Fíll framsóknarflokkanna Bolli Héðinsson skrifar 21. mars 2017 07:00 Í herbergjum framsóknarflokkanna þriggja, Sjálfstæðis-, VG og Framsóknarflokksins, er fíll sem lifir þar góðu lífi án þess að nokkur nærstaddur þykist taka eftir honum. Þetta er fíllinn sem boðar lausn frá gengissveiflum íslensku krónunnar, lækkun vaxta og afnám verðtryggingar en sem er samt bannað að tala um. Þegar loks kemur að því að bæta almenningi tjónið af gengisfalli krónunnar, sem er beinlínis það sem eigin mynt þjóðarinnar á að gera samkv. kokkabókum þeirra sem segja svo mikilvægt að vera með íslensku krónuna, þ.e. að vera með eigin mynt sem geti sveiflast („svo gott að hafa krónuna“) þá fara útflytjendur nú af stað og krefjast þess að stjórnvöld grípi inn í og felli gengi krónunnar. Almenningur, sem hefur mátt þola hækkað verðlag, hækkun skulda og aðra óáran í kjölfar hrunsins, mátti með réttu telja að loksins væri röðin komin að honum að fá að njóta þess þegar gengi krónunnar tók að hækka. Innfluttar vörur myndu lækka í verði, vísitala lækka og þar með lækkun skulda. Nei, þá er brugðist við og reynt að sporna við því að almenningur fái notið þessara langþráðu kjarabóta. Þar fara fremst útgerðirnar og ferðaiðnaðurinn og svo fyrrnefndir framsóknarflokkar.Gildir sveiflan bara til kjaraskerðingar? Krafan um gengisfellingu kemur fram þrátt fyrir þann afslátt sem útgerðin nýtur af auðlindagjöldum (á meðan markaðsverð ræður ekki afgjaldinu) og sérstakan afslátt til ferðaiðnaðarins af virðisaukaskatti. Þessi afsláttur sem ríkisvaldið veitir þessum tveimur atvinnugreinum er til viðbótar við þau hagstæðu rekstrarskilyrði, sem fólgin voru í lágu gengi krónunnar og þessir aðilar hafa búið við allt frá hruni. Við hljótum að spyrja okkur hvers vegna standa hagsmunagæslumenn útgerðanna ekki úti á torgum og krefjast þess að til allra ráða verði gripið til að draga úr sveiflum? Ástæðan virðist sú að sveiflujöfnunin á bara að virka niður á við, það á bara að nota „svo gott að hafa krónuna“ þegar þarf að rýra kjör almennings en ekki til að bæta þau. Aðrar þjóðir sem áður voru í svipaðri stöðu hafa brugðist við sveiflum sem þessum. Fyrst með myntsamstarfi og svo sameiginlegum gjaldmiðli. Íslendingum stendur til boða að taka þátt í slíku myntsamstarfi sem myndi eyða mestu sveiflunum í verðlagi inn- og útflutnings auk þess sem vextir myndu lækka og hægt yrði að afnema verðtryggingu. Síðan ef vel tekst til þá byðist þjóðinni að vera fullgildur aðili að útgáfu sameiginlegs gjaldmiðils. Gjaldmiðillinn heitir evra og samstarfsvettvangurinn heitir Evrópusambandið – það er fíllinn framsóknarflokkanna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Í herbergjum framsóknarflokkanna þriggja, Sjálfstæðis-, VG og Framsóknarflokksins, er fíll sem lifir þar góðu lífi án þess að nokkur nærstaddur þykist taka eftir honum. Þetta er fíllinn sem boðar lausn frá gengissveiflum íslensku krónunnar, lækkun vaxta og afnám verðtryggingar en sem er samt bannað að tala um. Þegar loks kemur að því að bæta almenningi tjónið af gengisfalli krónunnar, sem er beinlínis það sem eigin mynt þjóðarinnar á að gera samkv. kokkabókum þeirra sem segja svo mikilvægt að vera með íslensku krónuna, þ.e. að vera með eigin mynt sem geti sveiflast („svo gott að hafa krónuna“) þá fara útflytjendur nú af stað og krefjast þess að stjórnvöld grípi inn í og felli gengi krónunnar. Almenningur, sem hefur mátt þola hækkað verðlag, hækkun skulda og aðra óáran í kjölfar hrunsins, mátti með réttu telja að loksins væri röðin komin að honum að fá að njóta þess þegar gengi krónunnar tók að hækka. Innfluttar vörur myndu lækka í verði, vísitala lækka og þar með lækkun skulda. Nei, þá er brugðist við og reynt að sporna við því að almenningur fái notið þessara langþráðu kjarabóta. Þar fara fremst útgerðirnar og ferðaiðnaðurinn og svo fyrrnefndir framsóknarflokkar.Gildir sveiflan bara til kjaraskerðingar? Krafan um gengisfellingu kemur fram þrátt fyrir þann afslátt sem útgerðin nýtur af auðlindagjöldum (á meðan markaðsverð ræður ekki afgjaldinu) og sérstakan afslátt til ferðaiðnaðarins af virðisaukaskatti. Þessi afsláttur sem ríkisvaldið veitir þessum tveimur atvinnugreinum er til viðbótar við þau hagstæðu rekstrarskilyrði, sem fólgin voru í lágu gengi krónunnar og þessir aðilar hafa búið við allt frá hruni. Við hljótum að spyrja okkur hvers vegna standa hagsmunagæslumenn útgerðanna ekki úti á torgum og krefjast þess að til allra ráða verði gripið til að draga úr sveiflum? Ástæðan virðist sú að sveiflujöfnunin á bara að virka niður á við, það á bara að nota „svo gott að hafa krónuna“ þegar þarf að rýra kjör almennings en ekki til að bæta þau. Aðrar þjóðir sem áður voru í svipaðri stöðu hafa brugðist við sveiflum sem þessum. Fyrst með myntsamstarfi og svo sameiginlegum gjaldmiðli. Íslendingum stendur til boða að taka þátt í slíku myntsamstarfi sem myndi eyða mestu sveiflunum í verðlagi inn- og útflutnings auk þess sem vextir myndu lækka og hægt yrði að afnema verðtryggingu. Síðan ef vel tekst til þá byðist þjóðinni að vera fullgildur aðili að útgáfu sameiginlegs gjaldmiðils. Gjaldmiðillinn heitir evra og samstarfsvettvangurinn heitir Evrópusambandið – það er fíllinn framsóknarflokkanna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun