Tilbúin fyrir stóra kvöldið: Skrifar á miða til að spara röddina Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 9. maí 2017 07:00 Svala Björgvinsdóttir stígur á stóra sviðið í Alþjóða sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld og kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu. Svala sparar röddina með því að skrifa niður það sem hún vill segja. Hún talar lítið og fór meira að segja í partý þar sem hún sagði ekki neitt. „Það kemur smá þreyta þegar maður er að syngja mikið og ég er að passa mig að tala lítið, nema þegar ég er i viðtölum. Ég fór meira að segja í partý þar sem ég talaði ekki neitt,“ segir Svala Sviðið og hljómburður í höllinni er fyrsta flokks og í gær var verið að vinna í því að gera allt tilbúið fyrir sýningu kvöldsins. Gríðarlega margir sjálfboðaliðar vinna til að allt gangi snuðrulaust fyrir sig og öryggisgæslan við höllina og keppendur er með ólíkindum. Hér þarf að tæma alla vasa, allar tölvur eru skoðaðar og myndavélar eru teknar í sundur. Svala tekur þó lífinu með ró og er tilbúin í stóra kvöldið.Getur verið erfitt að vera í öllum þessum viðtölum „Ég er ofboðslega spennt og auðvitað eru alltaf fiðrildi í maganum og annað þegar að stóru stundinni kemur sem er gott því það er gott stress. Ég er ofboðslega spennt að fara á svið og gera þetta 250 prósent.“ Mikið hefur mætt á Svölu sem og öllum keppendum enda um 1250 blaðamenn hér sem nánast allir vilja viðtöl við hana. Hún segist vera með sínar venjur, sína siði og annað þegar kemur að því að geta staðið sig á sviðinu enda lagið erfitt í fluttningi. „Ég er alveg vön að vera í mikilli keyrslu þegar ég er á tónleikaferðalagi með Steed Lord. Þá er maður að spila mikið og mörg kvöld í röð í tvær til þrjár vikur. Þá talar maður lítið sem ekkert og þá nota ég miða til að koma skilaboðum áleiðis,“ segir hún og brosir. Um keppnisskapið og möguleikann að fara áfram segir hún. „Þetta er búið að vera eitt stórkostlegt ævintýri, frá því við lentum í Kænugarði. Það er mikið af tækifærum og mikil vinátta að skapast á milli keppenda og hef ég kynnst nokkrum þeirra. Það er mikil gleði og hamingja þar en maður þarf líka að leyfa sér að njóta. Auðvitað langar mig áfram og standa mig vel eins og í öllu í lífinu. Það eru ótrúlega mörg góð lög í ár og við erum að halda mikið með hvort öðru, sem er svipað eins og í forkeppninni á Íslandi.“Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins og Facebook-síðu Vísis. Eurovision Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Sjá meira
Svala Björgvinsdóttir stígur á stóra sviðið í Alþjóða sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld og kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu. Svala sparar röddina með því að skrifa niður það sem hún vill segja. Hún talar lítið og fór meira að segja í partý þar sem hún sagði ekki neitt. „Það kemur smá þreyta þegar maður er að syngja mikið og ég er að passa mig að tala lítið, nema þegar ég er i viðtölum. Ég fór meira að segja í partý þar sem ég talaði ekki neitt,“ segir Svala Sviðið og hljómburður í höllinni er fyrsta flokks og í gær var verið að vinna í því að gera allt tilbúið fyrir sýningu kvöldsins. Gríðarlega margir sjálfboðaliðar vinna til að allt gangi snuðrulaust fyrir sig og öryggisgæslan við höllina og keppendur er með ólíkindum. Hér þarf að tæma alla vasa, allar tölvur eru skoðaðar og myndavélar eru teknar í sundur. Svala tekur þó lífinu með ró og er tilbúin í stóra kvöldið.Getur verið erfitt að vera í öllum þessum viðtölum „Ég er ofboðslega spennt og auðvitað eru alltaf fiðrildi í maganum og annað þegar að stóru stundinni kemur sem er gott því það er gott stress. Ég er ofboðslega spennt að fara á svið og gera þetta 250 prósent.“ Mikið hefur mætt á Svölu sem og öllum keppendum enda um 1250 blaðamenn hér sem nánast allir vilja viðtöl við hana. Hún segist vera með sínar venjur, sína siði og annað þegar kemur að því að geta staðið sig á sviðinu enda lagið erfitt í fluttningi. „Ég er alveg vön að vera í mikilli keyrslu þegar ég er á tónleikaferðalagi með Steed Lord. Þá er maður að spila mikið og mörg kvöld í röð í tvær til þrjár vikur. Þá talar maður lítið sem ekkert og þá nota ég miða til að koma skilaboðum áleiðis,“ segir hún og brosir. Um keppnisskapið og möguleikann að fara áfram segir hún. „Þetta er búið að vera eitt stórkostlegt ævintýri, frá því við lentum í Kænugarði. Það er mikið af tækifærum og mikil vinátta að skapast á milli keppenda og hef ég kynnst nokkrum þeirra. Það er mikil gleði og hamingja þar en maður þarf líka að leyfa sér að njóta. Auðvitað langar mig áfram og standa mig vel eins og í öllu í lífinu. Það eru ótrúlega mörg góð lög í ár og við erum að halda mikið með hvort öðru, sem er svipað eins og í forkeppninni á Íslandi.“Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins og Facebook-síðu Vísis.
Eurovision Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Sjá meira