Ólafur Ólafsson: Ríkið bar ekki skertan hlut frá borði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. mars 2017 17:22 Ólafur Ólafsson visir/vilhelm Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á 45,8% hlut í Búnaðarbankanum árið 2003. Ólafur segir að S-hópurinn hafi komið best út úr mati HSBC bankans sem var ríkinu til ráðgjafar. Hópurinn hafi fengið flest stig og var tekið fram að það væri óháð hugsanlegri erlendri þáttöku. „Það er óábyrgt af Kjartani Bjarna Björgvinssyni, stjórnanda rannsóknarinnar, að segja að erlend aðkoma hafi verið grundvallarforsenda þegar það liggur alveg ljóst fyrir að hún var ekki skilyrði,“ segir í yfirlýsingunni. Hann segir að í framhaldinu hafi verið gerður kaupsamningur og að verð hafi verið að fullu greitt til íslenska ríkisins. „Ríkið bar ekki skertan hlut frá borði, eins og einhver kynni að álykta af umræðu um skýrsluna fyrr í dag,“ segir Ólafur. „Það sem á fundi rannsóknarnefndar voru nefndir baksamningar voru samningar milli einkaaðila og höfðu engin áhrif á niðurstöðu í sölu ríkisins á hlut sínum í Búnaðarbankanum. Hvorki ríkissjóður né almenningur voru verr settir vegna þessara samninga, sem rannsóknarnefndin kýs að kalla blekkingu. Samningarnir, eins og þeim er lýst í skýrslunni, snúa að fjármögnun á hlut Hauck & Aufhäuser í þessum viðskiptum, áhættu og hvernig hagnaði, ef af yrði en ekkert lá fyrir um, væri skipt. Hagnaðurinn kom til vegna hækkunar á hlutabréfaverði á tveggja ára tímabili en ekki vegna meintra blekkinga.“Yfirlýsing Ólafs Ólafssonar í heild sinni:Í ljósi þess að Rannsóknarnefnd Alþingis hefur birt skýrslu um þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á 45,8% hlut í Búnaðarbanka Íslands í ársbyrjun 2003 tel ég mikilvægt að fram komi eftirfarandi:S-hópurinn með hæsta boðiðS-hópurinn var með hæsta boð í 45,8% hlut í Búnaðarbankanum í ársbyrjun 2003. Bjóðendur voru metnir af HSBC bankanum, sem var ríkinu til ráðgjafar, og kom S-hópurinn best út úr því mati. Hann fékk flest stig og tekið var fram að það væri óháð hugsanlegri erlendri þátttöku í kaupunum. Það er í samræmi við bókuð ummæli Ólafs Davíðssonar, formanns einkavæðingarnefndar á fundi nefndarinnar 28. ágúst 2002, að ekki væri áskilið að erlendir aðilar kæmu að viðskiptunum. Það er óábyrgt af Kjartani Bjarna Björgvinssyni, stjórnanda rannsóknarinnar, að segja að erlend aðkoma hafi verið grundvallarforsenda þegar það liggur alveg ljóst fyrir að hún var ekki skilyrði.Í framhaldi var gerður kaupsamningur eins og komið hefur fram. Kaupverð samkvæmt kaupsamningnum var að fullu greitt til íslenska ríkisins og staðið við öll þau skilyrði, sem sett voru í samningnum. Ríkið bar ekki skertan hlut frá borði, eins og einhver kynni að álykta af umræðu um skýrsluna fyrr í dag. Ríkið fékk allt sitt greittÓumdeilt er að ríkið gekk til samninga við hæstbjóðendur, fékk kaupverð að fullu greitt, sem á endanum var hærra en upphaflegt kauptilboð hljóðaði upp á. Kjartan Bjarni Björgvinsson staðfesti aðspurður á blaðamannafundi í Iðnó að nefndin ályktaði ekki sem svo að ríkið hefði skaðast í viðskiptunum.Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er lýst aðkomu þýska bankans að kaupum á 16,28% hlut í Búnaðarbankanum í gegnum Eglu hf. Samkvæmt lögum var þýski bankinn lögmætur hluthafi í Eglu hf., hann innti af hendi hlutafjárframlag sitt eins og áskilið var og bar skyldur samkvæmt gerðum samningum.Það sem á fundi rannsóknarnefndar voru nefndir baksamningar voru samningar milli einkaaðila og höfðu engin áhrif á niðurstöðu í sölu ríkisins á hlut sínum í Búnaðarbankanum. Hvorki ríkissjóður né almenningur voru verr settir vegna þessara samninga, sem rannsóknarnefndin kýs að kalla blekkingu. Samningarnir, eins og þeim er lýst í skýrslunni, snúa að fjármögnun á hlut Hauck & Aufhäuser í þessum viðskiptum, áhættu og hvernig hagnaði, ef af yrði en ekkert lá fyrir um, væri skipt. Hagnaðurinn kom til vegna hækkunar á hlutabréfaverði á tveggja ára tímabili en ekki vegna meintra blekkinga.Til að koma í veg fyrir ágreining um eignasölu ríkisins í 15 ár eins og í þessu tilfelli skulu stjórnvöld standa þannig að málum, bæði gagnvart kaupendum og almenningi, að leikreglur séu fyrir fram ákveðnar og atriði, sem ekki skipta máli, verði ekki gerð að aðalatriðum máls síðar.Að svo stöddu mun ég ekki tjá mig nánar um efni skýrslunnar fyrr en ég hef haft tækifæri til að kynna mér efni hennar og forsendur betur. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á 45,8% hlut í Búnaðarbankanum árið 2003. Ólafur segir að S-hópurinn hafi komið best út úr mati HSBC bankans sem var ríkinu til ráðgjafar. Hópurinn hafi fengið flest stig og var tekið fram að það væri óháð hugsanlegri erlendri þáttöku. „Það er óábyrgt af Kjartani Bjarna Björgvinssyni, stjórnanda rannsóknarinnar, að segja að erlend aðkoma hafi verið grundvallarforsenda þegar það liggur alveg ljóst fyrir að hún var ekki skilyrði,“ segir í yfirlýsingunni. Hann segir að í framhaldinu hafi verið gerður kaupsamningur og að verð hafi verið að fullu greitt til íslenska ríkisins. „Ríkið bar ekki skertan hlut frá borði, eins og einhver kynni að álykta af umræðu um skýrsluna fyrr í dag,“ segir Ólafur. „Það sem á fundi rannsóknarnefndar voru nefndir baksamningar voru samningar milli einkaaðila og höfðu engin áhrif á niðurstöðu í sölu ríkisins á hlut sínum í Búnaðarbankanum. Hvorki ríkissjóður né almenningur voru verr settir vegna þessara samninga, sem rannsóknarnefndin kýs að kalla blekkingu. Samningarnir, eins og þeim er lýst í skýrslunni, snúa að fjármögnun á hlut Hauck & Aufhäuser í þessum viðskiptum, áhættu og hvernig hagnaði, ef af yrði en ekkert lá fyrir um, væri skipt. Hagnaðurinn kom til vegna hækkunar á hlutabréfaverði á tveggja ára tímabili en ekki vegna meintra blekkinga.“Yfirlýsing Ólafs Ólafssonar í heild sinni:Í ljósi þess að Rannsóknarnefnd Alþingis hefur birt skýrslu um þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á 45,8% hlut í Búnaðarbanka Íslands í ársbyrjun 2003 tel ég mikilvægt að fram komi eftirfarandi:S-hópurinn með hæsta boðiðS-hópurinn var með hæsta boð í 45,8% hlut í Búnaðarbankanum í ársbyrjun 2003. Bjóðendur voru metnir af HSBC bankanum, sem var ríkinu til ráðgjafar, og kom S-hópurinn best út úr því mati. Hann fékk flest stig og tekið var fram að það væri óháð hugsanlegri erlendri þátttöku í kaupunum. Það er í samræmi við bókuð ummæli Ólafs Davíðssonar, formanns einkavæðingarnefndar á fundi nefndarinnar 28. ágúst 2002, að ekki væri áskilið að erlendir aðilar kæmu að viðskiptunum. Það er óábyrgt af Kjartani Bjarna Björgvinssyni, stjórnanda rannsóknarinnar, að segja að erlend aðkoma hafi verið grundvallarforsenda þegar það liggur alveg ljóst fyrir að hún var ekki skilyrði.Í framhaldi var gerður kaupsamningur eins og komið hefur fram. Kaupverð samkvæmt kaupsamningnum var að fullu greitt til íslenska ríkisins og staðið við öll þau skilyrði, sem sett voru í samningnum. Ríkið bar ekki skertan hlut frá borði, eins og einhver kynni að álykta af umræðu um skýrsluna fyrr í dag. Ríkið fékk allt sitt greittÓumdeilt er að ríkið gekk til samninga við hæstbjóðendur, fékk kaupverð að fullu greitt, sem á endanum var hærra en upphaflegt kauptilboð hljóðaði upp á. Kjartan Bjarni Björgvinsson staðfesti aðspurður á blaðamannafundi í Iðnó að nefndin ályktaði ekki sem svo að ríkið hefði skaðast í viðskiptunum.Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er lýst aðkomu þýska bankans að kaupum á 16,28% hlut í Búnaðarbankanum í gegnum Eglu hf. Samkvæmt lögum var þýski bankinn lögmætur hluthafi í Eglu hf., hann innti af hendi hlutafjárframlag sitt eins og áskilið var og bar skyldur samkvæmt gerðum samningum.Það sem á fundi rannsóknarnefndar voru nefndir baksamningar voru samningar milli einkaaðila og höfðu engin áhrif á niðurstöðu í sölu ríkisins á hlut sínum í Búnaðarbankanum. Hvorki ríkissjóður né almenningur voru verr settir vegna þessara samninga, sem rannsóknarnefndin kýs að kalla blekkingu. Samningarnir, eins og þeim er lýst í skýrslunni, snúa að fjármögnun á hlut Hauck & Aufhäuser í þessum viðskiptum, áhættu og hvernig hagnaði, ef af yrði en ekkert lá fyrir um, væri skipt. Hagnaðurinn kom til vegna hækkunar á hlutabréfaverði á tveggja ára tímabili en ekki vegna meintra blekkinga.Til að koma í veg fyrir ágreining um eignasölu ríkisins í 15 ár eins og í þessu tilfelli skulu stjórnvöld standa þannig að málum, bæði gagnvart kaupendum og almenningi, að leikreglur séu fyrir fram ákveðnar og atriði, sem ekki skipta máli, verði ekki gerð að aðalatriðum máls síðar.Að svo stöddu mun ég ekki tjá mig nánar um efni skýrslunnar fyrr en ég hef haft tækifæri til að kynna mér efni hennar og forsendur betur.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira