Öll völd eru í höndum nafnlausra heimskapítalista Magnús Guðmundsson skrifar 25. mars 2017 11:30 Atriði úr kvikyndinni The Other Side of Hope, eftir Aki Kaurismäki. Mynd/Malla Hukkanen Finnski kvikmyndaleikstjórinn Aki Kaurismäki er löngu orðinn þekktur fyrir einstök efnistök enda margverðlaunaður fyrir verk sín. Nýjasta mynd Kaurismäki, The Other Side of Hope, er annar hluti af hafnarborgaþríleik leikstjórans en fyrsta myndin, Le Havre, kom út árið 2011. The Other Side of Hope segir frá farandsölumanninum og pókerspilaranum Wikström sem festir kaup á niðurníddum veitingastað og skýtur þar skjólshúsi yfir sýrlenska flóttamanninn Khaled og með þeim tekst óvenjulegur vinskapur. Rétt eins og í Le Havre eru málefni flóttamanna Kaurismäki hugleikin sem segir að á því sé líka einföld skýring. „Þegar ég byrjaði að skrifa þessa mynd þá streymdu 30.000 flóttamenn til Finnlands á sex mánuðum, venjulega eru þeir um 1.500 á ári, og það var mjög áhugavert að fylgjast með viðbrögðum bæði fólksins í landinu og stjórnvalda við þessum mikla straumi. Fólkið sjálft brást í raun vel við, með stöku undantekningum, en á sama tíma virtust stjórnvöld keppast við að finna afsökun til þess að vísa flóttafólkinu í burtu. Þessa þversögn á milli finnsku þjóðarinnar annars vegar og stjórnvalda hins vegar fannst mér ég ekki geta sýnt án þess að blanda saman kómedíu og tragedíu og þess vegna er þessi mynd eins og hún er. Flóttamannavandinn er mikilvægasta úrlausnarefnið sem Evrópa stendur frammi fyrir í dag og þess vegna sneri þetta þema úr Le Havre aftur. Og þess vegna er hafnarborgaþríleikurinn sem ég ætlaði að gera nú orðinn að þríleik um flóttafólk.“Aki Kaurismäki segir að flóttamannavandi Evrópu hafi í raun tekið yfir hafnarborgaþríleikinn.Þrátt fyrir þessa þróun segir Aki Kaurismäki að kvikmyndir eigi aldrei að vera pólitískar – nema að þeim takist að dylja þá pólitík. „Ekki sála, ekki einu sinni ég, vill eyða tíma í að horfa á pólitískar kennslustundir. Slíkt væri óbærilega leiðinlegt. Þess vegna nota ég kómedíuna sem miðil og þetta er eitthvað sem ég lærði af kvikmyndum Charles Chaplin. Nútíminn eftir Chaplin er kannski hvað besta dæmið því hún er bæði einstaklega skemmtileg og hápólitísk í senn.“ En er þá hinn margfrægi stíll Kaurismäki, að nota hið talaða orð takmarkað og treysta fremur á hið sjónræna, þá tilkominn vegna þessarar arfleifðar frá Chaplin? „Nei, ég held nú að þetta orðspor sem ég hef fyrir að nota díalógin svona lítið sé reyndar tilkomið vegna mynda á borð við The Match Factory Girl og Juha en þetta eru undantekningar, bæði nýjasta myndin mín og Le Havre innihalda fullt af samtölum. Persónulega þá nýt ég þess best þegar samtöl eru notuð með svipuðum hætti og maður sér í verkum Ernst Lubitsch, Preston Sturges og Howard Hawks. En sem kvikmyndagerðarmaður hef ég í raun alltaf haft þrjá stíla. Hálf-raunsæislegar tragikómedíur, óraunsæislegar kómi-tragedíur og svo auðvitað rokk og ról. Af einhverri ástæðu virðist ég hafa einbeitt mér að fyrst nefndu gerðinni á þessari öld með myndum eins og Man without the Past, Lights in the Dusk og Le Havre. Ég veit ekki hvers vegna en ein ástæða gæti verið stöðugt vaxandi félagslegt óréttlæti í heiminum og sú staðreynd að öll völd eru að færast í hendur nafnlausra heimskapítalista. Mínar myndir eru líkast til ákveðið viðbragð við því.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. mars. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Finnski kvikmyndaleikstjórinn Aki Kaurismäki er löngu orðinn þekktur fyrir einstök efnistök enda margverðlaunaður fyrir verk sín. Nýjasta mynd Kaurismäki, The Other Side of Hope, er annar hluti af hafnarborgaþríleik leikstjórans en fyrsta myndin, Le Havre, kom út árið 2011. The Other Side of Hope segir frá farandsölumanninum og pókerspilaranum Wikström sem festir kaup á niðurníddum veitingastað og skýtur þar skjólshúsi yfir sýrlenska flóttamanninn Khaled og með þeim tekst óvenjulegur vinskapur. Rétt eins og í Le Havre eru málefni flóttamanna Kaurismäki hugleikin sem segir að á því sé líka einföld skýring. „Þegar ég byrjaði að skrifa þessa mynd þá streymdu 30.000 flóttamenn til Finnlands á sex mánuðum, venjulega eru þeir um 1.500 á ári, og það var mjög áhugavert að fylgjast með viðbrögðum bæði fólksins í landinu og stjórnvalda við þessum mikla straumi. Fólkið sjálft brást í raun vel við, með stöku undantekningum, en á sama tíma virtust stjórnvöld keppast við að finna afsökun til þess að vísa flóttafólkinu í burtu. Þessa þversögn á milli finnsku þjóðarinnar annars vegar og stjórnvalda hins vegar fannst mér ég ekki geta sýnt án þess að blanda saman kómedíu og tragedíu og þess vegna er þessi mynd eins og hún er. Flóttamannavandinn er mikilvægasta úrlausnarefnið sem Evrópa stendur frammi fyrir í dag og þess vegna sneri þetta þema úr Le Havre aftur. Og þess vegna er hafnarborgaþríleikurinn sem ég ætlaði að gera nú orðinn að þríleik um flóttafólk.“Aki Kaurismäki segir að flóttamannavandi Evrópu hafi í raun tekið yfir hafnarborgaþríleikinn.Þrátt fyrir þessa þróun segir Aki Kaurismäki að kvikmyndir eigi aldrei að vera pólitískar – nema að þeim takist að dylja þá pólitík. „Ekki sála, ekki einu sinni ég, vill eyða tíma í að horfa á pólitískar kennslustundir. Slíkt væri óbærilega leiðinlegt. Þess vegna nota ég kómedíuna sem miðil og þetta er eitthvað sem ég lærði af kvikmyndum Charles Chaplin. Nútíminn eftir Chaplin er kannski hvað besta dæmið því hún er bæði einstaklega skemmtileg og hápólitísk í senn.“ En er þá hinn margfrægi stíll Kaurismäki, að nota hið talaða orð takmarkað og treysta fremur á hið sjónræna, þá tilkominn vegna þessarar arfleifðar frá Chaplin? „Nei, ég held nú að þetta orðspor sem ég hef fyrir að nota díalógin svona lítið sé reyndar tilkomið vegna mynda á borð við The Match Factory Girl og Juha en þetta eru undantekningar, bæði nýjasta myndin mín og Le Havre innihalda fullt af samtölum. Persónulega þá nýt ég þess best þegar samtöl eru notuð með svipuðum hætti og maður sér í verkum Ernst Lubitsch, Preston Sturges og Howard Hawks. En sem kvikmyndagerðarmaður hef ég í raun alltaf haft þrjá stíla. Hálf-raunsæislegar tragikómedíur, óraunsæislegar kómi-tragedíur og svo auðvitað rokk og ról. Af einhverri ástæðu virðist ég hafa einbeitt mér að fyrst nefndu gerðinni á þessari öld með myndum eins og Man without the Past, Lights in the Dusk og Le Havre. Ég veit ekki hvers vegna en ein ástæða gæti verið stöðugt vaxandi félagslegt óréttlæti í heiminum og sú staðreynd að öll völd eru að færast í hendur nafnlausra heimskapítalista. Mínar myndir eru líkast til ákveðið viðbragð við því.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. mars.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira