Kunnugleg meðul Stjórnarmaðurinn skrifar 9. apríl 2017 11:00 Krónan gamla er nú með allra sterkasta móti og raunar kannski ekki teikn um annað en hún haldi áfram að styrkjast til skamms tíma. Á Íslandi ríkir meiri hagvöxtur en í flestum ef ekki öllum samanburðarlöndum, skuldsetning ríkissjóðs er lítil og fer minnkandi og ferðamenn halda áfram að streyma til landsins. Seðlabankinn hefur staðið í miklum og fordæmalausum gjaldeyriskaupum til að stemma stigu við styrkingu krónunnar. Ríkisstjórnin hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja: fjármagnshöft hafa verið afnumin og auknar álögur boðaðar á ferðamannaiðnaðinn. Fjármálaráðherra hefur meira að segja látið hafa eftir sér að lífeyrissjóðunum verði gert að fjárfesta erlendis í auknum mæli með hreinu valdboði. Allt hefur hins vegar komið fyrir ekki. Á meðan heyrist gamalkunnugt harmakvein frá útgerðinni. HB Grandi hótar að hætta framleiðslu á Akranesi og bæjarstjórinn telur að lausnin sé að Reykvíkingar og aðrir eigendur Faxaflóahafna niðurgreiði starfsemina. Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka útgerðarinnar telur að svo geti farið að útgerðirnar neyðist til að flytja vinnsluna úr landi – þótt svo virðist raunar sem lög girði fyrir slíkar hrókeringar. Útgerðin hefur þó sem fyrr ekki yfirsýn til að benda á hið raunverulega vandamál – gjaldmiðilinn. Krónan hefur svo lengi sem elstu menn muna sveiflast ótæpilega og gert það allt að því ómögulegt að gera áætlanir til lengri tíma. Útgerðin hefur alltaf tekið ávinninginn sem fylgir veikri krónu og stungið honum í vasann, þegar krónan styrkist hefur svo verið treyst á að vinveitt stjórnvöld felli gengið. Fjármálaráðherra má hins vegar eiga það, ólíkt frænda sínum í forsætisráðuneytinu, að hann lokar ekki augunum fyrir þeim ókostum sem fylgja krónunni. Hann hefur á síðustu dögum mælt fyrir því að Íslendingar taki upp annan gjaldmiðil, t.d. evru eða sterlingspund. Hugmyndir flokks hans, Viðreisnar, um myntráð eru sömuleiðis góðra gjalda verðar. Sterk króna hefur það einfaldlega í för með sér að erfitt verður fyrir íslenska framleiðslu að standast alþjóðlega samkeppni. Til þess verður hún of dýr. Varanlega sterk króna gæti þýtt að eðlilegt skref væri að flytja framleiðslu úr landi. Réttast væri fyrir sjávarútveginn að taka fjármálaráðherra til fyrirmyndar og horfa til varanlegra lausna á gjaldmiðilsklípu okkar Íslendinga, frekar en að hengja sig á gamaldags skammtímalausnir sem að endingu kosta almenning í landinu bæði lífskjör og beinhart skattfé. Stjórnarmaðurinn Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Sjá meira
Krónan gamla er nú með allra sterkasta móti og raunar kannski ekki teikn um annað en hún haldi áfram að styrkjast til skamms tíma. Á Íslandi ríkir meiri hagvöxtur en í flestum ef ekki öllum samanburðarlöndum, skuldsetning ríkissjóðs er lítil og fer minnkandi og ferðamenn halda áfram að streyma til landsins. Seðlabankinn hefur staðið í miklum og fordæmalausum gjaldeyriskaupum til að stemma stigu við styrkingu krónunnar. Ríkisstjórnin hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja: fjármagnshöft hafa verið afnumin og auknar álögur boðaðar á ferðamannaiðnaðinn. Fjármálaráðherra hefur meira að segja látið hafa eftir sér að lífeyrissjóðunum verði gert að fjárfesta erlendis í auknum mæli með hreinu valdboði. Allt hefur hins vegar komið fyrir ekki. Á meðan heyrist gamalkunnugt harmakvein frá útgerðinni. HB Grandi hótar að hætta framleiðslu á Akranesi og bæjarstjórinn telur að lausnin sé að Reykvíkingar og aðrir eigendur Faxaflóahafna niðurgreiði starfsemina. Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka útgerðarinnar telur að svo geti farið að útgerðirnar neyðist til að flytja vinnsluna úr landi – þótt svo virðist raunar sem lög girði fyrir slíkar hrókeringar. Útgerðin hefur þó sem fyrr ekki yfirsýn til að benda á hið raunverulega vandamál – gjaldmiðilinn. Krónan hefur svo lengi sem elstu menn muna sveiflast ótæpilega og gert það allt að því ómögulegt að gera áætlanir til lengri tíma. Útgerðin hefur alltaf tekið ávinninginn sem fylgir veikri krónu og stungið honum í vasann, þegar krónan styrkist hefur svo verið treyst á að vinveitt stjórnvöld felli gengið. Fjármálaráðherra má hins vegar eiga það, ólíkt frænda sínum í forsætisráðuneytinu, að hann lokar ekki augunum fyrir þeim ókostum sem fylgja krónunni. Hann hefur á síðustu dögum mælt fyrir því að Íslendingar taki upp annan gjaldmiðil, t.d. evru eða sterlingspund. Hugmyndir flokks hans, Viðreisnar, um myntráð eru sömuleiðis góðra gjalda verðar. Sterk króna hefur það einfaldlega í för með sér að erfitt verður fyrir íslenska framleiðslu að standast alþjóðlega samkeppni. Til þess verður hún of dýr. Varanlega sterk króna gæti þýtt að eðlilegt skref væri að flytja framleiðslu úr landi. Réttast væri fyrir sjávarútveginn að taka fjármálaráðherra til fyrirmyndar og horfa til varanlegra lausna á gjaldmiðilsklípu okkar Íslendinga, frekar en að hengja sig á gamaldags skammtímalausnir sem að endingu kosta almenning í landinu bæði lífskjör og beinhart skattfé.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Sjá meira