Segir kvótakerfið risaskref í umhverfismálum Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. maí 2017 07:00 Sex af ráðherrum ríkisstjórnarinnar skrifuðu undir yfirlýsingu um aðgerðaáætlunina í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær. vísir/eyþór Sérstök áhersla verður lögð á að skoða hvar hægt er að beita grænum hvötum og umhverfissköttum til að ýta undir þróun íslensks samfélags í átt að lágkolefnishagkerfi, samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Áætlunin var kynnt í gær. Hún miðar að því að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum til 2030 og varði veginn að róttækri minnkun losunar til lengri tíma í samræmi við leiðsögn fræðasamfélagsins Áætlunin verður unnin undir forystu forsætisráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, en fjármála- og efnahagsráðuneytið, samgönguráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið munu einnig taka fullan þátt í gerð hennar.Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri SíldarvinnslanÍ yfirlýsingunni segir að helstu tækifæri Íslands til að draga frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda liggi í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. „Rafvæðing bílaflotans er til að mynda raunhæf leið til að nýta innlenda græna orku á hagkvæman hátt og sjávarútvegurinn hefur mikla möguleika á að draga frekar úr losun í gegnum til að mynda orkuskipti og tæknilausnir við veiðar,“ segir í áætluninni. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir skattalega hvata skipta öllu máli varðandi aukna notkun rafbíla. Það sé góður stígandi í notkun slíkra bíla. „Það skýrist fyrst og fremst af því að það er enginn virðisaukaskattur á þessum bílum. Þannig að þeir eru vel samkeppnishæfir í verði við hefðbundna bíla. Ef það væri virðisaukaskattur á þessum bílum þá værum við ekki að sjá þá á götunum,“ segir hann. Hann segir framleiðsluna á rafhlöðum í bílana vera dýra, þótt hún hafi lækkað og muni lækka áfram. „En á meðan hún er dýr þurfum við að hafa niðurfellingu á þessum gjöldum,“ segir Özur. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir að tækifærin fyrir sjávarútveginn liggi í hagkvæmari skipum og veiðarfærum og hvernig þeim er beitt. Hann segir gríðarlega mikið hafa verið gert til að draga úr umhverfisáhrifum í sjávarútvegi á liðnum árum. „Kvótakerfið er sennilegast eitt stærsta skref í umhverfismálum sem stigið hefur verið, hvort sem andstæðingar þess vilja viðurkenna það eða ekki. Við erum að nota margfalt minna af olíu en áður. Menn eru að smíða ný og orkusparneytnari skip og menn eru stöðugt að horfa á orkuferla í landvinnslu,“ segir Gunnþór. Til að mynda hafi verið stigin mjög stór skref í að rafvæða fiskimjölsverksmiðjurnar. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Sérstök áhersla verður lögð á að skoða hvar hægt er að beita grænum hvötum og umhverfissköttum til að ýta undir þróun íslensks samfélags í átt að lágkolefnishagkerfi, samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Áætlunin var kynnt í gær. Hún miðar að því að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum til 2030 og varði veginn að róttækri minnkun losunar til lengri tíma í samræmi við leiðsögn fræðasamfélagsins Áætlunin verður unnin undir forystu forsætisráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, en fjármála- og efnahagsráðuneytið, samgönguráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið munu einnig taka fullan þátt í gerð hennar.Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri SíldarvinnslanÍ yfirlýsingunni segir að helstu tækifæri Íslands til að draga frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda liggi í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. „Rafvæðing bílaflotans er til að mynda raunhæf leið til að nýta innlenda græna orku á hagkvæman hátt og sjávarútvegurinn hefur mikla möguleika á að draga frekar úr losun í gegnum til að mynda orkuskipti og tæknilausnir við veiðar,“ segir í áætluninni. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir skattalega hvata skipta öllu máli varðandi aukna notkun rafbíla. Það sé góður stígandi í notkun slíkra bíla. „Það skýrist fyrst og fremst af því að það er enginn virðisaukaskattur á þessum bílum. Þannig að þeir eru vel samkeppnishæfir í verði við hefðbundna bíla. Ef það væri virðisaukaskattur á þessum bílum þá værum við ekki að sjá þá á götunum,“ segir hann. Hann segir framleiðsluna á rafhlöðum í bílana vera dýra, þótt hún hafi lækkað og muni lækka áfram. „En á meðan hún er dýr þurfum við að hafa niðurfellingu á þessum gjöldum,“ segir Özur. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir að tækifærin fyrir sjávarútveginn liggi í hagkvæmari skipum og veiðarfærum og hvernig þeim er beitt. Hann segir gríðarlega mikið hafa verið gert til að draga úr umhverfisáhrifum í sjávarútvegi á liðnum árum. „Kvótakerfið er sennilegast eitt stærsta skref í umhverfismálum sem stigið hefur verið, hvort sem andstæðingar þess vilja viðurkenna það eða ekki. Við erum að nota margfalt minna af olíu en áður. Menn eru að smíða ný og orkusparneytnari skip og menn eru stöðugt að horfa á orkuferla í landvinnslu,“ segir Gunnþór. Til að mynda hafi verið stigin mjög stór skref í að rafvæða fiskimjölsverksmiðjurnar.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira