Fyrirgefning eða fangelsi Ívar Halldórsson skrifar 28. mars 2017 16:25 Það er mín skoðun að við vanmetum oft mátt fyrirgefningarinnar. Okkar mannlega eðli fer oft með okkur ýmsa ranghala þegar kemur að því að okkur finnst brotið á okkur. Þegar okkur finnst einhver brjóta á okkur eigum við til að einblína á óréttlætið sem við teljum okkur hafa orðið fyrir og það næsta á dagskrá hjá okkur er oftar en ekki það að láta aðilann finna til tevatnsins. Við viljum gjarna að hann þjáist jafn mikið og við. Við viljum búa til fórnarlamb. Við viljum hefna okkar. Nú er ég ekki endilega að tala um stórfengleg mál eins og nauðgun, morð eða stórfengleg svik. Í daglegu lífi er fólk alltaf að brjóta á okkur. Fólk segir og gerir hluti sem geta valdið sársauka. Slíkt gerist á Alþingi, í skólanum, á kaffistofunni, í biðröðinni, í strætó - alls staðar. Verst finnst okkur þó þegar við upplifum að ástvinir brjóta á okkur. Þetta eru þær manneskjur sem við hleypum næst okkur og sýnum mest traust. Okkur sárnar þegar einhver í innsta hring særir tilfinningar okkar, hvort sem það er gert af ásettu ráði eða ekki. Við eigum til að kveða upp dóm yfir þessum persónum í hita tilfinninga án þess að viðkomandi fái tækifæri til að tjá sig eða leiðrétta hugsanlegan misskilning. Við erum öll mannleg og mismunandi og okkur reynist auðvelt að misskilja hvert annað og draga rangar ályktanir út frá ýmsum uppákomum. Oft eru orsakir ágreinings einfaldlega litlar sakir sem hafa þó fengið tíma til að vinda upp á sig og breytast í skrímsli. Úrskurður er kveðinn upp í tilfinningahita án dóms og laga svo að segja. Sumir ganga meira að segja svo langt að gera meinta brotaaðila útlæga úr lífi sínu. Ég hef séð slíkt gerast allt of oft í mínu umhverfi. Það tíðkaðist mikið í minni bernsku að slitið var á öll samskipti þegar ósætti komu upp. Fjölskyldumeðlimir sem spiluðu stóran þátt í mínu uppeldi hættu að talast við og lenti ég oft á milli í þessum tilfinningastríðum. Foreldrar töluðu ekki við börn sín, börn töluðu ekki við systkini sín og sem ungum dreng var mér meinað að hafa samskipti við suma fjölskyldumeðlimi. Fólk varð ósammála um einhverja hluti, sagði eitthvað vanhugsað, gerði einhver mistök og dýrmæt sambönd splundruðust fyrir augum mér. Ég þurfti til að mynda sem ungur drengur að leyna sambandi mínu við ömmu mína. Frændi minn leyfði henni ekki að tala við mig af því að hann var reiður og sár út í fjölskyldumeðlimi sem umgengust mig. Þetta var klikkað ástand! Ég hef tekið eftir að þeir sem ríghalda í reiðina verða verst úti tilfinningalega með tímanum. Reiði þeirra er eins og tré sem er gróðursett í slæman jarðveg. Ræturnar grafa sig djúpt í moldina og sjúga í sig beiskan safann úr eitraðri moldinni. Með tímanum vaxa ávextir sem einkennast af því sem innra fyrir er og eru þeir afar bitrir á bragðið. Fólk í minni fjölskyldu sem iðaði af lífi og gleði endaði eitt og biturt – og ríghélt enn í reiði vegna atburða sem voru löngu liðnir og hefði löngu átt verið búið að grafa með einhverjum hætti. Í stað þess að fyrirgefa ákvað þetta fallega fólk að gerast eilíf fórnarlömb atburða fortíðar. Fyrirgefning er flottust í heimi! Hún er kúnstin að sleppa takinu á reiðinni þegar þú getur þó komið með hundrað ástæður fyrir því að ríghalda í hana. Biturleikinn er krabbamein sem sýgur burtu lífskraft okkar þegar við veljum að rækta þann forboðna ávöxt innra með sér. En sumir uppgötva mátt hennar allt of seint. Meira að segja læknisfræðin hefur skrifað undir það að biturleiki og reiði valdi ekki bara sálrænu tjóni – heldur einnig líkamlegu tjóni. Það er mesti misskilningur að fyrirgefningin sé fyrst og fremst það að sleppa fólki sem við teljum að hafi brotið á okkur of snemma úr því gæsluvarðhaldi sem við hnepptum það í. Fyrirgefningin leysir okkur undan lífstíðardómi í fangelsi biturleikans. Fyrirgefning er frelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Halldór 16.11.2024 Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Halldór 16.11.2024 skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mín skoðun að við vanmetum oft mátt fyrirgefningarinnar. Okkar mannlega eðli fer oft með okkur ýmsa ranghala þegar kemur að því að okkur finnst brotið á okkur. Þegar okkur finnst einhver brjóta á okkur eigum við til að einblína á óréttlætið sem við teljum okkur hafa orðið fyrir og það næsta á dagskrá hjá okkur er oftar en ekki það að láta aðilann finna til tevatnsins. Við viljum gjarna að hann þjáist jafn mikið og við. Við viljum búa til fórnarlamb. Við viljum hefna okkar. Nú er ég ekki endilega að tala um stórfengleg mál eins og nauðgun, morð eða stórfengleg svik. Í daglegu lífi er fólk alltaf að brjóta á okkur. Fólk segir og gerir hluti sem geta valdið sársauka. Slíkt gerist á Alþingi, í skólanum, á kaffistofunni, í biðröðinni, í strætó - alls staðar. Verst finnst okkur þó þegar við upplifum að ástvinir brjóta á okkur. Þetta eru þær manneskjur sem við hleypum næst okkur og sýnum mest traust. Okkur sárnar þegar einhver í innsta hring særir tilfinningar okkar, hvort sem það er gert af ásettu ráði eða ekki. Við eigum til að kveða upp dóm yfir þessum persónum í hita tilfinninga án þess að viðkomandi fái tækifæri til að tjá sig eða leiðrétta hugsanlegan misskilning. Við erum öll mannleg og mismunandi og okkur reynist auðvelt að misskilja hvert annað og draga rangar ályktanir út frá ýmsum uppákomum. Oft eru orsakir ágreinings einfaldlega litlar sakir sem hafa þó fengið tíma til að vinda upp á sig og breytast í skrímsli. Úrskurður er kveðinn upp í tilfinningahita án dóms og laga svo að segja. Sumir ganga meira að segja svo langt að gera meinta brotaaðila útlæga úr lífi sínu. Ég hef séð slíkt gerast allt of oft í mínu umhverfi. Það tíðkaðist mikið í minni bernsku að slitið var á öll samskipti þegar ósætti komu upp. Fjölskyldumeðlimir sem spiluðu stóran þátt í mínu uppeldi hættu að talast við og lenti ég oft á milli í þessum tilfinningastríðum. Foreldrar töluðu ekki við börn sín, börn töluðu ekki við systkini sín og sem ungum dreng var mér meinað að hafa samskipti við suma fjölskyldumeðlimi. Fólk varð ósammála um einhverja hluti, sagði eitthvað vanhugsað, gerði einhver mistök og dýrmæt sambönd splundruðust fyrir augum mér. Ég þurfti til að mynda sem ungur drengur að leyna sambandi mínu við ömmu mína. Frændi minn leyfði henni ekki að tala við mig af því að hann var reiður og sár út í fjölskyldumeðlimi sem umgengust mig. Þetta var klikkað ástand! Ég hef tekið eftir að þeir sem ríghalda í reiðina verða verst úti tilfinningalega með tímanum. Reiði þeirra er eins og tré sem er gróðursett í slæman jarðveg. Ræturnar grafa sig djúpt í moldina og sjúga í sig beiskan safann úr eitraðri moldinni. Með tímanum vaxa ávextir sem einkennast af því sem innra fyrir er og eru þeir afar bitrir á bragðið. Fólk í minni fjölskyldu sem iðaði af lífi og gleði endaði eitt og biturt – og ríghélt enn í reiði vegna atburða sem voru löngu liðnir og hefði löngu átt verið búið að grafa með einhverjum hætti. Í stað þess að fyrirgefa ákvað þetta fallega fólk að gerast eilíf fórnarlömb atburða fortíðar. Fyrirgefning er flottust í heimi! Hún er kúnstin að sleppa takinu á reiðinni þegar þú getur þó komið með hundrað ástæður fyrir því að ríghalda í hana. Biturleikinn er krabbamein sem sýgur burtu lífskraft okkar þegar við veljum að rækta þann forboðna ávöxt innra með sér. En sumir uppgötva mátt hennar allt of seint. Meira að segja læknisfræðin hefur skrifað undir það að biturleiki og reiði valdi ekki bara sálrænu tjóni – heldur einnig líkamlegu tjóni. Það er mesti misskilningur að fyrirgefningin sé fyrst og fremst það að sleppa fólki sem við teljum að hafi brotið á okkur of snemma úr því gæsluvarðhaldi sem við hnepptum það í. Fyrirgefningin leysir okkur undan lífstíðardómi í fangelsi biturleikans. Fyrirgefning er frelsi.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun