Óttuðust um líf sitt vegna lélegs aðbúnaðar í kísilverinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. apríl 2017 13:00 Kísilver United Silicon í Helguvík var gangsett um miðjan nóvember í fyrra. Vísir/Vilhelm Starfsmenn kísilversins í Helguvík hafa ítrekað kvartað undan öryggismálum í verksmiðjunni og hafa sumir hverjir óttast um líf sitt í vinnunni. Þetta segir formaður verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur. Hann segir að illa hafi gengið að bregðast við kvörtunum og segist óttast að verksmiðjan hafi aldrei verið tilbúin áður en hún hóf starfsemi Umhverfisstofnun tók ákvörðun um stöðvun starfsemi kísilversins í Helguvík á grundvelli ákvæða laga um hollustuhætti og mengunarvarnir með bréfi til United Silicon hinn 12. apríl síðastliðinn. Fallið var frá áformum um stöðvun rekstrar eftir að United Silicon tilkynnti Umhverfisstofnun að ljósbogaofn verksmiðjunnar yrði ekki ræstur eftir næsta óvænta ofnstopp sem myndi vara í klukkustund eða lengur. Starfsemin var stöðvuð eftir eldsvoða sem kom upp í verksmiðjunni aðfaranótt þriðjudags. Þann dag sendi Umhverfisstofnun svo nýtt bréf þar sem United Silicon var tilkynnt um stöðvun rekstrar í óákveðinn tíma frá og með morgundeginum nema það berist andmæli sem stofnunin metur gild. Hátt í fjögur hundruð kvartanir hafa borist frá íbúum í nágrenni við verksmiðjuna frá því að hún var gangsett í nóvember. Íbúar hafa fundið fyrir sviða í augum og hálsi, ertingu í lungum, hausverk, ógleði og kláða í andliti. Talið er að frá verksmiðjunni hafi streymt efni sem geti haft varanleg áhrif á heilsu manna. Um sextíu starfsmenn vinna í verksmiðjunni en þeir eru flestir skjólstæðingar verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Störf þeirra eru nú í uppnámi enda óvíst hvenær verksmiðjan hefur starfsemi á ný. Kristján Gunnarsson formaður verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur segir að margir starfsmenn hafi kvartað undan öryggismálum í verksmiðjunni.Kristján Gunnarsson formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis.„Ég veit að vinnueftirlitið hefur brugðist við og verið með harðar eða mjög ákveðnar aðgerðir í gangi til að koma málum til betri vegar,“ segir Kristján. Margir starfsmenn verksmiðjunnar hafa haft áhyggjur af öryggismálum inni í verksmiðjunni sjálfri? „Þannig hefur það birst mér. Þeir hafa sagt mér frá þessu í samtölum. Þetta eru ekki bara einhverjir einn eða tveir. Þetta eru nokkrir starfsmenn. Þeir hafa haft áhyggjur af loftgæðum. Þeir hafa haft áhyggjur því þeim finnst öryggismál ekki góð og eru smeykir um líf sitt, eins og þeir orðuðu það. Þeir vilja fá úrbætur og hafa fengið viðbrögð við því. En það gengur mjög hægt,“ segir Kristján. Kristján segir að bilanir sem hafi orðið í verksmiðjunni séu einnig áhyggjuefni. „Allar aðstæður og vinnuaðstaða hefur verið meira og minna bráðabirgða. Það læðist að manni sá grunur að þessi verksmiðja hafi farið af stað ófullgerð. Menn hefðu átt að eyða meiri tíma í að gera verksmiðjuna að verksmiðju áður en þeir fóru af stað með hana.“Magnús Garðarsson stærsti hluthafi og framkvæmdastjóri United Silicon í viðtali á Stöð 2 daginn sem fyrsta skóflustungan var tekin að verksmiðjunni 27. ágúst 2014. Menn voru stórhuga þegar verksmiðjan var reist og sögðu að hún gæti orðið stærsta kísilverksmiðja í heimi. Magnús er hættur í stjórn United Silicon.Vísir/fréttir Stöðvar 2Sótt er að United Silicon á fleiri vígstöðum. Verktakafyrirtækið ÍAV krefst rúmlega tveggja milljarða króna auk dráttarvaxta frá United Silicon fyrir gerðardómi vegna ógreiddra reikninga og annarra vanefnda kísilversins í Helguvík. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Blaðið greinir frá því að af þessari fjárhæð séu ógreiddir reikningar upp á 1,1 milljarð króna vegna framkvæmda við verksmiðjuna sjálfa. United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 ÍAV krefur kísilverið um tvo milljarða Deila ÍAV og United Silicon verður útkljáð fyrir gerðardómi á næstu mánuðum. Krafa verktakafyrirtækisins vegna meintra vanefnda hljóðar upp á rúma tvo milljarða króna. Forstjóri ÍAV vonar að niðurstaða fáist í byrjun sumars. 20. apríl 2017 07:00 Kvarta undan ertingu í lungum og kláða í andliti vegna kísilvers í Helguvík Kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík verður lokað um óákveðinn tíma frá og með næsta föstudegi samkvæmt ákvörðun Umhverfisstofnunar. 19. apríl 2017 18:45 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18:30. 19. apríl 2017 18:00 Óvíst hvenær framleiðsla hefst á ný í United Silicon Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn í nótt. 18. apríl 2017 10:54 Mikill hiti er talinn hafa orsakað reyksprengingu í kísílverksmiðjunni Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur á nokkrum stöðum í byggingunni. Starfsmenn verksmiðjunnar reyndu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Engan sakaði í brunanum en ljóst er að tjón er umtalsvert. 18. apríl 2017 18:47 Kísilóværa Bréf Umhverfisstofnunar til United Silicon um stöðvun rekstrar vegna mengunar sem stafar frá kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík er skuggaleg og á köflum óþægileg lesning. 20. apríl 2017 07:00 Umhverfisstofnun fyrirskipar lokun á kísilveri United Silicon Umhverfisstofnun hefur sent United Silicon bréf þess efnis að slökkva skuli á ljósbogaofni verksmiðjunnar. 19. apríl 2017 13:30 Stærsti eigandi United Silicon farinn úr stjórn kísilversins Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United Silicon í Helguvík, er hættur í stjórn kísilversins. Lögmaðurinn Auðun Helgason sem átti þar einnig sæti fyrir hönd Magnúsar og meðfjárfesta hans, er einnig farinn út. 19. apríl 2017 08:30 Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47 Skella átti í lás hjá United Silicon fyrir páska Umhverfisstofnun tilkynnti United Silicon bréflega fyrir páska að ekki yrði komist hjá því að stöðva starfsemi verksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. 19. apríl 2017 05:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Starfsmenn kísilversins í Helguvík hafa ítrekað kvartað undan öryggismálum í verksmiðjunni og hafa sumir hverjir óttast um líf sitt í vinnunni. Þetta segir formaður verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur. Hann segir að illa hafi gengið að bregðast við kvörtunum og segist óttast að verksmiðjan hafi aldrei verið tilbúin áður en hún hóf starfsemi Umhverfisstofnun tók ákvörðun um stöðvun starfsemi kísilversins í Helguvík á grundvelli ákvæða laga um hollustuhætti og mengunarvarnir með bréfi til United Silicon hinn 12. apríl síðastliðinn. Fallið var frá áformum um stöðvun rekstrar eftir að United Silicon tilkynnti Umhverfisstofnun að ljósbogaofn verksmiðjunnar yrði ekki ræstur eftir næsta óvænta ofnstopp sem myndi vara í klukkustund eða lengur. Starfsemin var stöðvuð eftir eldsvoða sem kom upp í verksmiðjunni aðfaranótt þriðjudags. Þann dag sendi Umhverfisstofnun svo nýtt bréf þar sem United Silicon var tilkynnt um stöðvun rekstrar í óákveðinn tíma frá og með morgundeginum nema það berist andmæli sem stofnunin metur gild. Hátt í fjögur hundruð kvartanir hafa borist frá íbúum í nágrenni við verksmiðjuna frá því að hún var gangsett í nóvember. Íbúar hafa fundið fyrir sviða í augum og hálsi, ertingu í lungum, hausverk, ógleði og kláða í andliti. Talið er að frá verksmiðjunni hafi streymt efni sem geti haft varanleg áhrif á heilsu manna. Um sextíu starfsmenn vinna í verksmiðjunni en þeir eru flestir skjólstæðingar verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Störf þeirra eru nú í uppnámi enda óvíst hvenær verksmiðjan hefur starfsemi á ný. Kristján Gunnarsson formaður verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur segir að margir starfsmenn hafi kvartað undan öryggismálum í verksmiðjunni.Kristján Gunnarsson formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis.„Ég veit að vinnueftirlitið hefur brugðist við og verið með harðar eða mjög ákveðnar aðgerðir í gangi til að koma málum til betri vegar,“ segir Kristján. Margir starfsmenn verksmiðjunnar hafa haft áhyggjur af öryggismálum inni í verksmiðjunni sjálfri? „Þannig hefur það birst mér. Þeir hafa sagt mér frá þessu í samtölum. Þetta eru ekki bara einhverjir einn eða tveir. Þetta eru nokkrir starfsmenn. Þeir hafa haft áhyggjur af loftgæðum. Þeir hafa haft áhyggjur því þeim finnst öryggismál ekki góð og eru smeykir um líf sitt, eins og þeir orðuðu það. Þeir vilja fá úrbætur og hafa fengið viðbrögð við því. En það gengur mjög hægt,“ segir Kristján. Kristján segir að bilanir sem hafi orðið í verksmiðjunni séu einnig áhyggjuefni. „Allar aðstæður og vinnuaðstaða hefur verið meira og minna bráðabirgða. Það læðist að manni sá grunur að þessi verksmiðja hafi farið af stað ófullgerð. Menn hefðu átt að eyða meiri tíma í að gera verksmiðjuna að verksmiðju áður en þeir fóru af stað með hana.“Magnús Garðarsson stærsti hluthafi og framkvæmdastjóri United Silicon í viðtali á Stöð 2 daginn sem fyrsta skóflustungan var tekin að verksmiðjunni 27. ágúst 2014. Menn voru stórhuga þegar verksmiðjan var reist og sögðu að hún gæti orðið stærsta kísilverksmiðja í heimi. Magnús er hættur í stjórn United Silicon.Vísir/fréttir Stöðvar 2Sótt er að United Silicon á fleiri vígstöðum. Verktakafyrirtækið ÍAV krefst rúmlega tveggja milljarða króna auk dráttarvaxta frá United Silicon fyrir gerðardómi vegna ógreiddra reikninga og annarra vanefnda kísilversins í Helguvík. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Blaðið greinir frá því að af þessari fjárhæð séu ógreiddir reikningar upp á 1,1 milljarð króna vegna framkvæmda við verksmiðjuna sjálfa.
United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 ÍAV krefur kísilverið um tvo milljarða Deila ÍAV og United Silicon verður útkljáð fyrir gerðardómi á næstu mánuðum. Krafa verktakafyrirtækisins vegna meintra vanefnda hljóðar upp á rúma tvo milljarða króna. Forstjóri ÍAV vonar að niðurstaða fáist í byrjun sumars. 20. apríl 2017 07:00 Kvarta undan ertingu í lungum og kláða í andliti vegna kísilvers í Helguvík Kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík verður lokað um óákveðinn tíma frá og með næsta föstudegi samkvæmt ákvörðun Umhverfisstofnunar. 19. apríl 2017 18:45 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18:30. 19. apríl 2017 18:00 Óvíst hvenær framleiðsla hefst á ný í United Silicon Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn í nótt. 18. apríl 2017 10:54 Mikill hiti er talinn hafa orsakað reyksprengingu í kísílverksmiðjunni Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur á nokkrum stöðum í byggingunni. Starfsmenn verksmiðjunnar reyndu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Engan sakaði í brunanum en ljóst er að tjón er umtalsvert. 18. apríl 2017 18:47 Kísilóværa Bréf Umhverfisstofnunar til United Silicon um stöðvun rekstrar vegna mengunar sem stafar frá kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík er skuggaleg og á köflum óþægileg lesning. 20. apríl 2017 07:00 Umhverfisstofnun fyrirskipar lokun á kísilveri United Silicon Umhverfisstofnun hefur sent United Silicon bréf þess efnis að slökkva skuli á ljósbogaofni verksmiðjunnar. 19. apríl 2017 13:30 Stærsti eigandi United Silicon farinn úr stjórn kísilversins Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United Silicon í Helguvík, er hættur í stjórn kísilversins. Lögmaðurinn Auðun Helgason sem átti þar einnig sæti fyrir hönd Magnúsar og meðfjárfesta hans, er einnig farinn út. 19. apríl 2017 08:30 Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47 Skella átti í lás hjá United Silicon fyrir páska Umhverfisstofnun tilkynnti United Silicon bréflega fyrir páska að ekki yrði komist hjá því að stöðva starfsemi verksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. 19. apríl 2017 05:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24
ÍAV krefur kísilverið um tvo milljarða Deila ÍAV og United Silicon verður útkljáð fyrir gerðardómi á næstu mánuðum. Krafa verktakafyrirtækisins vegna meintra vanefnda hljóðar upp á rúma tvo milljarða króna. Forstjóri ÍAV vonar að niðurstaða fáist í byrjun sumars. 20. apríl 2017 07:00
Kvarta undan ertingu í lungum og kláða í andliti vegna kísilvers í Helguvík Kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík verður lokað um óákveðinn tíma frá og með næsta föstudegi samkvæmt ákvörðun Umhverfisstofnunar. 19. apríl 2017 18:45
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18:30. 19. apríl 2017 18:00
Óvíst hvenær framleiðsla hefst á ný í United Silicon Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn í nótt. 18. apríl 2017 10:54
Mikill hiti er talinn hafa orsakað reyksprengingu í kísílverksmiðjunni Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur á nokkrum stöðum í byggingunni. Starfsmenn verksmiðjunnar reyndu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Engan sakaði í brunanum en ljóst er að tjón er umtalsvert. 18. apríl 2017 18:47
Kísilóværa Bréf Umhverfisstofnunar til United Silicon um stöðvun rekstrar vegna mengunar sem stafar frá kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík er skuggaleg og á köflum óþægileg lesning. 20. apríl 2017 07:00
Umhverfisstofnun fyrirskipar lokun á kísilveri United Silicon Umhverfisstofnun hefur sent United Silicon bréf þess efnis að slökkva skuli á ljósbogaofni verksmiðjunnar. 19. apríl 2017 13:30
Stærsti eigandi United Silicon farinn úr stjórn kísilversins Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United Silicon í Helguvík, er hættur í stjórn kísilversins. Lögmaðurinn Auðun Helgason sem átti þar einnig sæti fyrir hönd Magnúsar og meðfjárfesta hans, er einnig farinn út. 19. apríl 2017 08:30
Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47
Skella átti í lás hjá United Silicon fyrir páska Umhverfisstofnun tilkynnti United Silicon bréflega fyrir páska að ekki yrði komist hjá því að stöðva starfsemi verksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. 19. apríl 2017 05:00