Af græðgi og gjafmildi Guðrún Högnadóttir skrifar 12. apríl 2017 07:00 Það kann að vera að heilagleiki dymbilvikunnar sé hvatinn að skrifum mínum í dag eða mögulega er ég einfaldlega langþreytt á tregðu okkar mannfólksins við að þróast til betri vegar – þrátt fyrir að vita betur og hafa allar forsendur til að lifa saman í sátt og með sóma. Það er sama hvert er litið í fréttamiðlum samtímans, þá virðist rót vanda okkar enn grundvallast á syndum, sem forfeður okkar hafa hvatt okkur í árþúsundir til að vera vakandi fyrir og forðast. En við í blindni, í firringu eða í leti gleymum verðmætunum sem eru fólgin í dyggðum eins og hógværð, þolinmæði, kærleik, árvekni og hófsemi. Að ógleymdri gjafmildi. Rýnum í nokkrar fréttir síðustu vikna og skoðum hvað þær eiga sameiginlegt. Linnulaust valdabrölt í stjórnum nokkurra fyrirtækja landsins, þar sem græðgi fárra í völd og fé varpar skugga á stolt og starfsgleði þeirra sem í raun skapa verðmætin. Ný gögn um sölu bankanna varpa ljósi á botnlausa græðgi fárra, sem í einfeldni sinni halda að þeir komist upp með að „eignast“ allt með skipulegri blekkingu og síðar gleymsku. Sókn fasteignafélaga í að færa land og eignir á fárra hendur hækkar markaðsverð, og stærðarhagkvæmnin þjónar hagsmunum fárra eigenda en er leigutökum til tjóns. Skammtímasjónarmið ráða ferðinni í ferðaþjónustunni, þar sem allir ætla að græða á þessari „síldarvertíð“, en alltof fáir eru tilbúnir að huga að fjárfestingu í öryggi og innviðum, sanngjörnum launum og þjálfun, og því mikilvægasta af öllu, að standa vörð um auðlindina. Hvað þá með fregnir úr heimi íþrótta – þar sem drengskapur og dugnaður leikmanna eru gjaldmiðill gráðugra áhættuspilara sem stórgræða á meiðslum leikmanna og freistast jafnvel til að hagræða úrslitum. Græðgi er skilgreind sem óhófleg eða óseðjandi löngun í auð, völd eða „status“. Græðgi rænir okkur viskunni til að greina á milli langana okkar og þarfa. Erich Fromm lýsti græðgi sem botnlausri hít, sem drepur fólk í linnulausri leit sinni að ánægju, sem aldrei finnst. Græðgi virðist vera rauður þráður eða grár gaddavír í fréttum samtímans. Og hef ég þá ekki sótt heim bramboltið í Hvíta húsinu í vestri eða frásagnir um ógnarstyrjaldir sem þjaka þjóðir í austurátt. Enginn þiggur líf af eigum sínum, þótt auðugur sé (Lúkas 12:15). „Jörðin gefur nóg til að fullnægja þörfum hvers manns, en ekki hvers manns græðgi“, sagði meistarinn Mahatma Gandhi. Hvernig væri að endurskrifa reglur leiksins þannig að sá sem gefur mest vinnur? Sá sem varðveitir mest af náttúruauðlindum fær bikarinn. Sá sem skilar okkur peningunum og setur í uppbyggingu heilbrigðiskerfis og háskóla fær aftur hluta af ærunni. Sá sem gefur af tíma sínum og þekkingu til þeirra sem þurfa er hinn raunverulegi sigurvegari. Sá lifir best sem metur verðmæti sín ekki út frá því „hvað ég á“ – heldur „hvað ég gef“. Hvað ætlar þú að gefa af þér?Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Það kann að vera að heilagleiki dymbilvikunnar sé hvatinn að skrifum mínum í dag eða mögulega er ég einfaldlega langþreytt á tregðu okkar mannfólksins við að þróast til betri vegar – þrátt fyrir að vita betur og hafa allar forsendur til að lifa saman í sátt og með sóma. Það er sama hvert er litið í fréttamiðlum samtímans, þá virðist rót vanda okkar enn grundvallast á syndum, sem forfeður okkar hafa hvatt okkur í árþúsundir til að vera vakandi fyrir og forðast. En við í blindni, í firringu eða í leti gleymum verðmætunum sem eru fólgin í dyggðum eins og hógværð, þolinmæði, kærleik, árvekni og hófsemi. Að ógleymdri gjafmildi. Rýnum í nokkrar fréttir síðustu vikna og skoðum hvað þær eiga sameiginlegt. Linnulaust valdabrölt í stjórnum nokkurra fyrirtækja landsins, þar sem græðgi fárra í völd og fé varpar skugga á stolt og starfsgleði þeirra sem í raun skapa verðmætin. Ný gögn um sölu bankanna varpa ljósi á botnlausa græðgi fárra, sem í einfeldni sinni halda að þeir komist upp með að „eignast“ allt með skipulegri blekkingu og síðar gleymsku. Sókn fasteignafélaga í að færa land og eignir á fárra hendur hækkar markaðsverð, og stærðarhagkvæmnin þjónar hagsmunum fárra eigenda en er leigutökum til tjóns. Skammtímasjónarmið ráða ferðinni í ferðaþjónustunni, þar sem allir ætla að græða á þessari „síldarvertíð“, en alltof fáir eru tilbúnir að huga að fjárfestingu í öryggi og innviðum, sanngjörnum launum og þjálfun, og því mikilvægasta af öllu, að standa vörð um auðlindina. Hvað þá með fregnir úr heimi íþrótta – þar sem drengskapur og dugnaður leikmanna eru gjaldmiðill gráðugra áhættuspilara sem stórgræða á meiðslum leikmanna og freistast jafnvel til að hagræða úrslitum. Græðgi er skilgreind sem óhófleg eða óseðjandi löngun í auð, völd eða „status“. Græðgi rænir okkur viskunni til að greina á milli langana okkar og þarfa. Erich Fromm lýsti græðgi sem botnlausri hít, sem drepur fólk í linnulausri leit sinni að ánægju, sem aldrei finnst. Græðgi virðist vera rauður þráður eða grár gaddavír í fréttum samtímans. Og hef ég þá ekki sótt heim bramboltið í Hvíta húsinu í vestri eða frásagnir um ógnarstyrjaldir sem þjaka þjóðir í austurátt. Enginn þiggur líf af eigum sínum, þótt auðugur sé (Lúkas 12:15). „Jörðin gefur nóg til að fullnægja þörfum hvers manns, en ekki hvers manns græðgi“, sagði meistarinn Mahatma Gandhi. Hvernig væri að endurskrifa reglur leiksins þannig að sá sem gefur mest vinnur? Sá sem varðveitir mest af náttúruauðlindum fær bikarinn. Sá sem skilar okkur peningunum og setur í uppbyggingu heilbrigðiskerfis og háskóla fær aftur hluta af ærunni. Sá sem gefur af tíma sínum og þekkingu til þeirra sem þurfa er hinn raunverulegi sigurvegari. Sá lifir best sem metur verðmæti sín ekki út frá því „hvað ég á“ – heldur „hvað ég gef“. Hvað ætlar þú að gefa af þér?Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun