Þingmaður Sjálfstæðisflokks styður ekki óbreytta tillögu um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2017 13:53 Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur áhyggjur af uppbyggingu ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni. Vísir/Anton „Það þarf að finna einhverja lausn á þessu,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem segist í samtali við Vísi ekki styðja tillögur ríkisstjórnarinnar um hækkun virðisauka á ferðaþjónustuna í óbreyttri mynd.Njáll var í Vikulokunum á Rás 1 í dag þar sem hann greindi frá áhyggjum sínum vegna þessarar tillögu ríkisstjórnarinnar. Verði hún að veruleika verða ferðaþjónustufyrirtæki hækkuð upp í nýtt virðisaukaskattþrep, úr 11 prósentum í 22,5 prósent, frá og með júlí á næsta ári. „Ég hef miklar áhyggjur varðandi ferðaþjónustuna á landsbyggðinni sem er í uppbyggingar fasa og á allt öðrum stað en á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Njáll Trausti í samtali við Vísi um málið. Hann telur líka að þessi hækkun muni skapa enn meiri vanda þegar kemur að svartri atvinnustarfsemi í ferðaþjónustunni. „Ég hef líka áhyggjur af því vegna gengisstyrkingarinnar sem hefur orðið og síðan bætist þetta ofan á,“ segir Njáll Trausti. Hann situr í fjárlaganefnd og hefur hún óskað eftir umsögnum um þessa tillögu eins og hún birtist í fjármálaáætlun. Búist er við að sú áætlun verði afgreidd úr nefnd fyrir sumarfríið og muni síðan koma inn á fjárlög næstkomandi haust. Því er töluverður tími til stefnu að sögn Njáls og allt ferlið enn á umræðu stigi og því ráðrúm til að bæta þessa tillögu með hliðsjónum af þeim áhyggjum sem hefur verið varpað fram. Samtök ferðaþjónustunnar hafa til að mynda mótmælt þessari tillögu harðlega. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, sagði fyrr í mánuðinum ekki séu lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu varðandi virðisaukaskatt. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00 Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6. apríl 2017 10:30 Boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna: „Verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni“ Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, sem birtist á vef Bloomberg í liðinni viku hefur vakið athygli erlendis þar sem ráðherrann boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna. 22. mars 2017 11:33 Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Sjá meira
„Það þarf að finna einhverja lausn á þessu,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem segist í samtali við Vísi ekki styðja tillögur ríkisstjórnarinnar um hækkun virðisauka á ferðaþjónustuna í óbreyttri mynd.Njáll var í Vikulokunum á Rás 1 í dag þar sem hann greindi frá áhyggjum sínum vegna þessarar tillögu ríkisstjórnarinnar. Verði hún að veruleika verða ferðaþjónustufyrirtæki hækkuð upp í nýtt virðisaukaskattþrep, úr 11 prósentum í 22,5 prósent, frá og með júlí á næsta ári. „Ég hef miklar áhyggjur varðandi ferðaþjónustuna á landsbyggðinni sem er í uppbyggingar fasa og á allt öðrum stað en á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Njáll Trausti í samtali við Vísi um málið. Hann telur líka að þessi hækkun muni skapa enn meiri vanda þegar kemur að svartri atvinnustarfsemi í ferðaþjónustunni. „Ég hef líka áhyggjur af því vegna gengisstyrkingarinnar sem hefur orðið og síðan bætist þetta ofan á,“ segir Njáll Trausti. Hann situr í fjárlaganefnd og hefur hún óskað eftir umsögnum um þessa tillögu eins og hún birtist í fjármálaáætlun. Búist er við að sú áætlun verði afgreidd úr nefnd fyrir sumarfríið og muni síðan koma inn á fjárlög næstkomandi haust. Því er töluverður tími til stefnu að sögn Njáls og allt ferlið enn á umræðu stigi og því ráðrúm til að bæta þessa tillögu með hliðsjónum af þeim áhyggjum sem hefur verið varpað fram. Samtök ferðaþjónustunnar hafa til að mynda mótmælt þessari tillögu harðlega. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, sagði fyrr í mánuðinum ekki séu lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu varðandi virðisaukaskatt.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00 Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6. apríl 2017 10:30 Boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna: „Verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni“ Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, sem birtist á vef Bloomberg í liðinni viku hefur vakið athygli erlendis þar sem ráðherrann boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna. 22. mars 2017 11:33 Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Sjá meira
Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00
Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6. apríl 2017 10:30
Boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna: „Verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni“ Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, sem birtist á vef Bloomberg í liðinni viku hefur vakið athygli erlendis þar sem ráðherrann boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna. 22. mars 2017 11:33