Borgward að mynda glænýjan jeppling á Íslandi – myndir náðust Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2017 14:34 Borgward jepplingarnir hreinir og klárir fyrir myndatöku í Kópavoginum. Stefán Karlsson Þýsk-kínverski bílasmiðurinn Borgward er nú með 4 glænýja jeppa hér á landi en til þeirra sást fyrr í dag á bílaþvottastöð í Smáranum í Kópavogi. Þessar myndir náðust af jeppunum eftir þvottinn. Telja má líklegt að hingað til lands séu þeir komnir í myndatökur á landinu fagra. Ekki höfðu neinar fréttir borist af komu þessara bíla áður. Ekkert söluumboð er fyrir þessa nýju bíla, sem eðlilegt má teljast í því ljósi að sala Borgward bíla er rétt að hefjast.Borgward átti sitt blómaskeið fyrir meira en hálfri öld síðan og fór svo á hausinn. Borgward framleiddi bíla fyrir millistéttina en var nánast gleymt sem bílaframleiðandi þar til merkið var endurreist af kínverska bíla- og þungavélaframleiðandanum Foton. Foton á 100% í Borgward og ætlar greinilega að stytta sér leið inná evrópska bílamarkaðinn með þýsku bílamerki. Borgward BX7 á að keppa við Audi Q5Foton ætlar ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur því fyrsti bíll þeirra er jepplingurinn Borgward BX7, sem keppa mun við Audi Q5 en verða talsvert ódýrari bíll. Það kemur svo sem ekki á óvart að fyrsti bíllinn er jepplingur en Foton framleiðir einmitt jepplinga í Kína. Á miðjum sjötta áratug síðustu aldar var næststærsti bílframleiðandi Þýskalands á eftir Volkswagen ekki BMW, Mercedes Benz, Audi eða Opel. Það var Borgward. Það er sonarsonur stofnandans Carl Borgward, Christian, sem fer fyrir endurreisn bílamerkisins með fjármagni frá Kína og stuðningi Foton við smíðina. Í áætlunum Borgward hófst fjöldaframleiðsla hins fjórhjóladrifna BX7 um mitt síðasta ár og fyrirtækið ætlar í kjölfarið kynna tvær nýjar bílgerðir á ári. Borgward hefur ekki enn fengist til að gefa upp verð BX7 en segir að það verði afara samkeppnishæft. Borgward BX7 á að vera tæknilega mjög vel útfærður og fullfær um að keppa við lúxusbíla eins og Audi Q5. Ætla að framleiða 500.000 bíla á áriMeiningin er að koma með bíla Borgward á markað í Evrópu bráðlega en á meðan hasla sér völl í Kína. Framleiðslumarkmið Borgward er 500.000 bílar, nokkuð bratt í ljósi þess að heildarframleiðsla Borgward frá upphafi var um ein milljón bílar. Foton framleiðir nú þegar 650.000 bíla á ári. Það virðist hafa verið mjög hugvitssamlegt að selja kínverska bílaframleiðandanum Foton allt hlutafé í Borgward því með því kemst bílamerkið inná kínverska markaðinn á þess að vera skattlagt sem innfluttir bílar. Það hefði annars tekið um 10 ár. Ennfremur eru vasar Foton djúpir og því nægt fjármagn til svo þróa megi nýja bíla án þess að eiga á hættu að verða fjárvana. Borgward hefur í huga að draga að nýja fjárfesta að Borgward og með því tryggja enn meira þróunarfé. Borgward Isabella var framleiddur í 200.000 eintökumFrægasti bíll Borgward var án vafa Isabella sem framleidd var í 200.000 eintökum frá árinu 1954. Hann þótti einstakur bíll, var með sjálfstæða fjöðrun á öllum hjólum, afar góðar bremsur, vó undir einu tonni en tók samt 6 farþega. Hann þótti frábær akstursbíll og átti ekki í vandræðum með að taka snarpar beygjur á mikilli ferð. Auk þess var hann vel útbúinn og sló nærri lúxusbílum. Borgward Isabella var seldur í Bandaríkjunum og þar mátti fá bílinn á 1.600 dollara. Vel með farin eintök af bílnum seljast nú þar á 50.000 dollara og þykja mikil söfnunareintök. Haft er eftir þeim sem aka Borgward Isabella í dag að þar fari bíll sem ekur eins og nútímabíll, svo eitthvað hefur Borgward gert rétt með smíði þess bíls og segja má að hann hafi verið bíll á undan sinni framtíð. Stofnandinn með bílablóð í æðum en lítill fjármálamaðurStofnandinn, Carl Borgward, fór sínar eigin leiðir og sagt var að hann hefði verið sinn versti óvinur. Hann var með bílablóð í æðunum en lítill fjármálamaður og þegar erfiðir tímar komu árið 1961 urðu bankastofnanir fráhverfir stuðningi við Borgward og fyrirtækið var í kjölfarið lýst gjaldþrota. Nú er ný saga að hefjast hjá Borgward og spennadi verður að sjá hvernig þróun þess verður á næstu árum undir forystu sonarsonar hans.Fjórir bílar eru komnir til landsins og enginn í sama lit.Stefán KarlssonEinn í gráum lit.Stefán Karlsson Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent
Þýsk-kínverski bílasmiðurinn Borgward er nú með 4 glænýja jeppa hér á landi en til þeirra sást fyrr í dag á bílaþvottastöð í Smáranum í Kópavogi. Þessar myndir náðust af jeppunum eftir þvottinn. Telja má líklegt að hingað til lands séu þeir komnir í myndatökur á landinu fagra. Ekki höfðu neinar fréttir borist af komu þessara bíla áður. Ekkert söluumboð er fyrir þessa nýju bíla, sem eðlilegt má teljast í því ljósi að sala Borgward bíla er rétt að hefjast.Borgward átti sitt blómaskeið fyrir meira en hálfri öld síðan og fór svo á hausinn. Borgward framleiddi bíla fyrir millistéttina en var nánast gleymt sem bílaframleiðandi þar til merkið var endurreist af kínverska bíla- og þungavélaframleiðandanum Foton. Foton á 100% í Borgward og ætlar greinilega að stytta sér leið inná evrópska bílamarkaðinn með þýsku bílamerki. Borgward BX7 á að keppa við Audi Q5Foton ætlar ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur því fyrsti bíll þeirra er jepplingurinn Borgward BX7, sem keppa mun við Audi Q5 en verða talsvert ódýrari bíll. Það kemur svo sem ekki á óvart að fyrsti bíllinn er jepplingur en Foton framleiðir einmitt jepplinga í Kína. Á miðjum sjötta áratug síðustu aldar var næststærsti bílframleiðandi Þýskalands á eftir Volkswagen ekki BMW, Mercedes Benz, Audi eða Opel. Það var Borgward. Það er sonarsonur stofnandans Carl Borgward, Christian, sem fer fyrir endurreisn bílamerkisins með fjármagni frá Kína og stuðningi Foton við smíðina. Í áætlunum Borgward hófst fjöldaframleiðsla hins fjórhjóladrifna BX7 um mitt síðasta ár og fyrirtækið ætlar í kjölfarið kynna tvær nýjar bílgerðir á ári. Borgward hefur ekki enn fengist til að gefa upp verð BX7 en segir að það verði afara samkeppnishæft. Borgward BX7 á að vera tæknilega mjög vel útfærður og fullfær um að keppa við lúxusbíla eins og Audi Q5. Ætla að framleiða 500.000 bíla á áriMeiningin er að koma með bíla Borgward á markað í Evrópu bráðlega en á meðan hasla sér völl í Kína. Framleiðslumarkmið Borgward er 500.000 bílar, nokkuð bratt í ljósi þess að heildarframleiðsla Borgward frá upphafi var um ein milljón bílar. Foton framleiðir nú þegar 650.000 bíla á ári. Það virðist hafa verið mjög hugvitssamlegt að selja kínverska bílaframleiðandanum Foton allt hlutafé í Borgward því með því kemst bílamerkið inná kínverska markaðinn á þess að vera skattlagt sem innfluttir bílar. Það hefði annars tekið um 10 ár. Ennfremur eru vasar Foton djúpir og því nægt fjármagn til svo þróa megi nýja bíla án þess að eiga á hættu að verða fjárvana. Borgward hefur í huga að draga að nýja fjárfesta að Borgward og með því tryggja enn meira þróunarfé. Borgward Isabella var framleiddur í 200.000 eintökumFrægasti bíll Borgward var án vafa Isabella sem framleidd var í 200.000 eintökum frá árinu 1954. Hann þótti einstakur bíll, var með sjálfstæða fjöðrun á öllum hjólum, afar góðar bremsur, vó undir einu tonni en tók samt 6 farþega. Hann þótti frábær akstursbíll og átti ekki í vandræðum með að taka snarpar beygjur á mikilli ferð. Auk þess var hann vel útbúinn og sló nærri lúxusbílum. Borgward Isabella var seldur í Bandaríkjunum og þar mátti fá bílinn á 1.600 dollara. Vel með farin eintök af bílnum seljast nú þar á 50.000 dollara og þykja mikil söfnunareintök. Haft er eftir þeim sem aka Borgward Isabella í dag að þar fari bíll sem ekur eins og nútímabíll, svo eitthvað hefur Borgward gert rétt með smíði þess bíls og segja má að hann hafi verið bíll á undan sinni framtíð. Stofnandinn með bílablóð í æðum en lítill fjármálamaðurStofnandinn, Carl Borgward, fór sínar eigin leiðir og sagt var að hann hefði verið sinn versti óvinur. Hann var með bílablóð í æðunum en lítill fjármálamaður og þegar erfiðir tímar komu árið 1961 urðu bankastofnanir fráhverfir stuðningi við Borgward og fyrirtækið var í kjölfarið lýst gjaldþrota. Nú er ný saga að hefjast hjá Borgward og spennadi verður að sjá hvernig þróun þess verður á næstu árum undir forystu sonarsonar hans.Fjórir bílar eru komnir til landsins og enginn í sama lit.Stefán KarlssonEinn í gráum lit.Stefán Karlsson
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent