Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Kristján Már Unnarsson skrifar 18. apríl 2017 20:45 Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. Mörghundruð ferðamenn brjóta sér nú leið þangað í hverri viku, vaða yfir sumarbústaðalönd, og hafa áður fáfarnir skógarstígar breyst á skömmum tíma í allsherjar moldarsvað. Myndir af svæðinu má sjá í spilaranum hér að ofan en þær voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Brúarfoss er ekki einu sinni merktur á venjuleg landakort og að honum liggur enginn bílvegur. Fyrr á öldum var hann þó í alfaraleið og sagt er að Brúará taki nafn sitt af steinboga sem þar var yfir ána. Vegna konungskomunnar árið 1907 var slóðinn endurbættur og kallaður Kóngsvegur eftir það og má enn ganga hann á köflum. Gömul ljósmynd sýnir hvernig farið var á trébrú yfir gljúfrið í miðjum fossinum þegar þjóðleiðin lá þar um.Frá því Friðrik áttundi Danakonungur fór um forðum sáust fáir útlendingur við fossinn, - þar til nýlega að einhver bloggaði um staðinn og ljósmyndaði. Og síðan hefur fjandinn verið laus. Ljósmyndir tóku að birtast á netinu á hverri vefsíðunni á fætur annarri og Brúarfossi þar meðal annars líst sem fullkomnum áningarstað allan ársins hring á leiðinni að Gullfossi og Geysi. Fossinn er nú kominn á topp tíu lista yfir fegurstu fossa Íslands og á ferðasíðunni Tripadvisor er hann nú í tíunda sæti yfir það áhugaverðasta sem hægt sé að skoða í Reykjavík og í fyrsta sæti yfir náttúruskoðun, þótt hann sé 90 kílómetra í burtu. Þessi ferðahópur frá Asíu kom með litlum hópferðabíl sem lagði utan vegar við sumarbústaði. Þaðan er um 10-15 mínútna gangur um illa farna moldarslóða.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Bændurnir á Efri-Reykjum og á Brekku, sem eiga landið, segja að þetta hafi byrjað að ráði í fyrrasumar en í vetur hafi orðið sprenging. Áætla má að yfir páskahelgina hafi á annað þúsund ferðamenn farið að fossinum. Sumir gista í húsbílum yfir nótt og þar sem engin eru bílastæðin verða til ný moldarstæði þar sem áður var gróðurþekja. Ein vefsíðan vísar ferðamönnum á að aka í gegnum sumarbústaðalönd og segir óþarft að taka mark á skiltum sem á stendur einkavegur og óviðkomandi umferð bönnuð. Önnur síða vísar með korti á bílastæði sumarhúsa.Þar sem áður var mjór gönguslóði er nú drullusvað.Mynd/Þorgerður Sigurðardóttir.Verstu ummerkin sjást þó á nýjum stígum sem eru að verða til þegar ferðamennirnir brjóta sér leið í gegnum skógarkjarrið og þar sem engin eru salernin er skeinipappír orðinn áberandi í rjóðrum. Mjóir og áður fáfarnir skógarstígar eru á skömmum tíma orðnir moldarsvað sem breikkar hratt og étur sífellt meira af skóginum. En nú reyna menn að grípa til varna. Bóndinn á Brekku íhugar að loka veginum um Brekkuskóg með rafmagnshliði og bóndinn á Efri Reykjum er búinn að fá þrettánhundruð þúsund króna styrk úr framkvæmdasjóði ferðamanna. Styrkurinn dugar þó sennilega skammt upp í það verkefni að leggja þriggja kílómetra göngustíg frá þjóðveginum og meðfram árbakkanum að fossinum.Brúarfoss í Brúará. Þar til nýlega var hann óþekktur sem ferðamannastaður.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Meira má heyra um málið í umfjöllun þáttarins Reykjavík síðdegis. Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. Mörghundruð ferðamenn brjóta sér nú leið þangað í hverri viku, vaða yfir sumarbústaðalönd, og hafa áður fáfarnir skógarstígar breyst á skömmum tíma í allsherjar moldarsvað. Myndir af svæðinu má sjá í spilaranum hér að ofan en þær voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Brúarfoss er ekki einu sinni merktur á venjuleg landakort og að honum liggur enginn bílvegur. Fyrr á öldum var hann þó í alfaraleið og sagt er að Brúará taki nafn sitt af steinboga sem þar var yfir ána. Vegna konungskomunnar árið 1907 var slóðinn endurbættur og kallaður Kóngsvegur eftir það og má enn ganga hann á köflum. Gömul ljósmynd sýnir hvernig farið var á trébrú yfir gljúfrið í miðjum fossinum þegar þjóðleiðin lá þar um.Frá því Friðrik áttundi Danakonungur fór um forðum sáust fáir útlendingur við fossinn, - þar til nýlega að einhver bloggaði um staðinn og ljósmyndaði. Og síðan hefur fjandinn verið laus. Ljósmyndir tóku að birtast á netinu á hverri vefsíðunni á fætur annarri og Brúarfossi þar meðal annars líst sem fullkomnum áningarstað allan ársins hring á leiðinni að Gullfossi og Geysi. Fossinn er nú kominn á topp tíu lista yfir fegurstu fossa Íslands og á ferðasíðunni Tripadvisor er hann nú í tíunda sæti yfir það áhugaverðasta sem hægt sé að skoða í Reykjavík og í fyrsta sæti yfir náttúruskoðun, þótt hann sé 90 kílómetra í burtu. Þessi ferðahópur frá Asíu kom með litlum hópferðabíl sem lagði utan vegar við sumarbústaði. Þaðan er um 10-15 mínútna gangur um illa farna moldarslóða.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Bændurnir á Efri-Reykjum og á Brekku, sem eiga landið, segja að þetta hafi byrjað að ráði í fyrrasumar en í vetur hafi orðið sprenging. Áætla má að yfir páskahelgina hafi á annað þúsund ferðamenn farið að fossinum. Sumir gista í húsbílum yfir nótt og þar sem engin eru bílastæðin verða til ný moldarstæði þar sem áður var gróðurþekja. Ein vefsíðan vísar ferðamönnum á að aka í gegnum sumarbústaðalönd og segir óþarft að taka mark á skiltum sem á stendur einkavegur og óviðkomandi umferð bönnuð. Önnur síða vísar með korti á bílastæði sumarhúsa.Þar sem áður var mjór gönguslóði er nú drullusvað.Mynd/Þorgerður Sigurðardóttir.Verstu ummerkin sjást þó á nýjum stígum sem eru að verða til þegar ferðamennirnir brjóta sér leið í gegnum skógarkjarrið og þar sem engin eru salernin er skeinipappír orðinn áberandi í rjóðrum. Mjóir og áður fáfarnir skógarstígar eru á skömmum tíma orðnir moldarsvað sem breikkar hratt og étur sífellt meira af skóginum. En nú reyna menn að grípa til varna. Bóndinn á Brekku íhugar að loka veginum um Brekkuskóg með rafmagnshliði og bóndinn á Efri Reykjum er búinn að fá þrettánhundruð þúsund króna styrk úr framkvæmdasjóði ferðamanna. Styrkurinn dugar þó sennilega skammt upp í það verkefni að leggja þriggja kílómetra göngustíg frá þjóðveginum og meðfram árbakkanum að fossinum.Brúarfoss í Brúará. Þar til nýlega var hann óþekktur sem ferðamannastaður.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Meira má heyra um málið í umfjöllun þáttarins Reykjavík síðdegis.
Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira