Stjórnarandstaðan segir hneyksli að færa FÁ undir einkarekinn Tækniskóla án samráðs við Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 4. maí 2017 11:52 Tækniskólinn. Vísir/Eyþór Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega á Alþingi í dag að til standi að færa Fjölbrautaskólann við Ármúla undir Tækniskóla Íslands sem er einkarekinn skóli. Ríkisstjórnin sem hefði minnihluta atkvæða á bak við sig ætlaði sér að sniðganga Alþingi í þessu máli. Greint var frá því í morgunfréttum Ríkisútvarpsins í dag að Fjölbrautaskólinn við Ármúla og Tækniskóli Íslands verði sameinaðir. Þingmenn stjórnarandstöðunnar brugðust harðlega við þessum fréttum við upphaf þingfundar í morgun. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði ríkisstjórnina sniðganga Alþingi. „Enn einu sinni ætlar ríkisstjórnin að fara framhjá þinginu í stórum ákvörðunum sem varða íslenskt samfélag. Án þess að kóngur né prestur sé spurður. Nú á að gera Fjölbrautaskólann við Ármúla hluta af Tækniskólanum og einkavæðingin lekur inn stjórnlaust án aðkomu þingsins,“ sagði Logi.Sjá einnig: Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna minnti á að stjórnarflokkarnir hefðu minnihluta atkvæða á bak við sig og samkvæmt könnunum væri stuðningurinn við ríkisstjórnina orðinn enn minni. Það færi lítið fyrir loforðum um bætt vinnubrögð og samráð. „Þau eru öll orðin ómerkingar orða sinna. Að minnihlutinn á Alþingi þurfi að hlusta á þetta í fréttum, hafandi hlustað á forsvarsmenn málaflokksins tala fyrir stefnumótun án þess að minnast á þetta einu orði, frú forseti, mér finnst þetta ömurlegt,“ sagði Katrín. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði ákvörðun sem þessa án samráðs við þingið vekja undrun. „Nú er það kannski spurningin hvort að Ármúlinn sé sérstaklega valinn? Þar eigi að einkavæða alla götuna? Því að við vitum jú að ríkisstjórn einkavæddi heilbrigðisþjónustu (Klínikin) hinum megin við veginn. Núna eru þau komin þarna megin við götuna. Það er spurning hvaða gata verður undir næst án aðkomu þingsins,“ sagði Sigurður Ingi. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sagði þetta í andstöðu við málflutning Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í stjórnarmyndunarviðræðum við stjórnarandstöðuflokkana í vetur. „Það virðist sem að við séum nú með Sjálfstæðisflokkinn einráðan í þessu stjórnarsamstarfi. Ég óska eftir því að þingmenn og ráðherrar frá Viðreisn og Bjartri framtíð segi hug sinn gagnvart svona vinnubrögðum. Því að þetta er ekki í anda opinnar stjórnsýslu sem hér var lofað,“ sagði Birgitta. „Vill Björt framtíð þetta? Var Björt framtíð upplýst um þetta? Var Viðreisn upplýst um þetta? Vill Viðreisn einkavæðingu almannaþjónustunnar með Alþingi bundið fyrir augun,“ spurði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna Fátt var hins vegar um svör því þingmenn þessara flokka tóku ekki þátt í þessari umræðu um fundarstjórn forseta. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði nemendum hafa fækkað þegar Iðnskólinn í Hafnarfirði var færður undir hin einkarekna Tækniskóla. „Er það vísbending um að það sé góð leið til að fjölga nemendum í framhaldsskólum að renna saman skólum á framhaldsskólastigi undir einkarekinn skóla? Hvar er árangursmatið? Hvar eru rökin? Hvar er stefnumörkunin? Þetta er skandall,“ sagði Oddný G. Harðardóttir. Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra var ekki viðstaddur umræðuna þar sem hann er staddur í útlöndum en hann hefur verið kallaður fyrir allsherjar- og menntamálanefnd vegna málsins að kröfu stjórnarandstöðunnar. Hún óskar eftir því að fundurinn verði opinn fjölmiðlum og er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður nefndarinnar að kanna hvort hægt sé að verða við því á morgun. Ef ekki verður fundi nefndarinnar væntanlega frestað fram yfir helgi. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega á Alþingi í dag að til standi að færa Fjölbrautaskólann við Ármúla undir Tækniskóla Íslands sem er einkarekinn skóli. Ríkisstjórnin sem hefði minnihluta atkvæða á bak við sig ætlaði sér að sniðganga Alþingi í þessu máli. Greint var frá því í morgunfréttum Ríkisútvarpsins í dag að Fjölbrautaskólinn við Ármúla og Tækniskóli Íslands verði sameinaðir. Þingmenn stjórnarandstöðunnar brugðust harðlega við þessum fréttum við upphaf þingfundar í morgun. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði ríkisstjórnina sniðganga Alþingi. „Enn einu sinni ætlar ríkisstjórnin að fara framhjá þinginu í stórum ákvörðunum sem varða íslenskt samfélag. Án þess að kóngur né prestur sé spurður. Nú á að gera Fjölbrautaskólann við Ármúla hluta af Tækniskólanum og einkavæðingin lekur inn stjórnlaust án aðkomu þingsins,“ sagði Logi.Sjá einnig: Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna minnti á að stjórnarflokkarnir hefðu minnihluta atkvæða á bak við sig og samkvæmt könnunum væri stuðningurinn við ríkisstjórnina orðinn enn minni. Það færi lítið fyrir loforðum um bætt vinnubrögð og samráð. „Þau eru öll orðin ómerkingar orða sinna. Að minnihlutinn á Alþingi þurfi að hlusta á þetta í fréttum, hafandi hlustað á forsvarsmenn málaflokksins tala fyrir stefnumótun án þess að minnast á þetta einu orði, frú forseti, mér finnst þetta ömurlegt,“ sagði Katrín. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði ákvörðun sem þessa án samráðs við þingið vekja undrun. „Nú er það kannski spurningin hvort að Ármúlinn sé sérstaklega valinn? Þar eigi að einkavæða alla götuna? Því að við vitum jú að ríkisstjórn einkavæddi heilbrigðisþjónustu (Klínikin) hinum megin við veginn. Núna eru þau komin þarna megin við götuna. Það er spurning hvaða gata verður undir næst án aðkomu þingsins,“ sagði Sigurður Ingi. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sagði þetta í andstöðu við málflutning Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í stjórnarmyndunarviðræðum við stjórnarandstöðuflokkana í vetur. „Það virðist sem að við séum nú með Sjálfstæðisflokkinn einráðan í þessu stjórnarsamstarfi. Ég óska eftir því að þingmenn og ráðherrar frá Viðreisn og Bjartri framtíð segi hug sinn gagnvart svona vinnubrögðum. Því að þetta er ekki í anda opinnar stjórnsýslu sem hér var lofað,“ sagði Birgitta. „Vill Björt framtíð þetta? Var Björt framtíð upplýst um þetta? Var Viðreisn upplýst um þetta? Vill Viðreisn einkavæðingu almannaþjónustunnar með Alþingi bundið fyrir augun,“ spurði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna Fátt var hins vegar um svör því þingmenn þessara flokka tóku ekki þátt í þessari umræðu um fundarstjórn forseta. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði nemendum hafa fækkað þegar Iðnskólinn í Hafnarfirði var færður undir hin einkarekna Tækniskóla. „Er það vísbending um að það sé góð leið til að fjölga nemendum í framhaldsskólum að renna saman skólum á framhaldsskólastigi undir einkarekinn skóla? Hvar er árangursmatið? Hvar eru rökin? Hvar er stefnumörkunin? Þetta er skandall,“ sagði Oddný G. Harðardóttir. Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra var ekki viðstaddur umræðuna þar sem hann er staddur í útlöndum en hann hefur verið kallaður fyrir allsherjar- og menntamálanefnd vegna málsins að kröfu stjórnarandstöðunnar. Hún óskar eftir því að fundurinn verði opinn fjölmiðlum og er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður nefndarinnar að kanna hvort hægt sé að verða við því á morgun. Ef ekki verður fundi nefndarinnar væntanlega frestað fram yfir helgi.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira