Vill að 13 Reasons Why verði skylduáhorf í skólum Birgir Olgeirsson skrifar 25. apríl 2017 15:51 Kate Walsh og Katherine Langford í hlutverki mæðgnanna Oliviu og Hönnuh Baker í 13 Reasons Why. Netflix Netflix-þáttaröðin 13 Reasons Why hefur vakið mikla athygli og umræðu undanfarnar vikur. Þáttaröðin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir rithöfundinn Jay Asher og er sögð út frá sjónarhorni unglingsstúlku sem fremur sjálfsmorð. Hún tekur svo ástæðurnar að baki þeirri gjörð upp á segulband, sem skólafélagar hennar hlusta á.Nýverið vöruðu geðheilbrigðissamtök við þessum þáttum en ein af aðalleikkonum þeirra, Kate Walsh, er þeirrar skoðunar að þættirnir eigi að vera skylduáhorf í skólum. Walsh leikur móður Hannah Baker sem fremur sjálfsmorð en í viðtali við The Huffington Post sagði Walsh að framleiðendur þáttanna hefðu ákveðið að strípa dauðdaga stúlkunnar af öllum ljóma til að sýna slíkan hörmulegan atburð í réttu ljósi. „Áhorfendur hafa brugðist misjafnlega við dauðdaga Hönnuh og einnig því sem við kemur kynferðisofbeldi og nauðgun,“ sagði Walsh. „Framleiðendur þáttanna voru þó ákveðnir í að sýna að það væri ekki hægt að fegra slíka hluti, að það væri ekkert dularfullt við þá, hvað þá draumkennt.“ Hún segir þættina reyna að takast á við þunglyndi og andleg veikindi og sýna hvernig það er þegar einhver reynir í raun og veru að fyrirfara sér. „Það er ljótt og mjög þungbært en eitthvað sem á að sýna. Mér finnst að þessir þættir ættu að vera skylduáhorf í skólum. Að foreldrar, kennarar og nemendur horfi á þetta og ræði kynferðisofbeldi, einelti, málefni hinsegin fólks, kynþáttafordóma, stöðu kynjanna, sjálfsvíg, þunglyndi og andlega heilsu.“ Walsh er á því að opin umræða um þessi málefni muni hjálpa ungu fólki að þekkja og takast á við misnotkun og andleg veikindi. Það er hennar von að slík umræða muni rjúfa þögnina og lyfta skömminni af þessum málefnum. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Geðheilbrigðissamtök vara við 13 Reasons Why Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda á Netflix undanfarin misseri. Headspace, áströlsk samtök um geðheilbrigði, hafa varað við þáttaröðinni á grundvelli þess að umfjöllunarefnið sé "hættulegt.“ Leikkona úr Stranger Things, annarri vinsælli Netflix-seríu, er á sama máli. 18. apríl 2017 23:42 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Netflix-þáttaröðin 13 Reasons Why hefur vakið mikla athygli og umræðu undanfarnar vikur. Þáttaröðin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir rithöfundinn Jay Asher og er sögð út frá sjónarhorni unglingsstúlku sem fremur sjálfsmorð. Hún tekur svo ástæðurnar að baki þeirri gjörð upp á segulband, sem skólafélagar hennar hlusta á.Nýverið vöruðu geðheilbrigðissamtök við þessum þáttum en ein af aðalleikkonum þeirra, Kate Walsh, er þeirrar skoðunar að þættirnir eigi að vera skylduáhorf í skólum. Walsh leikur móður Hannah Baker sem fremur sjálfsmorð en í viðtali við The Huffington Post sagði Walsh að framleiðendur þáttanna hefðu ákveðið að strípa dauðdaga stúlkunnar af öllum ljóma til að sýna slíkan hörmulegan atburð í réttu ljósi. „Áhorfendur hafa brugðist misjafnlega við dauðdaga Hönnuh og einnig því sem við kemur kynferðisofbeldi og nauðgun,“ sagði Walsh. „Framleiðendur þáttanna voru þó ákveðnir í að sýna að það væri ekki hægt að fegra slíka hluti, að það væri ekkert dularfullt við þá, hvað þá draumkennt.“ Hún segir þættina reyna að takast á við þunglyndi og andleg veikindi og sýna hvernig það er þegar einhver reynir í raun og veru að fyrirfara sér. „Það er ljótt og mjög þungbært en eitthvað sem á að sýna. Mér finnst að þessir þættir ættu að vera skylduáhorf í skólum. Að foreldrar, kennarar og nemendur horfi á þetta og ræði kynferðisofbeldi, einelti, málefni hinsegin fólks, kynþáttafordóma, stöðu kynjanna, sjálfsvíg, þunglyndi og andlega heilsu.“ Walsh er á því að opin umræða um þessi málefni muni hjálpa ungu fólki að þekkja og takast á við misnotkun og andleg veikindi. Það er hennar von að slík umræða muni rjúfa þögnina og lyfta skömminni af þessum málefnum.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Geðheilbrigðissamtök vara við 13 Reasons Why Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda á Netflix undanfarin misseri. Headspace, áströlsk samtök um geðheilbrigði, hafa varað við þáttaröðinni á grundvelli þess að umfjöllunarefnið sé "hættulegt.“ Leikkona úr Stranger Things, annarri vinsælli Netflix-seríu, er á sama máli. 18. apríl 2017 23:42 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Geðheilbrigðissamtök vara við 13 Reasons Why Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda á Netflix undanfarin misseri. Headspace, áströlsk samtök um geðheilbrigði, hafa varað við þáttaröðinni á grundvelli þess að umfjöllunarefnið sé "hættulegt.“ Leikkona úr Stranger Things, annarri vinsælli Netflix-seríu, er á sama máli. 18. apríl 2017 23:42