Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í vopnaleit og von á töfum á flugi Birgir Olgeirsson skrifar 29. mars 2017 16:52 Mynd sem flugfarþegi tók í flugstöðinni rétt í þessu. Twitter Flugstöð Leifs Eiríkssonar var rýmd síðdegis í dag og þurftu allir þeir farþegar sem voru þar að fara í gegnum vopnaleit. Um tvö til þrjú þúsund manns eru í flugstöðinni og er ekki vitað hvað þessi vopnaleit mun taka langan tíma. Ástæðan fyrir vopnaleitinni er sú að um klukkan þrjú í dag lenti á Keflavíkurflugvelli flugvél sem var að koma frá Nuuk á Grænlandi. Farþegar vélarinnar höfðu farið í gegnum vopnaleit á flugvellinum í Nuuk en sú vopnaleit stenst ekki alþjóðlegar kröfur og því stóð til að gera vopnaleit á farþegunum við komuna inn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það urðu hins vegar mistök sem urðu þess valdandi að flugvélinni var ekið að röngu landgönguhliði og fóru farþegarnir því inn í flugstöðina án þess að fara í gengum vopnaleit. Þegar mistökin lágu fyrir var flugstöðin rýmd og allir sem þar voru boðaðir í vopnaleit, vegna þess að farþegarnir frá Nuuk höfðu blandast við aðra farþega sem voru í flugstöðinni. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að ekki liggi fyrir endanleg tala hversu margir þurfa að fara í gegnum vopnaleit, en það sé á bilinu tvö til þrjú þúsund manns. Ekki er vitað hversu langan tíma þetta mun taka en þetta mun valda seinkunum á flugi. Guðni ítrekaði í samtali við Vísi að engin hætta væri á ferðum.Because of a "Security Breach" they are having everyone evacuate @kefairport... Right before we were about to board :( pic.twitter.com/3OpURhUtAE— Thinh Nguyen (@ThinhNguyen007) March 29, 2017 Fréttir af flugi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Flugstöð Leifs Eiríkssonar var rýmd síðdegis í dag og þurftu allir þeir farþegar sem voru þar að fara í gegnum vopnaleit. Um tvö til þrjú þúsund manns eru í flugstöðinni og er ekki vitað hvað þessi vopnaleit mun taka langan tíma. Ástæðan fyrir vopnaleitinni er sú að um klukkan þrjú í dag lenti á Keflavíkurflugvelli flugvél sem var að koma frá Nuuk á Grænlandi. Farþegar vélarinnar höfðu farið í gegnum vopnaleit á flugvellinum í Nuuk en sú vopnaleit stenst ekki alþjóðlegar kröfur og því stóð til að gera vopnaleit á farþegunum við komuna inn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það urðu hins vegar mistök sem urðu þess valdandi að flugvélinni var ekið að röngu landgönguhliði og fóru farþegarnir því inn í flugstöðina án þess að fara í gengum vopnaleit. Þegar mistökin lágu fyrir var flugstöðin rýmd og allir sem þar voru boðaðir í vopnaleit, vegna þess að farþegarnir frá Nuuk höfðu blandast við aðra farþega sem voru í flugstöðinni. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að ekki liggi fyrir endanleg tala hversu margir þurfa að fara í gegnum vopnaleit, en það sé á bilinu tvö til þrjú þúsund manns. Ekki er vitað hversu langan tíma þetta mun taka en þetta mun valda seinkunum á flugi. Guðni ítrekaði í samtali við Vísi að engin hætta væri á ferðum.Because of a "Security Breach" they are having everyone evacuate @kefairport... Right before we were about to board :( pic.twitter.com/3OpURhUtAE— Thinh Nguyen (@ThinhNguyen007) March 29, 2017
Fréttir af flugi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira