Heilagt hjónaband Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 19. apríl 2017 07:00 Á morgun fögnum við sumardeginum fyrsta. Það er margt gott við sumarið, m.a. það að þá ganga margir í heilagt hjónaband, ýmist trúarlega eða borgaralega. Það gleður alltaf hjarta mitt að horfa á brúðhjónin ganga inn kirkjugólfið til að bera fram heit sín um ást, trúfesti og virðingu; hinar þrjár stoðir hjónabandsins. Ég held að gott hjónaband snúist um að vanda sig. Tengslin í lífinu skipta mestu máli og eigi ástúðarbönd að styrkjast þarf maður að vanda sig. Ég sá um daginn rúmlega 40 ára gamla ljósmynd á Fb-síðu vinar míns af nokkrum hjónum standandi fyrir utan heimili foreldra hans. Yst á myndinni voru foreldrar mínir og það sem gladdi mig mest var að sjá hvernig þau héldust í hendur. Ég átti alltaf þá góðu tilfinningu á uppvaxtarárunum að þau lifðu í góðu hjónabandi. Þessi mynd minnti mig á það og kallaði fram þakklæti. Ekki vegna þess að hjónaband foreldra minna hafi verið átakalaust heldur vegna þess að það var heilagt. Hugtakið heilagt hjónaband er ekkert guðsorðagjálfur. Það sem er heilagt er frátekið. Hjón velja að vera frátekin fyrir hvort annað. Ytri þættir skipta þar minnstu máli heldur er það inntakið sem öllu varðar. Í hjónabandi ber fólk ekki ábyrgð hvort á öðru heldur bera hjón ábyrgð á sjálfu sér og framkomu sinni gagnvart hvort öðru. Hjón eru tveir fullveðja jafningjar sem velja að vera vitni að lífi hvor annars og deila kjörum. Eitt það fallegasta sem ég sé í mínu starfi, þótt það sé sárt, er það þegar maki beygir sig yfir kistuna og kveður ástvin sinn eftir áratuga samleið og grætur og þakkar. Þá skilur maður hvað er heilagt við hjónabandið. Ég óska brúðhjónum sumarsins heilla og hamingju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Á morgun fögnum við sumardeginum fyrsta. Það er margt gott við sumarið, m.a. það að þá ganga margir í heilagt hjónaband, ýmist trúarlega eða borgaralega. Það gleður alltaf hjarta mitt að horfa á brúðhjónin ganga inn kirkjugólfið til að bera fram heit sín um ást, trúfesti og virðingu; hinar þrjár stoðir hjónabandsins. Ég held að gott hjónaband snúist um að vanda sig. Tengslin í lífinu skipta mestu máli og eigi ástúðarbönd að styrkjast þarf maður að vanda sig. Ég sá um daginn rúmlega 40 ára gamla ljósmynd á Fb-síðu vinar míns af nokkrum hjónum standandi fyrir utan heimili foreldra hans. Yst á myndinni voru foreldrar mínir og það sem gladdi mig mest var að sjá hvernig þau héldust í hendur. Ég átti alltaf þá góðu tilfinningu á uppvaxtarárunum að þau lifðu í góðu hjónabandi. Þessi mynd minnti mig á það og kallaði fram þakklæti. Ekki vegna þess að hjónaband foreldra minna hafi verið átakalaust heldur vegna þess að það var heilagt. Hugtakið heilagt hjónaband er ekkert guðsorðagjálfur. Það sem er heilagt er frátekið. Hjón velja að vera frátekin fyrir hvort annað. Ytri þættir skipta þar minnstu máli heldur er það inntakið sem öllu varðar. Í hjónabandi ber fólk ekki ábyrgð hvort á öðru heldur bera hjón ábyrgð á sjálfu sér og framkomu sinni gagnvart hvort öðru. Hjón eru tveir fullveðja jafningjar sem velja að vera vitni að lífi hvor annars og deila kjörum. Eitt það fallegasta sem ég sé í mínu starfi, þótt það sé sárt, er það þegar maki beygir sig yfir kistuna og kveður ástvin sinn eftir áratuga samleið og grætur og þakkar. Þá skilur maður hvað er heilagt við hjónabandið. Ég óska brúðhjónum sumarsins heilla og hamingju.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun