Trump dregur úr áhuga á Bandaríkjaferðum Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. apríl 2017 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty „Það er erfitt að skilgreina nákvæmlega hvernig pólitískur órói hefur áhrif á áhuga fólks á að fljúga á milli landa en eins og fram hefur komið höfum við fundið fyrir óróa í stjórnmálum í bókunum okkar,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Guðjón segir þó erfitt að leggja mat á hversu sterk pólitísku áhrifin eru.Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air.Rétt tæplega 58 prósent þeirra sem afstöðu taka í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis segja áhuga sinn á að ferðast til Bandaríkjanna hafa minnkað eftir að Donald Trump tók við sem forseti þar í landi, rétt tæp 40 prósent segja að áhuginn hafi hvorki aukist né minnkað, en rétt rúmlega tvö prósent segja að hann hafi aukist. Séu svörin skoðuð í heild má sjá að 56 prósent segja að áhugi þeirra á að fara til Bandaríkjanna hafi minnkað, 39 prósent segja að hann hafi hvorki aukist né minnkað og tvö prósent segja að hann hafi aukist. Þá segjast tvö prósent vera óákveðin og eitt prósent neitar að svara spurningunni. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segist líta björtum augum á markaðinn í Ameríku. „Við erum að vaxa hratt og vorum að bæta við okkur Chicago og erum að auka tíðni til Ameríku. Ég væri ekki að gera það nema ég teldi ástandið vera bjart fram undan,“ segir Skúli. Hann segist lítið annað geta sagt um málið enda leiðist honum að taka þátt í pólitískri umræðu. Áhugi á að ferðast til Bandaríkjanna virðist frekar hafa minnkað á meðal kvenna en karla, en 66 prósent kvenna sem taka afstöðu segja að áhugi þeirra á að fara til Bandaríkjanna hafi minnkað eftir kjör Trumps en einungis 50 prósent karla segja að áhugi þeirra hafi minnkað. Í frétt á vef bandarísku sjónvarpsfréttastöðvarinnar CNBC kemur fram að ferðamálayfirvöld í Bandaríkjunum segja að búist sé við því að ferðaþjónustan í heiminum vaxi um 2,3 prósent í ár en vöxturinn nam 2,8 prósentum í fyrra. Ástæða minni vaxtar sé einkum sterkari Bandaríkjadalur. Hins vegar hafi stefna Trumps í innflytjendamálum og ferðamálum einnig neikvæð áhrif á vöxt ferðaþjónustunnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira
„Það er erfitt að skilgreina nákvæmlega hvernig pólitískur órói hefur áhrif á áhuga fólks á að fljúga á milli landa en eins og fram hefur komið höfum við fundið fyrir óróa í stjórnmálum í bókunum okkar,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Guðjón segir þó erfitt að leggja mat á hversu sterk pólitísku áhrifin eru.Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air.Rétt tæplega 58 prósent þeirra sem afstöðu taka í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis segja áhuga sinn á að ferðast til Bandaríkjanna hafa minnkað eftir að Donald Trump tók við sem forseti þar í landi, rétt tæp 40 prósent segja að áhuginn hafi hvorki aukist né minnkað, en rétt rúmlega tvö prósent segja að hann hafi aukist. Séu svörin skoðuð í heild má sjá að 56 prósent segja að áhugi þeirra á að fara til Bandaríkjanna hafi minnkað, 39 prósent segja að hann hafi hvorki aukist né minnkað og tvö prósent segja að hann hafi aukist. Þá segjast tvö prósent vera óákveðin og eitt prósent neitar að svara spurningunni. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segist líta björtum augum á markaðinn í Ameríku. „Við erum að vaxa hratt og vorum að bæta við okkur Chicago og erum að auka tíðni til Ameríku. Ég væri ekki að gera það nema ég teldi ástandið vera bjart fram undan,“ segir Skúli. Hann segist lítið annað geta sagt um málið enda leiðist honum að taka þátt í pólitískri umræðu. Áhugi á að ferðast til Bandaríkjanna virðist frekar hafa minnkað á meðal kvenna en karla, en 66 prósent kvenna sem taka afstöðu segja að áhugi þeirra á að fara til Bandaríkjanna hafi minnkað eftir kjör Trumps en einungis 50 prósent karla segja að áhugi þeirra hafi minnkað. Í frétt á vef bandarísku sjónvarpsfréttastöðvarinnar CNBC kemur fram að ferðamálayfirvöld í Bandaríkjunum segja að búist sé við því að ferðaþjónustan í heiminum vaxi um 2,3 prósent í ár en vöxturinn nam 2,8 prósentum í fyrra. Ástæða minni vaxtar sé einkum sterkari Bandaríkjadalur. Hins vegar hafi stefna Trumps í innflytjendamálum og ferðamálum einnig neikvæð áhrif á vöxt ferðaþjónustunnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira