Epal-sósíalistar Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 18. apríl 2017 09:00 Gott hjá RÚV að setja fátækt á dagskrá. Staða fátæks fólk er mikilvægur mælikvarði á þjóðfélagið, spegill sem segir okkur hversu miðar í átt að góðu samfélagi. Vönduð umfjöllun, studd rökum og rannsóknum þar sem staða fátækra er sett í sögulegt- og alþjóðlegt samhengi skiptir miklu máli. Á slíkum grundvelli getur almenningur myndað sér skoðun og stjórnmálamennirnir mótað stefnu. Þannig miðar okkur áfram. RÚV hlaut því að vanda mjög til verksins, mikilvægt var að fá til liðs fræðimenn sem rannsakað hafa fátækt frá mismunandi hliðum, skrifað í ritrýnd tímarit greinar og sýnt með störfum sínum að þeir hefðu víðtæka þekkingu á viðfangsefninu sem styddi við upplýsta umræðu og áframhaldandi skoðanaskipti. En æ nei það er svo leiðinlegt. Fáum frekar Mikka Torfa, skítt og laggó með fræðimennskuna, hver nennir að hlusta á svoleiðis. Og nú er Mikael Torfason, ásamt Gunnari Smára, orðinn helsti talsmaður fátæks fólks á Íslandi. Báðir þessir menn höfðu þar til nýverið verið liðtækir hlaupadrengir peningamanna og þótt harðir í horn að taka þegar samið var um kaup og kjör við alþýðumenn. Gunnar Smári hefur þó gengið lengst og lét það verða sitt síðasta verk sem kapítalisti að láta fólk vinna fyrir sig og svíkjast svo um að borga laun, einhvers konar afbrigði af þrælahaldi. Enginn tekur þá félaga trúanlega sem málsvara fátæks fólks. Hoss þessara lukkuriddara á þeim sem minna mega sín mun vart kaupa þeim nætursvefn. En víst er að þeir hringsnúast í gröfum sínum Einar Olgeirsson, Brynjólfur Bjarnason og Jón Baldvinsson, þegar þeir líta arftakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Gott hjá RÚV að setja fátækt á dagskrá. Staða fátæks fólk er mikilvægur mælikvarði á þjóðfélagið, spegill sem segir okkur hversu miðar í átt að góðu samfélagi. Vönduð umfjöllun, studd rökum og rannsóknum þar sem staða fátækra er sett í sögulegt- og alþjóðlegt samhengi skiptir miklu máli. Á slíkum grundvelli getur almenningur myndað sér skoðun og stjórnmálamennirnir mótað stefnu. Þannig miðar okkur áfram. RÚV hlaut því að vanda mjög til verksins, mikilvægt var að fá til liðs fræðimenn sem rannsakað hafa fátækt frá mismunandi hliðum, skrifað í ritrýnd tímarit greinar og sýnt með störfum sínum að þeir hefðu víðtæka þekkingu á viðfangsefninu sem styddi við upplýsta umræðu og áframhaldandi skoðanaskipti. En æ nei það er svo leiðinlegt. Fáum frekar Mikka Torfa, skítt og laggó með fræðimennskuna, hver nennir að hlusta á svoleiðis. Og nú er Mikael Torfason, ásamt Gunnari Smára, orðinn helsti talsmaður fátæks fólks á Íslandi. Báðir þessir menn höfðu þar til nýverið verið liðtækir hlaupadrengir peningamanna og þótt harðir í horn að taka þegar samið var um kaup og kjör við alþýðumenn. Gunnar Smári hefur þó gengið lengst og lét það verða sitt síðasta verk sem kapítalisti að láta fólk vinna fyrir sig og svíkjast svo um að borga laun, einhvers konar afbrigði af þrælahaldi. Enginn tekur þá félaga trúanlega sem málsvara fátæks fólks. Hoss þessara lukkuriddara á þeim sem minna mega sín mun vart kaupa þeim nætursvefn. En víst er að þeir hringsnúast í gröfum sínum Einar Olgeirsson, Brynjólfur Bjarnason og Jón Baldvinsson, þegar þeir líta arftakanna.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun