um bókina sem kemur út 5. júní. Ekki alltaf sammálaBókverkið geymir 34 útfærslur með nótum af lögum Bjargar.Aðspurður hvernig samstarfið hafi gengið segir Jónas þetta hafa gengið afar vel þó að þau Björk hafi ekki endilega alltaf verið sammála. „Oft vildi ég fara mína leið, en ekkert alltaf. Ef ég heyri eitthvert lag eftir Björk þá dettur mér oft í hug hvernig væri hægt að útfæra það í einhvern annan stíl. Í þessu ferli settist ég bara niður og bjó til útsetningu eða einhvers konar tilbrigði og svo spilaði ég það fyrir Björk. Annaðhvort fílaði hún það eða hataði það, það gerðist alveg stundum,“ segir hann og hlær. „Þá settist ég bara aftur yfir þetta og oft þurfti hún að hjálpa mér. Ég myndi segja að flestar útsetningarnar í bókinni væru gerðar af okkur Björk saman. Hún er harður gagnrýnandi og ekki má gleyma að hún hefur gert ótal útsetningar á tónlist sinni á öðrum vettvangi, þ.e. fyrir strengi, kóra og blásara.“ Jónas er himinlifandi með útkomuna enda er um vandað bókverk að ræða. „Já, við erum búin að fara svo vandlega yfir þetta með hjálp margra sérfræðinga.“ Um umbrotshliðina sá franska listamannateymið M/M Paris sem hefur unnið töluvert með Björk í gegnum tíðina. „Umbrotið er rosalega fallegt en M/M Paris hannaði alveg sérstakt tónlistarletur sem er mjög í anda Bjarkar.“ Þess má geta að sumar útsetningarnar voru frumfluttar af Jónasi og Ásgerði Júníusdóttur mezzósópran á Listahátíð 2010, en aðrar voru frumfluttar í þáttaröðinni Átta raddir, sem Jónas hafði umsjón með fyrir nokkrum árum. Upptökur af flutningi nokkurra laganna er að finna á vefsíðu hans, jonas-sen.com.
Tónlist Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Sjá meira